Tíu ár frá Grímsvatnagosinu – hátíðarhöld á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2021 12:17 Kirkjubæjarskóli þveginn eftir gosið í Grímsvötnum 2011. Aðsend Íbúar Skaftárhrepps minnast þess í dag með hátíðarhöldum á Kirkjubæjarklaustri að nú er tíu ár liðin frá því að eldgos hófst í Grímsvötnum. Mikið öskufall fygldi gosinu, sem hafði áhrif á lífið í sveitarfélaginu. Þann 21. maí síðastliðinn voru liðin tíu ár frá því að gos hófst í Grímsvötnum en ári áður var gos á Fimmvörðuhálsi og síðan gaus Eyjafjallajökull og stöðvaði alla umferð um Evrópu og víðar um heiminn. Gosið í Grímsvötnum stóð yfir í viku og fylgdi því mikið öskufall, sem olli íbúum Skaftárhrepps miklum áhyggjum. Mikil vinna fór í að þrífa allt innan sem utan og askan hafði áhrif á allt samfélagið næstu daga og sumarið. Íbúar sveitarfélagsins kalla hátíð dagsins „Öskuminningar“ þar sem boðið verður upp á veglega dagskrá frá 15:00 til 18:00 í dag á félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Klaustri. Túlípanar og aska í Skaftárhreppi í maí 2011.Erla Þórey Lilja Magnúsdóttir er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps. „Þar verður tónverk flutt, sem er búið að semja sérstaklega en það er tónlistarskólastjórinn okkar hérna, Zbigniew Zuchowicz, sem hefur samið það. Svo eru tveir sem spila með honum, eða Teresa konan hans og Brian Haroldsson, sem er skólastjórinn í Vík og meðan þau leika verið verða sýndar ljósmyndir frá þessum dögum á stóru tjaldi. Þannig að þetta verður svona bíó eins og í gamla daga þar sem Chaplin var á skjánum,“ segir Lilja. Nokkur erindi verða líka haldin, m.a. um sálgæslu í hamförum, áhrif eldgosa á raforkukerfið og um Grímsvötn og gossögu þeirra. En hvernig líður íbúum í dag, tíu árum eftir gosið? „Ég held að flestir séu búnir með þennan pakka en við sjáum samt einstaka sinnum ösku þegar það er búið að vera þurrt í nokkra daga og það kemur norðan átt, þá kemur þetta yfir okkur aftur. Það eru samt einhverjir, sem eiga mjög slæmar minningar um gosið, leið illa og það er kannski ekki, sem við erum vön að tala mikið um, hvernig leið þér? Við erum að tala um eitthvað, sem við gætum fest hendi á eins og hvað var mikið myrkur, hvað var mikil aska og svona,“ bætir Lilja við. Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps stendur fyrir veitingasölu í kaffihléinu á Kirkjuhvoli en allur ágóðinn rennur til slökkviliðs sveitarfélagsins. En eru allir velkomnir að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins á Kirkjubæjarklaustri? „Já, fólk er velkomið ef að það vill renna hingað austur til okkar og njóta þessa að vera með okkur.“ Hraunkotslömbin í öskunni í maí 2011.Erla Þórey Dagskrá dagsins á Kirkjubæjarklaustri í dag: Hátíð í Kirkjuhvoli frá kl 15:00 - 18:00 15:00 Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, setur hátíðina. 15:10 Leikið verður nýtt tónverk sem samið er sérstaklega fyrir þessa hátíð. Gos í tónum og mynd sem Zbigniew Zuchowicz hefur samið í tilefni dagsins, með tónskáldinu leika þau Teresa Zuchowicz og Brian Haroldsson. Á meðan verkið er leikið verða sýndar ljósmyndir frá íbúum Skaftárhrepps á stóru tjaldi. 15:30 Grímsvötn 2011 í baksýnisspeglinum. Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur. 15:50 Sálgæsla í hamförum. Sr. Ingólfur Hartvigsson. 16:10 Áhrif eldgosa á raforkukerfið. Halldór Halldórsson, öryggisstjóri hjá Landsneti og formaður NSR (Neyðarsamstarf raforkukerfisins) fjallar um þau áhrif sem eldgos geta haft ef þau verða í námunda við raforkuframleiðslu, flutning eða dreifingu rafmagns. 16:30 Hlé. Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps stendur fyrir veitingasölu í kaffihléi. Ágóðinn rennur til slökkviliðs sveitarfélagsins. Kaffi og terta kostar 1000 kr. (enginn posi). 16:50 Hvernig líður þér í dag? Lilja Magnúsdóttir ræðir líðan fólks á gostímanum. 17:00 Grímsvötn og gossaga þeirra - tíðni og eðli gosa. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, talar um eldgos í Grímsvötnum. 17:25 Öskubörn. Hafdís Gígja var barn á Kálfafelli í Fljótshverfi, hún segir frá eigin upplifun. 17:40 Hljómsveitin Öskukallarnir leika Öskulög og Öskublús. Hér gætu verið leynigestir! Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Þann 21. maí síðastliðinn voru liðin tíu ár frá því að gos hófst í Grímsvötnum en ári áður var gos á Fimmvörðuhálsi og síðan gaus Eyjafjallajökull og stöðvaði alla umferð um Evrópu og víðar um heiminn. Gosið í Grímsvötnum stóð yfir í viku og fylgdi því mikið öskufall, sem olli íbúum Skaftárhrepps miklum áhyggjum. Mikil vinna fór í að þrífa allt innan sem utan og askan hafði áhrif á allt samfélagið næstu daga og sumarið. Íbúar sveitarfélagsins kalla hátíð dagsins „Öskuminningar“ þar sem boðið verður upp á veglega dagskrá frá 15:00 til 18:00 í dag á félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Klaustri. Túlípanar og aska í Skaftárhreppi í maí 2011.Erla Þórey Lilja Magnúsdóttir er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps. „Þar verður tónverk flutt, sem er búið að semja sérstaklega en það er tónlistarskólastjórinn okkar hérna, Zbigniew Zuchowicz, sem hefur samið það. Svo eru tveir sem spila með honum, eða Teresa konan hans og Brian Haroldsson, sem er skólastjórinn í Vík og meðan þau leika verið verða sýndar ljósmyndir frá þessum dögum á stóru tjaldi. Þannig að þetta verður svona bíó eins og í gamla daga þar sem Chaplin var á skjánum,“ segir Lilja. Nokkur erindi verða líka haldin, m.a. um sálgæslu í hamförum, áhrif eldgosa á raforkukerfið og um Grímsvötn og gossögu þeirra. En hvernig líður íbúum í dag, tíu árum eftir gosið? „Ég held að flestir séu búnir með þennan pakka en við sjáum samt einstaka sinnum ösku þegar það er búið að vera þurrt í nokkra daga og það kemur norðan átt, þá kemur þetta yfir okkur aftur. Það eru samt einhverjir, sem eiga mjög slæmar minningar um gosið, leið illa og það er kannski ekki, sem við erum vön að tala mikið um, hvernig leið þér? Við erum að tala um eitthvað, sem við gætum fest hendi á eins og hvað var mikið myrkur, hvað var mikil aska og svona,“ bætir Lilja við. Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps stendur fyrir veitingasölu í kaffihléinu á Kirkjuhvoli en allur ágóðinn rennur til slökkviliðs sveitarfélagsins. En eru allir velkomnir að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins á Kirkjubæjarklaustri? „Já, fólk er velkomið ef að það vill renna hingað austur til okkar og njóta þessa að vera með okkur.“ Hraunkotslömbin í öskunni í maí 2011.Erla Þórey Dagskrá dagsins á Kirkjubæjarklaustri í dag: Hátíð í Kirkjuhvoli frá kl 15:00 - 18:00 15:00 Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, setur hátíðina. 15:10 Leikið verður nýtt tónverk sem samið er sérstaklega fyrir þessa hátíð. Gos í tónum og mynd sem Zbigniew Zuchowicz hefur samið í tilefni dagsins, með tónskáldinu leika þau Teresa Zuchowicz og Brian Haroldsson. Á meðan verkið er leikið verða sýndar ljósmyndir frá íbúum Skaftárhrepps á stóru tjaldi. 15:30 Grímsvötn 2011 í baksýnisspeglinum. Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur. 15:50 Sálgæsla í hamförum. Sr. Ingólfur Hartvigsson. 16:10 Áhrif eldgosa á raforkukerfið. Halldór Halldórsson, öryggisstjóri hjá Landsneti og formaður NSR (Neyðarsamstarf raforkukerfisins) fjallar um þau áhrif sem eldgos geta haft ef þau verða í námunda við raforkuframleiðslu, flutning eða dreifingu rafmagns. 16:30 Hlé. Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps stendur fyrir veitingasölu í kaffihléi. Ágóðinn rennur til slökkviliðs sveitarfélagsins. Kaffi og terta kostar 1000 kr. (enginn posi). 16:50 Hvernig líður þér í dag? Lilja Magnúsdóttir ræðir líðan fólks á gostímanum. 17:00 Grímsvötn og gossaga þeirra - tíðni og eðli gosa. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, talar um eldgos í Grímsvötnum. 17:25 Öskubörn. Hafdís Gígja var barn á Kálfafelli í Fljótshverfi, hún segir frá eigin upplifun. 17:40 Hljómsveitin Öskukallarnir leika Öskulög og Öskublús. Hér gætu verið leynigestir!
Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira