Stóru iðnríkin ætla að gefa milljarð bóluefnaskammta Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 09:56 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, (t.v.) og Joe Biden Bandaríkjaforseti (t.h.) hafa samtals lofað fleiri en 600 milljónum skammta af bóluefni til snauðari þjóða. AP/Toby Melville Sjö helstu iðnríki heims ætla að tilkynna að þau muni gefa þróunarríkjum um allan heim að minnsta kosti milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Bandaríkin og Bretland ætla að leggja til meira en helming skammtanna. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þegar tilkynnt að hann ætli að láta alríkisstjórnina kaupa hálfan milljarð skammta af bóluefni til að gefa ríkjum sem eiga erfitt uppdráttar í faraldrinum og í gær var tilkynnt að bresk stjórnvöld ætluðu að gefa 100 milljónir skammta. Uppbygging eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn er á dagskrá fundar G7-ríkjanna svonefndu á Englandi í dag. Auk Bandaríkjanna og Bretlands eiga Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Japan sæti við borðið. „Við ætlum að hjálpa til við að leiða heiminn út úr þessum faraldri með því að vinna með alþjóðlegum bandamönnum okkar,“ sagði Biden í gær. Bóluefni gegn kórónuveirunni hefur verið verulega misskipt í heiminum. Í Bandaríkjunum safnast nú upp birgðir af skömmtum þar sem eftirspurn eftir bólusetningu fer minnkandi. Á sama tíma segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 90% Afríkuríkja muni ekki ná markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-fundarins, sagðist vonast til þess að hinir leiðtogarnir á fundinum fylgdu í fótspor þeirra Biden og kynntu heit um að gefa bóluefni til snauðari þjóða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tók vel í það og sagði að Evrópuríki ættu að fylgja í kjölfarið. Frakkar ætla að gefa að minnsta kosti þrjátíu milljónir skammta fyrir lok ársins, að sögn AP-fréttastofunnar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Boris segist hafa átt frábæran fund með Biden Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist hafa átt frábæran fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem staddur er á Englandi þessa dagana. 11. júní 2021 06:54 Bretland gefi 100 milljónir skammta bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, tilkynnti í dag að Bretland myndi gefa rúmlega 100 milljónir skammta bóluefnis til fátækari landa. 11. júní 2021 00:02 Langflest Afríkuríki ná ekki bólusetningarmarkmiði Níu af hverjum tíu Afríkuríkjum ná ekki markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er nú í uppsiglingu víða í álfunni. 10. júní 2021 14:52 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þegar tilkynnt að hann ætli að láta alríkisstjórnina kaupa hálfan milljarð skammta af bóluefni til að gefa ríkjum sem eiga erfitt uppdráttar í faraldrinum og í gær var tilkynnt að bresk stjórnvöld ætluðu að gefa 100 milljónir skammta. Uppbygging eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn er á dagskrá fundar G7-ríkjanna svonefndu á Englandi í dag. Auk Bandaríkjanna og Bretlands eiga Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Japan sæti við borðið. „Við ætlum að hjálpa til við að leiða heiminn út úr þessum faraldri með því að vinna með alþjóðlegum bandamönnum okkar,“ sagði Biden í gær. Bóluefni gegn kórónuveirunni hefur verið verulega misskipt í heiminum. Í Bandaríkjunum safnast nú upp birgðir af skömmtum þar sem eftirspurn eftir bólusetningu fer minnkandi. Á sama tíma segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 90% Afríkuríkja muni ekki ná markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-fundarins, sagðist vonast til þess að hinir leiðtogarnir á fundinum fylgdu í fótspor þeirra Biden og kynntu heit um að gefa bóluefni til snauðari þjóða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tók vel í það og sagði að Evrópuríki ættu að fylgja í kjölfarið. Frakkar ætla að gefa að minnsta kosti þrjátíu milljónir skammta fyrir lok ársins, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Boris segist hafa átt frábæran fund með Biden Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist hafa átt frábæran fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem staddur er á Englandi þessa dagana. 11. júní 2021 06:54 Bretland gefi 100 milljónir skammta bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, tilkynnti í dag að Bretland myndi gefa rúmlega 100 milljónir skammta bóluefnis til fátækari landa. 11. júní 2021 00:02 Langflest Afríkuríki ná ekki bólusetningarmarkmiði Níu af hverjum tíu Afríkuríkjum ná ekki markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er nú í uppsiglingu víða í álfunni. 10. júní 2021 14:52 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Boris segist hafa átt frábæran fund með Biden Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist hafa átt frábæran fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem staddur er á Englandi þessa dagana. 11. júní 2021 06:54
Bretland gefi 100 milljónir skammta bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, tilkynnti í dag að Bretland myndi gefa rúmlega 100 milljónir skammta bóluefnis til fátækari landa. 11. júní 2021 00:02
Langflest Afríkuríki ná ekki bólusetningarmarkmiði Níu af hverjum tíu Afríkuríkjum ná ekki markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er nú í uppsiglingu víða í álfunni. 10. júní 2021 14:52