Í tilkynningu á vef samtakanna segir að Ásgeir hafi starfað með eða hjá Hjartaheillum um þrjátíu ára skeið, fyrstu tíu árin sem sjálfboðaliði í félagsstarfinu en síðan sem fastur starfsmaður.
„Síðustu árin starfaði Ásgeir sem framkvæmdastjóri félagsins en hann lætur nú af störfum að eigin ósk og hyggst snúa sér að eigin hugðarefnum.
Stjórn Hjartaheilla þakkar Ásgeiri áratuga samstarf og dygga þjónustu við félagið og starf þess. Myndin er tekin við athöfn í húsakynnum félagsins þegar stjórn Hjartaheilla færði Ásgeiri virðingarvott og gjöf af tilefni starfslokanna,“ segir í tilkynningunni.