Ekkert bendir til netárásar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júní 2021 11:32 Guðmundur segir áhrif bilunarinnar áhyggjuefni. Mikilvægt sé að setja ekki öll eggin í sömu körfu. Vísir/Samsett Bilun hjá fyrirtækinu Fastly olli því að mikill fjöldi vefsíðna lá niðri um heim allan í morgun. Forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunnar segir bilunina áhyggjuefni. Mörgum var eflaust brugðið í morgun þegar þeir ætluðu að lesa fréttir breska ríkisútvarpsins, horfa á streymi á Twitch eða versla á Amazon enda lágu vefsíðurnar niðri, líkt og gríðarlegur fjöldi annarra. Vefsíðurnar eru nú flestar komnar upp á nýjan leik en svo virðist sem bilun hjá fyrirtækinu Fastly, svokallaðri framendaspeglunarþjónustu, hafi orðið til þess að vefsíðurnar hafi ekki getað náð í efnið sem þær eiga að veita. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir fjölmargar stórar vefsíður á heimsvísu nýta sér þjónustu Fastly. Viðbrögðin við árás væru allt önnur „Það er ekkert sem bendir til þess að um árás sé að ræða. Fastly hafa látið vita hver staðan er og tilkynntu á Reddit rétt fyrir klukkan 11 að þeir hafi fundið út úr því hver bilunin er og væru að innleiða úrlausn á þeirri bilun,“ segir Guðmundur. Viðbrögðin væru önnur ef árás hefði valdið röskuninni. Hann segir þó áhyggjuefni að bilun hjá einu fyrirtæki valdi svona miklum truflunum á heimsvísu. „Það er mikilvægt fyrir þá sem eru að sinna framendaþjónustu á vefnum og eru með þessi þjónustuframboð á internetinu að ef vefsíðan er að notfæra sér framspeglunarþjónustu, eins og Fastly býður upp á, að hugsa um umfremdina, eða redundancy. Þetta gamla góða með að setja ekki öll eggin í sömu körfuna,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. Tækni Fjarskipti Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Mörgum var eflaust brugðið í morgun þegar þeir ætluðu að lesa fréttir breska ríkisútvarpsins, horfa á streymi á Twitch eða versla á Amazon enda lágu vefsíðurnar niðri, líkt og gríðarlegur fjöldi annarra. Vefsíðurnar eru nú flestar komnar upp á nýjan leik en svo virðist sem bilun hjá fyrirtækinu Fastly, svokallaðri framendaspeglunarþjónustu, hafi orðið til þess að vefsíðurnar hafi ekki getað náð í efnið sem þær eiga að veita. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir fjölmargar stórar vefsíður á heimsvísu nýta sér þjónustu Fastly. Viðbrögðin við árás væru allt önnur „Það er ekkert sem bendir til þess að um árás sé að ræða. Fastly hafa látið vita hver staðan er og tilkynntu á Reddit rétt fyrir klukkan 11 að þeir hafi fundið út úr því hver bilunin er og væru að innleiða úrlausn á þeirri bilun,“ segir Guðmundur. Viðbrögðin væru önnur ef árás hefði valdið röskuninni. Hann segir þó áhyggjuefni að bilun hjá einu fyrirtæki valdi svona miklum truflunum á heimsvísu. „Það er mikilvægt fyrir þá sem eru að sinna framendaþjónustu á vefnum og eru með þessi þjónustuframboð á internetinu að ef vefsíðan er að notfæra sér framspeglunarþjónustu, eins og Fastly býður upp á, að hugsa um umfremdina, eða redundancy. Þetta gamla góða með að setja ekki öll eggin í sömu körfuna,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS.
Tækni Fjarskipti Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira