Hringdi í Hótel Flatey í leit að leigubíl Árni Sæberg skrifar 10. júní 2021 19:54 Hingað er ekki vænlegt að hringja eftir bíl í miðbæ Reykjavíkur. Hótel Flatey Starfsmanni Hótels Flateyjar brá heldur í brún á dögunum þegar hringt var í hann og beðið um „bíl á Dillon“ Pétur Oddbergur vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar ölvuð kona hringdi í móttöku Hótels Flateyjar í leit að leigubíl. Pétur Oddbergur tjáði konunni að það „gæti verið flókið mál“ enda væri hún að tala við hótelstarfsmann en ekki símaver leigubílastöðvar. Þá brást konan ókvæða við en brátt kom í ljós að reiði hennar var ekki beint að starfsmanninum. Kom í ljós að hrekkjalómur leyndist í vinahóp konunnar. Sá hafði séð sér leik á borði og slegið inn símanúmer Hótels Flateyjar, þegar konan hafði beðið hann að slá inn símanúmer leigubílastöðvar. Pétur Oddbergur segir símtalið hafa lífgað upp á kvöldið. Þó vonar hann að slíkir hrekkir verði ekki daglegt brauð eftir fréttaflutning af atvikinu, enda hafi starfsmenn hótelsins í nægu að snúast þessa dagana. Stefnir í gott sumar á Flatey Aðspurður segir Pétur Oddbergur allt stefna í gott sumar á Hótel Flatey. Allt sé uppbókað um helgina og bókunarstaðan sé góð út sumarið. Erlendir ferðamenn eru byrjaðir að streyma til Flateyjar en þar ber hæst á hópum sem freista þess að skoða fjölbreytt fuglalíf eyjunnar. Pétur Oddbergur segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að Sæferðir, fyrirtækið sem gerir út ferjuna Baldur til Flateyjar, hafi fækkað ferðum úr tveimur í eina á dag. Langflestir kjósi hvort sem er að verja nótt á eyjunni og Baldur rúmi fleiri en hótelið. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Reykhólahreppur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Pétur Oddbergur vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar ölvuð kona hringdi í móttöku Hótels Flateyjar í leit að leigubíl. Pétur Oddbergur tjáði konunni að það „gæti verið flókið mál“ enda væri hún að tala við hótelstarfsmann en ekki símaver leigubílastöðvar. Þá brást konan ókvæða við en brátt kom í ljós að reiði hennar var ekki beint að starfsmanninum. Kom í ljós að hrekkjalómur leyndist í vinahóp konunnar. Sá hafði séð sér leik á borði og slegið inn símanúmer Hótels Flateyjar, þegar konan hafði beðið hann að slá inn símanúmer leigubílastöðvar. Pétur Oddbergur segir símtalið hafa lífgað upp á kvöldið. Þó vonar hann að slíkir hrekkir verði ekki daglegt brauð eftir fréttaflutning af atvikinu, enda hafi starfsmenn hótelsins í nægu að snúast þessa dagana. Stefnir í gott sumar á Flatey Aðspurður segir Pétur Oddbergur allt stefna í gott sumar á Hótel Flatey. Allt sé uppbókað um helgina og bókunarstaðan sé góð út sumarið. Erlendir ferðamenn eru byrjaðir að streyma til Flateyjar en þar ber hæst á hópum sem freista þess að skoða fjölbreytt fuglalíf eyjunnar. Pétur Oddbergur segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að Sæferðir, fyrirtækið sem gerir út ferjuna Baldur til Flateyjar, hafi fækkað ferðum úr tveimur í eina á dag. Langflestir kjósi hvort sem er að verja nótt á eyjunni og Baldur rúmi fleiri en hótelið.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Reykhólahreppur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira