Vill rannsókn á andláti eiginkonu sinnar sem lést degi eftir bólusetningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 20:51 Trausti Leósson segist ekki áfellast stjórnvöld fyrir andlát konu sinnar. skjáskot/RÚV Fjölskylda konu sem lést sólarhring eftir að hún var bólusett með AstraZeneca vill að rannsókn fari fram á því hvort andlátið hafi verið bóluefninu að kenna. Trausti Leósson, ekkill konunnar, sagði í kvöldfréttum RÚV að sú atburðarás sem hafi farið í gang eftir að kona hans fékk bólusetningu hafi valdið því að hún dó. Hann segir mikilvægt að komist verði að því hvort hægt sé beinlínis að kenna bóluefninu um. Varð veik eftir sprautuna Trausti, sem er 74 ára, og Þyri Kap Árnadóttir, sem var 72 ára, fengu bæði boð í bólusetningu með AstraZeneca þann 26. mars. „Kvöldið áður en hún fór í bólusetningu þá sagði hún: Ég náttúrulega geri það sem er ætlast til af mér í kerfinu en ef að einn af mörgþúsund þolir ekki þetta bóluefni þá er voða leiðinlegt að vera sá eini,“ sagði Trausti. Eftir sprautuna fékk Þyri beinverki, missti matarlyst og svaf lítið. Daginn eftir var hún ekkert skárri og ákvað að fara í bað því henni var svo kalt. Trausti kom síðan að henni meðvitundarlausri í baðkarinu. „Sérfræðilæknar, hjartalæknar og allir mögulegir reyndu endurlífgun í tvo klukkutíma sem ég held að hljóti að vera bara met þar. En því miður þá bar það ekki árangur.“ Trausti fékk SMS nú fyrir helgi þar sem hann var boðaður í seinni sprautu sína. Hann ákvað þá að kíkja í síma Þyriar og sá þá að hún hafði líka fengið boð í seinni sprautu. Áfellist ekki stjórnvöld Ef rannsókn leiðir í ljós að dauðsfallið var bóluefninu að kenna vill fjölskyldan að það verði gert opinbert svo fólk geti afþakkað bólusetningu ef það vill. „Sú atburðarás sem fór í gang eftir að hún fékk sprautuna olli því að hún dó. Það var eins og bóluefnið hefði sett í gang eitthvert ferli en hvort það er hægt að kenna því beinlínis um, það vitum við ekkert um,“ sagði Trausti. Spurður hvort hann áfellist stjórnvöld sagði hann: „Nei, nei. Ég geri það ekki, þau hafa staðið sig mjög vel í þessu. En mér finnst þau kannski hafa verið einum of gráðug að nota þetta bóluefni á meðan aðrir vilja ekki nota það.“ Þyri Kap var vinsæll dönskukennari, síðast í Menntaskólanum í Reykjavík. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Trausti Leósson, ekkill konunnar, sagði í kvöldfréttum RÚV að sú atburðarás sem hafi farið í gang eftir að kona hans fékk bólusetningu hafi valdið því að hún dó. Hann segir mikilvægt að komist verði að því hvort hægt sé beinlínis að kenna bóluefninu um. Varð veik eftir sprautuna Trausti, sem er 74 ára, og Þyri Kap Árnadóttir, sem var 72 ára, fengu bæði boð í bólusetningu með AstraZeneca þann 26. mars. „Kvöldið áður en hún fór í bólusetningu þá sagði hún: Ég náttúrulega geri það sem er ætlast til af mér í kerfinu en ef að einn af mörgþúsund þolir ekki þetta bóluefni þá er voða leiðinlegt að vera sá eini,“ sagði Trausti. Eftir sprautuna fékk Þyri beinverki, missti matarlyst og svaf lítið. Daginn eftir var hún ekkert skárri og ákvað að fara í bað því henni var svo kalt. Trausti kom síðan að henni meðvitundarlausri í baðkarinu. „Sérfræðilæknar, hjartalæknar og allir mögulegir reyndu endurlífgun í tvo klukkutíma sem ég held að hljóti að vera bara met þar. En því miður þá bar það ekki árangur.“ Trausti fékk SMS nú fyrir helgi þar sem hann var boðaður í seinni sprautu sína. Hann ákvað þá að kíkja í síma Þyriar og sá þá að hún hafði líka fengið boð í seinni sprautu. Áfellist ekki stjórnvöld Ef rannsókn leiðir í ljós að dauðsfallið var bóluefninu að kenna vill fjölskyldan að það verði gert opinbert svo fólk geti afþakkað bólusetningu ef það vill. „Sú atburðarás sem fór í gang eftir að hún fékk sprautuna olli því að hún dó. Það var eins og bóluefnið hefði sett í gang eitthvert ferli en hvort það er hægt að kenna því beinlínis um, það vitum við ekkert um,“ sagði Trausti. Spurður hvort hann áfellist stjórnvöld sagði hann: „Nei, nei. Ég geri það ekki, þau hafa staðið sig mjög vel í þessu. En mér finnst þau kannski hafa verið einum of gráðug að nota þetta bóluefni á meðan aðrir vilja ekki nota það.“ Þyri Kap var vinsæll dönskukennari, síðast í Menntaskólanum í Reykjavík.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira