Fyrirskipa förgun tuga milljóna skammta af bóluefni Janssen Árni Sæberg skrifar 11. júní 2021 22:54 Þetta glas bóluefnis er líklega ekki framleitt af Emergent BioSolutions.EFE/ETIENNE LAURENT Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur fyrirskipað að fyrirtækið sem framleiðir bóluefni fyrir Janssen í Bandaríkjunum skuli farga fleiri milljónum skammta. Fyrirtækið Emergent BioSolutions í Baltimore er eitt þeirra fjölmarga fyrirtækja sem framleiða bóluefni Janssen í Bandaríkjunum. Sökum slæmra aðstæðna í vinnslu fyrirtækisins hefur það ekki getað framleitt neitt bóluefni í átta vikur. Þegar framleiðsla í vinnslunni var stöðvuð var þar að finna ógrynni bóluefnis sem mátti ekki hefja dreifingu á. Nú hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ákveðið að dreifa megi bóluefni úr tveimur framleiðslulotum. Bóluefnið sem má dreifa dugar í um tíu milljónir skammta. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hefði bóluefnið, hverju þarf að farga, dugað í margfalt fleiri skammta. Óþrifnaður og illa þjálfað starfsfólk rót vandans Útsendarar lyfjaeftirlits Bandaríkjanna gerðu úttekt á vinnslustöð Emergent BioSolutions fyrir tveimur mánuðum þegar fyrst kom upp að spilliefni hefðu borist í bóluefni vinnslunnar. Skoðuðu þeir meðal annars myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum vinnslunnar. Niðurstöður úttektarinnar voru þær að starsfólk vinnslunnar væri ekki nægilega vel þjálfað og færi óvarlega með hráefni sem notað er við framleiðslu bóluefna. Þá kom einnig fram að vinnslan stæðist ekki kröfur eftirlitsins um þrifnað. Emergent BioSolutions hefur áður gerst brotlegt gegn reglum lyfjaeftirlitsins. Brotasaga fyrirtækisins inniheldur, meðal annars, mygluvandamál, skítuga veggi, illa þjálfað starsfólk og lélegar viðbragðsáætlanir. Þrátt fyrir slæma sögu, gerði ríkisstjórn Donalds Trump samt sem áður arðbæra samninga um bóluefnaframleiðslu við fyrirtækið. Íslendingar geta andað léttar Enn sem komið er hefur ekkert af bóluefni Janssen sem framleitt er af Emergent BioSolutions verið flutt út fyrir Bandaríkin. Því er ljóst að hinn svokallaði Janssenskjálfti sem hrjáir margan Íslendinginn um þessar mundir orsakast ekki af óþrifnaði við framleiðslu bóluefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Fyrirtækið Emergent BioSolutions í Baltimore er eitt þeirra fjölmarga fyrirtækja sem framleiða bóluefni Janssen í Bandaríkjunum. Sökum slæmra aðstæðna í vinnslu fyrirtækisins hefur það ekki getað framleitt neitt bóluefni í átta vikur. Þegar framleiðsla í vinnslunni var stöðvuð var þar að finna ógrynni bóluefnis sem mátti ekki hefja dreifingu á. Nú hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ákveðið að dreifa megi bóluefni úr tveimur framleiðslulotum. Bóluefnið sem má dreifa dugar í um tíu milljónir skammta. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hefði bóluefnið, hverju þarf að farga, dugað í margfalt fleiri skammta. Óþrifnaður og illa þjálfað starfsfólk rót vandans Útsendarar lyfjaeftirlits Bandaríkjanna gerðu úttekt á vinnslustöð Emergent BioSolutions fyrir tveimur mánuðum þegar fyrst kom upp að spilliefni hefðu borist í bóluefni vinnslunnar. Skoðuðu þeir meðal annars myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum vinnslunnar. Niðurstöður úttektarinnar voru þær að starsfólk vinnslunnar væri ekki nægilega vel þjálfað og færi óvarlega með hráefni sem notað er við framleiðslu bóluefna. Þá kom einnig fram að vinnslan stæðist ekki kröfur eftirlitsins um þrifnað. Emergent BioSolutions hefur áður gerst brotlegt gegn reglum lyfjaeftirlitsins. Brotasaga fyrirtækisins inniheldur, meðal annars, mygluvandamál, skítuga veggi, illa þjálfað starsfólk og lélegar viðbragðsáætlanir. Þrátt fyrir slæma sögu, gerði ríkisstjórn Donalds Trump samt sem áður arðbæra samninga um bóluefnaframleiðslu við fyrirtækið. Íslendingar geta andað léttar Enn sem komið er hefur ekkert af bóluefni Janssen sem framleitt er af Emergent BioSolutions verið flutt út fyrir Bandaríkin. Því er ljóst að hinn svokallaði Janssenskjálfti sem hrjáir margan Íslendinginn um þessar mundir orsakast ekki af óþrifnaði við framleiðslu bóluefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira