Hallbera á bekknum á móti Írum og Áslaug Munda byrjar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2021 15:47 Blikinn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir byrjar gegn Írum. getty/Gabriele Maltinti Þorsteinn Halldórsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Írlandi í dag. Dagný Brynjarsdóttir, sem missti af leikjunum gegn Ítalíu í apríl og hefur ekki spilað fyrir landsliðið í níu mánuði, kemur inn í byrjunarliðið og er á miðjunni ásamt Alexöndru Jóhannsdóttur og fyrirliðanum Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi í dag!Leikurinn hefst kl. 17:00 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi.Our starting lineup for the game against the Rep. of Ireland today!#dottir pic.twitter.com/WRm54oHWBJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 11, 2021 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, sem er nýorðin tvítug, er í stöðu vinstri bakvarðar í stað Hallberu Gísladóttur, reyndasta leikmannsins í íslenska hópnum. Áslaug Munda leikur sinn fimmta landsleik í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir, sem missti af Ítalíuleikjunum líkt og Dagný, stendur vaktina í miðri vörninni ásamt Glódísi Perlu Viggósdóttur sem leikur sinn 92. landsleik í dag. Elísa Viðarsdóttir er í stöðu hægri bakvarðar í sínum fertugasta landsleik. Sandra Sigurðardóttir stendur svo á milli stanganna. Elín Metta Jensen skoraði ekki í fyrstu fjórum leikjum Valsliðsins en hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum og er í byrjunarliðinu í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir sem byrjaði mjög vel í Svíþjóð en meiddist svo þarf að sætta sig við það að byrja á varamannabekknum. Nýkrýndur Þýskalandsmeistari, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, og markahæsti íslenski leikmaðurinn í Pepsi Max deildar kvenna, Agla María Albertsdóttir, byrja frammi með Elínu Mettu. Glódís Perla, Alexandra, Karólína Lea og Gunnhildur Yrsa hafa byrjað alla þrjá leikina undir stjórn Þorsteins. Ísland og Írland mætast aftur á þriðjudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, sem missti af leikjunum gegn Ítalíu í apríl og hefur ekki spilað fyrir landsliðið í níu mánuði, kemur inn í byrjunarliðið og er á miðjunni ásamt Alexöndru Jóhannsdóttur og fyrirliðanum Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi í dag!Leikurinn hefst kl. 17:00 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi.Our starting lineup for the game against the Rep. of Ireland today!#dottir pic.twitter.com/WRm54oHWBJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 11, 2021 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, sem er nýorðin tvítug, er í stöðu vinstri bakvarðar í stað Hallberu Gísladóttur, reyndasta leikmannsins í íslenska hópnum. Áslaug Munda leikur sinn fimmta landsleik í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir, sem missti af Ítalíuleikjunum líkt og Dagný, stendur vaktina í miðri vörninni ásamt Glódísi Perlu Viggósdóttur sem leikur sinn 92. landsleik í dag. Elísa Viðarsdóttir er í stöðu hægri bakvarðar í sínum fertugasta landsleik. Sandra Sigurðardóttir stendur svo á milli stanganna. Elín Metta Jensen skoraði ekki í fyrstu fjórum leikjum Valsliðsins en hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum og er í byrjunarliðinu í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir sem byrjaði mjög vel í Svíþjóð en meiddist svo þarf að sætta sig við það að byrja á varamannabekknum. Nýkrýndur Þýskalandsmeistari, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, og markahæsti íslenski leikmaðurinn í Pepsi Max deildar kvenna, Agla María Albertsdóttir, byrja frammi með Elínu Mettu. Glódís Perla, Alexandra, Karólína Lea og Gunnhildur Yrsa hafa byrjað alla þrjá leikina undir stjórn Þorsteins. Ísland og Írland mætast aftur á þriðjudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira