Kilroy lýkur 1,4 milljarða endurfjármögnun og sækir á nýja markaði Eiður Þór Árnason skrifar 4. júní 2021 10:04 Kilroy rekur ferðaskrifstofur á öllum Norðurlöndunum, Hollandi og Belgíu. Aðsend Ferðaskrifstofan Kilroy International A/S hefur lokið við endurfjármögnun sem nemur 1.400 milljónum króna. Stendur til að nýta fjármagnið til að styrkja rekstur fyrirtækisins og sækja hugsanlega inn á nýja markaði þegar ferðamarkaðir halda áfram að opnast. Kilroy er í meirihlutaeigu fjárfestingafélagsins Íslensk fjárfesting og er um að ræða blöndu af nýju hlutafé og lánsfé sem lagt er fram af núverandi eigendum auk Vækstfonden fjárfestingarsjóðsins í Danmörku og Danske Bank. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kilroy en þar segir að fyrirtækið sé ein af stærri ferðaskrifstofum á Norðurlöndunum og velti jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna árið 2019. Fyrirtækið hafi skilað góðum hagnaði síðustu ár og verið skuldlaust fyrir faraldurinn. Standi sterkt í samanburði við helstu keppinauta „Eigendur fyrirtækisins búast við að markaðir taki hratt við sér síðar á þessu ári í kjölfar afléttingar ferðahamla. Við þær aðstæður sé mikilvægt að KILROY sé reiðubúið til að vaxa hratt og í stöðu til að nýta þau tækifæri sem munu skapast á ferðamarkaði, bæði á núverandi og hugsanlega einnig nýjum mörkuðum.“ Fram kemur í tilkynningu að Kilroy hafi orðið fyrir miklu tekjutapi á síðasta ári líkt og flest önnur ferðafyrirtæki. Þrátt fyrir mikið rekstrartap í sögulegu samhengi hafi fyrirtækið komist klakklaust í gegnum þetta tímabil. Þá standi fyrirtækið fjárhagslega sterkt í samanburði við helstu keppinauta sína eftir endurfjármögnunina. Uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki Arnar Þórisson, stjórnarformaður Kilroy, segir ýmis tækifæri í sjónmáli: „Við sjáum skýr merki þess að markaðir séu að taka við sér. Fjöldi fyrirspurna um ferðir hjá Kilroy hefur aukist hröðum skrefum. Það er augljóslega mikil þörf fyrir ráðleggingar ferðasérfræðinga um hvort og hvenær sé óhætt að ferðast til hinna ýmsu staða og þar erum við á heimavelli. Við finnum einnig að það er uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki og við teljum að það gætu skapast tækifæri fyrir Kilroy að sækja inn á nýja markaði á næstu árum.“ Kilroy rekur ferðaskrifstofur á öllum Norðurlöndunum, Hollandi og Belgíu undir nokkrum mismunandi vörumerkjum. Fyrirtækið hefur undanfarin ár velt á fjórða tug milljarða og verið með um það bil 450 starfsmenn, að sögn forstöðumanna. Ferðalög Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Sjá meira
Kilroy er í meirihlutaeigu fjárfestingafélagsins Íslensk fjárfesting og er um að ræða blöndu af nýju hlutafé og lánsfé sem lagt er fram af núverandi eigendum auk Vækstfonden fjárfestingarsjóðsins í Danmörku og Danske Bank. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kilroy en þar segir að fyrirtækið sé ein af stærri ferðaskrifstofum á Norðurlöndunum og velti jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna árið 2019. Fyrirtækið hafi skilað góðum hagnaði síðustu ár og verið skuldlaust fyrir faraldurinn. Standi sterkt í samanburði við helstu keppinauta „Eigendur fyrirtækisins búast við að markaðir taki hratt við sér síðar á þessu ári í kjölfar afléttingar ferðahamla. Við þær aðstæður sé mikilvægt að KILROY sé reiðubúið til að vaxa hratt og í stöðu til að nýta þau tækifæri sem munu skapast á ferðamarkaði, bæði á núverandi og hugsanlega einnig nýjum mörkuðum.“ Fram kemur í tilkynningu að Kilroy hafi orðið fyrir miklu tekjutapi á síðasta ári líkt og flest önnur ferðafyrirtæki. Þrátt fyrir mikið rekstrartap í sögulegu samhengi hafi fyrirtækið komist klakklaust í gegnum þetta tímabil. Þá standi fyrirtækið fjárhagslega sterkt í samanburði við helstu keppinauta sína eftir endurfjármögnunina. Uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki Arnar Þórisson, stjórnarformaður Kilroy, segir ýmis tækifæri í sjónmáli: „Við sjáum skýr merki þess að markaðir séu að taka við sér. Fjöldi fyrirspurna um ferðir hjá Kilroy hefur aukist hröðum skrefum. Það er augljóslega mikil þörf fyrir ráðleggingar ferðasérfræðinga um hvort og hvenær sé óhætt að ferðast til hinna ýmsu staða og þar erum við á heimavelli. Við finnum einnig að það er uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki og við teljum að það gætu skapast tækifæri fyrir Kilroy að sækja inn á nýja markaði á næstu árum.“ Kilroy rekur ferðaskrifstofur á öllum Norðurlöndunum, Hollandi og Belgíu undir nokkrum mismunandi vörumerkjum. Fyrirtækið hefur undanfarin ár velt á fjórða tug milljarða og verið með um það bil 450 starfsmenn, að sögn forstöðumanna.
Ferðalög Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Sjá meira