Ísland styrkir hlutfallslega mest Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. júní 2021 10:47 Hér má sjá stjórn UNICEF á Íslandi, ásamt framkvæmdastjóra, Birnu Þórarinsdóttur. Ársfundur UNICEF á Íslandi fór fram í gær og tók Óttarr Proppé við sem stjórnarformaður landsnefndar. Þá kom fram á fundinum að hlutfallslega hæst framlög til baráttu UNICEF koma frá Íslandi. Óttarr Proppé, bóksali, tónlistarmaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra hefur setið í stjórn UNICEF frá árinu 2019 og tekur við formannssætinu af Kjartani Erni Ólafssyni. „Það er mikill heiður að vera treyst fyrir þessu hlutverki og að fá tækifæri til að leggja mitt á vogarskálarnar í þágu barna heimsins,“ segir Óttarr. Hann segir það hafa verið ánægjulegt að fylgjast með Íslendingum sýna stuðning sinn í verki til að hjálpa börnum um allan heim. Þrír nýir meðlimir tóku sæti í stjórninni í gær, þau Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Háskólans í Reykjavík og Sýnar og Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdarstjóri Heilsuverndar. Þau Sigríður Thorlacius, Kjartan Örn Ólafsson, Guðrún Nordal, Jökull Ingi Þorvaldsson og Guðrún Hálfdánardóttir munu sitja áfram í stjórninni. Öflugt innanlandsstarf í þágu barna Á ársfundinum var farið yfir tekjur UNICEF á Íslandi í fyrra, en þær námu tæpum 800 milljónum króna. Þá koma hlutfallslega hæst framlög til baráttu UNICEF frá Íslandi, mest í gegnum stuðning Heimsforeldra. UNICEF brást við ákalli stjórnvalda við upphaf heimsfaraldurs og tók þátt í að kanna stöðu viðkvæmra hópa barna. Áhersla var lögð á stöðu barna sem upplifa ofbeldi á heimilum sínum, börn sem sækja um alþjóðlega vernd og ungmenni í viðkvæmri stöðu. Þá mótmælti Ungmennaráð UNICEF brottvísun barna með því að leggja einn bangsa fyrir framan nefndasvið Alþingis, fyrir hvert barn sem vísað var úr landi og neitað um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2019. Neyð barna jókst í faraldrinum „Árið 2020 var engu líkt og neyð barna í heiminum jókst til muna vegna áhrifa Kórónuveirunnar. Meira en 1,5 milljarður barna varð fyrir áhrifum skólalokanna, 80 milljónir barna undir eins árs aldri fóru á mis við reglubundnar bólusetningar og efnahagsþrengingar og aukin fátækt í heimila jók á hungur barna,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdarstjóri. Hún segir það verða kapphlaup næstu ára að koma í veg fyrir að afleiðingar Kórónuveirunnar verði ekki áratuga bakslag í réttindum og velferð barna. Þróunarsamvinna Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Óttarr Proppé, bóksali, tónlistarmaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra hefur setið í stjórn UNICEF frá árinu 2019 og tekur við formannssætinu af Kjartani Erni Ólafssyni. „Það er mikill heiður að vera treyst fyrir þessu hlutverki og að fá tækifæri til að leggja mitt á vogarskálarnar í þágu barna heimsins,“ segir Óttarr. Hann segir það hafa verið ánægjulegt að fylgjast með Íslendingum sýna stuðning sinn í verki til að hjálpa börnum um allan heim. Þrír nýir meðlimir tóku sæti í stjórninni í gær, þau Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Háskólans í Reykjavík og Sýnar og Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdarstjóri Heilsuverndar. Þau Sigríður Thorlacius, Kjartan Örn Ólafsson, Guðrún Nordal, Jökull Ingi Þorvaldsson og Guðrún Hálfdánardóttir munu sitja áfram í stjórninni. Öflugt innanlandsstarf í þágu barna Á ársfundinum var farið yfir tekjur UNICEF á Íslandi í fyrra, en þær námu tæpum 800 milljónum króna. Þá koma hlutfallslega hæst framlög til baráttu UNICEF frá Íslandi, mest í gegnum stuðning Heimsforeldra. UNICEF brást við ákalli stjórnvalda við upphaf heimsfaraldurs og tók þátt í að kanna stöðu viðkvæmra hópa barna. Áhersla var lögð á stöðu barna sem upplifa ofbeldi á heimilum sínum, börn sem sækja um alþjóðlega vernd og ungmenni í viðkvæmri stöðu. Þá mótmælti Ungmennaráð UNICEF brottvísun barna með því að leggja einn bangsa fyrir framan nefndasvið Alþingis, fyrir hvert barn sem vísað var úr landi og neitað um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2019. Neyð barna jókst í faraldrinum „Árið 2020 var engu líkt og neyð barna í heiminum jókst til muna vegna áhrifa Kórónuveirunnar. Meira en 1,5 milljarður barna varð fyrir áhrifum skólalokanna, 80 milljónir barna undir eins árs aldri fóru á mis við reglubundnar bólusetningar og efnahagsþrengingar og aukin fátækt í heimila jók á hungur barna,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdarstjóri. Hún segir það verða kapphlaup næstu ára að koma í veg fyrir að afleiðingar Kórónuveirunnar verði ekki áratuga bakslag í réttindum og velferð barna.
Þróunarsamvinna Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira