Hammarby rak þjálfara sinn Stefan Billborn í morgun og sænsku miðlarnir Expressen og Fotbollskanalen slá því upp að Milojevic sé sá langlíklegasti til að taka við liðinu.
JUST NU: Hammarby sparkar tränaren Stefan Billborn Milos Milojevic nära att ta över, enligt uppgifter till SportExpressen https://t.co/SJxjNlKkLk pic.twitter.com/KNKzq1oHiz
— SportExpressen (@SportExpressen) June 11, 2021
Hammarby er í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar eftir átta leiki en liðið hefur unið 3 af 8 leikjum sínum. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk fyrir utan topplið Malmö en Hammarby hefur líka fengið mikið af mörkum á sig.
Milojevic er nú aðstoðarþjálfari hjá Rauðu Stjörnunni í Serbíu en hann var áður þjálfari og þar áður aðstoðarþjálfari hjá sænska liðinu Mjällby. Milos stýrði liði Mjällby AIF í 49 leikjum í neðri deildunum og liðið fékk 2,14 stig að meðaltali í þeim sem er fínasta tölfræði.
Sænska knattspyrnugoðsögnin Zlatan Ibrahimović keypti 23,5 prósenta hlut í Hammarby í nóvember árið 2019.
Milos fékk sína fyrstu þjálfarareynslu á Íslandi þar sem hann endaði líka sinn feril sem leikmaður. Hann var aðstoðarþjálfari og þjálfari hjá Víkingum og hætti síðan í byrjun tímabils og tók við liði Breiðabliks sem hann stýrði út tímabilið. Þaðan fór hann síðan til Svíþjóðar.