Vålerenga er með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina en þær lentu undir í fyrri hálfleik.
Gestirnir jöfnuðu metin úr vítspyrnu á 61. mínútu og skoruðu sigurmarkið fjórum mínútum síðar. Lokatölur 2-1.
Guðbjörg Gunnarsdóttir sat allan tímann á bekknum er Arna Björnar tapaði 0-2 fyrir Rosenborg á heimavelli.
Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn fyrir Djurgården sem vann 1-0 sigur á Eskilstuna á heimavelli.
Þetta var einungis annar sigur Djurgården í fyrstu átta leikjunum og er liðið í 11. sæti af tólf mögulegum.