Brooks Koepka segir deilur sínar við DeChambeau góðar fyrir golfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 12:30 Brooks Kopeka er einn af bestu golfurum heims og hann vill stækka íþróttina með sérstökum hætti. EPA-EFE/TANNEN MAURY Tveir af bestu kylfingum heims eru miklir óvinir og deilur þeirra hafa flætt fram í dagsljósið á síðustu vikum. Annar þeirra segir það vera bara hið besta mál fyrir golfíþróttina. Brooks Koepka hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er í áttunda sæti á heimslistanum. DeChambeau vann síðasta Opna bandaríska meistaramótið og er í fimmta sæti á heimslistanum. Brooks Koepka var spurður um erjur sínar við Bryson DeChambeau og kom kannski með frekar óvænt svar. „Hvernig á ég að lýsa þessu? Ég veit ekki hvar þú vilt að ég byrji,“ sagði Brooks Koepka á blaðamannafundi fyrir Palmetto Championship. Koepka says DeChambeau feud good for golf and will not harm US s Ryder Cup https://t.co/RXRHGzqZnW— The Guardian (@guardian) June 9, 2021 Deilurnar eru nefnilega orðnar tveggja ára gamlar en það kom olía á eldinn fyrir tveimur vikum þegar Koepka gerði ekkert í það leyna fyrirlitningu sinni á DeChambeau þegar myndband af viðtali á PGA meistaramótinu fór á flug á netinu. Síðan þá hafa þeir verið að skjóta á hvorn annan á samfélagsmiðlum þar sem Koepka bauð meðal annars frían bjór fyrir þann áhorfanda sem yrði rekinn af golfvellinum fyrir að trufla DeChambeau á Memorial Tournament. DeChambeau var mjög ósáttur með það tilboð og talaði þá um að PGA þyrfti nú að fara að blanda sér í þetta. Koepka endaði í öðru sæti á PGA meistaramótinu á eftir Phil Mickelson. Hann var nú að tjá sig um málið í fyrsta sinn síðan að alls fór á flug á netinu. Það er ekki að heyra annað en að Koepka sé hálfgerður gerandi í málinu. 'Hey guys. It's Brooksie': Brooks Koepka pokes Bryson DeChambeau, offers free beer to fans kicked out of Memorial https://t.co/k1Di6poau4— Golfweek (@golfweek) June 5, 2021 „Ég held að þetta sé bara gott fyrir golfíþróttina. Ég er viss um það. Það er gott að golf sé nú búið að vera á öllum helstu fréttamiðlum í næstum því tvær vikur samfellt. Ég tel að það sé af hinu góða,“ sagði Koepka. „Þetta er íþrótt sem er að stækka. Ég skil samt að þessir gamalreyndu, sem vilja halda í rótgróna siði og venjur, séu ekki hrifnir. Ég átta mig á því en til að stækka íþróttina þá þurfum við að ná til yngri kynslóðarinnar. Vegna þessa máls þá vita miklu fleiri af golfíþróttinni og golf er fyrir framan fólk í fjölmiðlum. Ég er sannfærður um að golfíþróttin græði á þessu,“ sagði Koepka. Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Brooks Koepka hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er í áttunda sæti á heimslistanum. DeChambeau vann síðasta Opna bandaríska meistaramótið og er í fimmta sæti á heimslistanum. Brooks Koepka var spurður um erjur sínar við Bryson DeChambeau og kom kannski með frekar óvænt svar. „Hvernig á ég að lýsa þessu? Ég veit ekki hvar þú vilt að ég byrji,“ sagði Brooks Koepka á blaðamannafundi fyrir Palmetto Championship. Koepka says DeChambeau feud good for golf and will not harm US s Ryder Cup https://t.co/RXRHGzqZnW— The Guardian (@guardian) June 9, 2021 Deilurnar eru nefnilega orðnar tveggja ára gamlar en það kom olía á eldinn fyrir tveimur vikum þegar Koepka gerði ekkert í það leyna fyrirlitningu sinni á DeChambeau þegar myndband af viðtali á PGA meistaramótinu fór á flug á netinu. Síðan þá hafa þeir verið að skjóta á hvorn annan á samfélagsmiðlum þar sem Koepka bauð meðal annars frían bjór fyrir þann áhorfanda sem yrði rekinn af golfvellinum fyrir að trufla DeChambeau á Memorial Tournament. DeChambeau var mjög ósáttur með það tilboð og talaði þá um að PGA þyrfti nú að fara að blanda sér í þetta. Koepka endaði í öðru sæti á PGA meistaramótinu á eftir Phil Mickelson. Hann var nú að tjá sig um málið í fyrsta sinn síðan að alls fór á flug á netinu. Það er ekki að heyra annað en að Koepka sé hálfgerður gerandi í málinu. 'Hey guys. It's Brooksie': Brooks Koepka pokes Bryson DeChambeau, offers free beer to fans kicked out of Memorial https://t.co/k1Di6poau4— Golfweek (@golfweek) June 5, 2021 „Ég held að þetta sé bara gott fyrir golfíþróttina. Ég er viss um það. Það er gott að golf sé nú búið að vera á öllum helstu fréttamiðlum í næstum því tvær vikur samfellt. Ég tel að það sé af hinu góða,“ sagði Koepka. „Þetta er íþrótt sem er að stækka. Ég skil samt að þessir gamalreyndu, sem vilja halda í rótgróna siði og venjur, séu ekki hrifnir. Ég átta mig á því en til að stækka íþróttina þá þurfum við að ná til yngri kynslóðarinnar. Vegna þessa máls þá vita miklu fleiri af golfíþróttinni og golf er fyrir framan fólk í fjölmiðlum. Ég er sannfærður um að golfíþróttin græði á þessu,“ sagði Koepka.
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira