Kolbeinn leikur með U23 ára liði félagsins sem leikur í Regionalliga West, sem er fjórða efsta deildin í þýska deildarfyrirkomulaginu.
Deildinni lauk í dag þegar Kolbeinn lék allan leikinn í 2-1 sigri Dortmund á Wuppertaler.
Með sigrinum tryggði Dortmund sér efsta sæti deildarinnar og sæti í þýsku C-deildinni á komandi leiktíð en liðið tapaði aðeins einum leik á tímabilinu og hafnaði í efsta sæti deildarinnar með 96 stig, þremur stigum meira en Essen sem hafnaði í öðru sæti.
Kolbeinn Birgir er uppalinn hjá Fylki þar sem hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki en hefur verið á mála hjá hollenska liðinu Groningen og enska liðinu Brentford áður en hann gekk í raðir Dortmund.