Uppátækjasami meistarinn sem vill segja fleiri brandara Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2021 15:30 A Lim Kim með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið US Open í desember. Getty/Carmen Mandato Suðurkóreski „grallaraspóinn“ A Lim Kim þykir ekki sigurstrangleg á Opna bandaríska mótinu, einu risamótanna fimm í golfi kvenna, sem hefst í dag. Þannig var það líka síðast þegar mótið fór fram en samt vann hún. Kim hefur titilvörn sína klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma en leikið er í San Francisco. Á síðasta ári fór mótið ekki fram fyrr en í desember, vegna kórónuveirufaraldursins, en þá fagnaði Kim óvæntum sigri í Houston eftir að hafa náð sér í fugl á þremur síðustu holunum. Kim fékk eina milljón Bandaríkjadala í verðlaun, jafnvirði um 120 milljóna króna, fyrir sigurinn. Samkvæmt veðbönkum eru hins vegar margar aðrar líklegri til að fagna sigri að þessu sinni. Þar eru efstar á blaði Inbee Park, Jin Young Ko, Lydia Ko og Sei Young Kim. Áhorfendur munu þó eflaust fylgjast vel með Lim Kim sem þrátt fyrir að tala ekki fullkomna ensku reynir sitt besta til að gefa af sér í viðtölum, grínast og hafa gaman. „Ég er svo rosalega uppátækjasöm, lítil stelpa,“ sagði Kim í viðtali við heimasíðu LPGA, þar sem þess er getið að kannski hafi eitthvað skolast til í því sem hún ætlaði sér að segja. „Ef að enskan mín vær nógu góð þá gæti ég verið að grínast við alla. Ég get það ekki enn en það er markmiðið mitt núna,“ sagði Kim. Fólk segir að ég sé alls ekki venjuleg „Mér til óvæntrar ánægju þá hefur samt svo margt fólk sem ég þekki ekki tekið mér ofboðslega vel. Það kemur fram við mig eins og ríkjandi meistara. Það snerti mig. Allir eru svo vingjarnlegir,“ sagði Kim og bætti við: „Mér er sagt að ég sé mjög sérstök og skemmtileg. Hingað til hefur fólk sagt að ég sé alls ekki venjuleg.“ Ástralinn Graeme Courts er kylfuberi meistarans. Hann segir að golfáhugafólk eigi eftir að dýrka Kim þegar hún hefur náð betri tökum á enskunni. „Hún á það til að líta á mig með samanbitnar varir og segja: „Mig langar að segja brandara en ég kann ekki ensku orðin.“ Þetta fer í taugarnar á henni en hún er að vinna í þessu. Hún er hjá kennara og bara síðan í mars hefur hún náð ótrúlegum framförum. Vonandi nær fólk að kynnast henni. Það munu allir dýrka hana,“ sagði Courts. US Women‘s Open hefst í dag og stendur yfir fram á sunnudag. Alla dagana verður bein útsending á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin í kvöld kl. 23 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna bandaríska Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Kim hefur titilvörn sína klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma en leikið er í San Francisco. Á síðasta ári fór mótið ekki fram fyrr en í desember, vegna kórónuveirufaraldursins, en þá fagnaði Kim óvæntum sigri í Houston eftir að hafa náð sér í fugl á þremur síðustu holunum. Kim fékk eina milljón Bandaríkjadala í verðlaun, jafnvirði um 120 milljóna króna, fyrir sigurinn. Samkvæmt veðbönkum eru hins vegar margar aðrar líklegri til að fagna sigri að þessu sinni. Þar eru efstar á blaði Inbee Park, Jin Young Ko, Lydia Ko og Sei Young Kim. Áhorfendur munu þó eflaust fylgjast vel með Lim Kim sem þrátt fyrir að tala ekki fullkomna ensku reynir sitt besta til að gefa af sér í viðtölum, grínast og hafa gaman. „Ég er svo rosalega uppátækjasöm, lítil stelpa,“ sagði Kim í viðtali við heimasíðu LPGA, þar sem þess er getið að kannski hafi eitthvað skolast til í því sem hún ætlaði sér að segja. „Ef að enskan mín vær nógu góð þá gæti ég verið að grínast við alla. Ég get það ekki enn en það er markmiðið mitt núna,“ sagði Kim. Fólk segir að ég sé alls ekki venjuleg „Mér til óvæntrar ánægju þá hefur samt svo margt fólk sem ég þekki ekki tekið mér ofboðslega vel. Það kemur fram við mig eins og ríkjandi meistara. Það snerti mig. Allir eru svo vingjarnlegir,“ sagði Kim og bætti við: „Mér er sagt að ég sé mjög sérstök og skemmtileg. Hingað til hefur fólk sagt að ég sé alls ekki venjuleg.“ Ástralinn Graeme Courts er kylfuberi meistarans. Hann segir að golfáhugafólk eigi eftir að dýrka Kim þegar hún hefur náð betri tökum á enskunni. „Hún á það til að líta á mig með samanbitnar varir og segja: „Mig langar að segja brandara en ég kann ekki ensku orðin.“ Þetta fer í taugarnar á henni en hún er að vinna í þessu. Hún er hjá kennara og bara síðan í mars hefur hún náð ótrúlegum framförum. Vonandi nær fólk að kynnast henni. Það munu allir dýrka hana,“ sagði Courts. US Women‘s Open hefst í dag og stendur yfir fram á sunnudag. Alla dagana verður bein útsending á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin í kvöld kl. 23 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira