Það rofaði þó til og sást til sólmyrkvans. Þeir Bjössi Sigmars og Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er betur þekktur, náðu glæsilegum myndum af náttúruundrinu.
Sólmyrkvinn í dag er svonefndur deildarmyrkvi en þá skyggir tunglið á hluta skífu sólar frá jörðu séð. Frá Reykjavík skyggir tunglið á 69 prósent skífu sólarinnar en mestur varð myrkvinn á Ísafirði, 73 prósent. Myrkvinn er mun minni en sá sem gekk yfir landið 20. mars árið 2015 en þá skyggði tunglið 97 prósent af skífu sólarinnar.
Sólmyrkvinn hófst klukkan 9:06 í Reykjavík og lýkur klukkan 11:33. Því er ekki seinna vænna en að áhugasamir Íslendingar drífi sig út til að reyna að sjá glitta í undrið.