Yfirvöld segja að önnur lestin hafi farið út af spori sínu og yfir spor hinnar sem kom úr gagnstæðri átt. Seinni lestin skall svo á þeirri sem fyrir var á teinunum af miklu afli þannig að hún fór á hliðina.
Átta lestarvagnar eyðilögðust í árekstrinum og er enn unnið að björgunarstörfum á vettvangi.
Imran Khan forsætisráðherra Pakistana segist sleginn yfir atvikinu og hann lofar ítarlegri rannsókn á lestarkerfinu í Pakistan og öryggismálum því tengdu.
Lestarslys eru algeng í landinu og dauðsföll oft mörg sökum þess hve yfirfullar lestarnar eru oft og tíðum.