Katrín Halldóra til liðs við Þjóðleikhúsið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. júní 2021 09:01 Katrín Halldóra Sigurðardóttir sló í gegn sem Ellý í Borgarleikhúsinu. Hún er nú komin á samning hjá Þjóðleikhúsinu. Þjóðleikhúsið Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir hefur samið við Þjóðleikhúsið og bætist nú í leikarahóp hússins. „Katrín Halldóra hefur vakið mikla athygli fyrir einstaka frammistöðu sína á sviði undanfarin ár og segja má að hún hafi skotist upp á stjörnuhimininn með ógleymanlegri frammistöðu sinni í sýningunni Ellý í Borgarleikhúsinu þar sem hún hefur starfað undanfarin ár. Þar áður lék hún hjá Þjóðleikhúsinu, meðal annars í hinni geysivinsælu sýningu Í hjarta Hróa Hattar. Auk leiklistarnáms þá stundaði Katrín Halldóra söngnám, bæði hér á landi og í Danmörku,“ segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Katrín, líkt og aðrir listamenn Þjóðleikhússins, er þegar komin á fullt í undirbúningi fyrir næsta leikár. Á meðal verkefna hennar verða meðal annars stórt hlutverk í söngleiknum Sem á himni sem Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir en þar munu alls 25 leikarar taka þátt auk 12 manna hljómsveitar. Þá mun hún takast á við nýlegt verk eftir Caryl Churchill, Ást og upplýsingar, sem Una Þorleifsdóttir leikstýrir, í þýðingu Auðar Övu. „Undanfarið hafa margir öflugir listamenn bæst í fastan hóp listamanna hússins og má þar nefna Unni Ösp Stefánsdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Hilmi Snæ Guðnason, Hilmar Guðjónsson, Ólaf Egil Egilsson, Ilmi Stefánsdóttur, Björn Berstein Guðmundsson og Hrafnhildi Hagalín. Það er mikill fengur fyrir Þjóðleikhúsið að hafa nú slíka leik- og söngkonu í sínum röðum,“ segir í enn fremur í tilkynningunni. Vistaskipti Leikhús Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Katrín Halldóra hefur vakið mikla athygli fyrir einstaka frammistöðu sína á sviði undanfarin ár og segja má að hún hafi skotist upp á stjörnuhimininn með ógleymanlegri frammistöðu sinni í sýningunni Ellý í Borgarleikhúsinu þar sem hún hefur starfað undanfarin ár. Þar áður lék hún hjá Þjóðleikhúsinu, meðal annars í hinni geysivinsælu sýningu Í hjarta Hróa Hattar. Auk leiklistarnáms þá stundaði Katrín Halldóra söngnám, bæði hér á landi og í Danmörku,“ segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Katrín, líkt og aðrir listamenn Þjóðleikhússins, er þegar komin á fullt í undirbúningi fyrir næsta leikár. Á meðal verkefna hennar verða meðal annars stórt hlutverk í söngleiknum Sem á himni sem Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir en þar munu alls 25 leikarar taka þátt auk 12 manna hljómsveitar. Þá mun hún takast á við nýlegt verk eftir Caryl Churchill, Ást og upplýsingar, sem Una Þorleifsdóttir leikstýrir, í þýðingu Auðar Övu. „Undanfarið hafa margir öflugir listamenn bæst í fastan hóp listamanna hússins og má þar nefna Unni Ösp Stefánsdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Hilmi Snæ Guðnason, Hilmar Guðjónsson, Ólaf Egil Egilsson, Ilmi Stefánsdóttur, Björn Berstein Guðmundsson og Hrafnhildi Hagalín. Það er mikill fengur fyrir Þjóðleikhúsið að hafa nú slíka leik- og söngkonu í sínum röðum,“ segir í enn fremur í tilkynningunni.
Vistaskipti Leikhús Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira