Dýrið fer á Cannes Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2021 11:13 Myndin verður frumsýnd á Cannes. Aðsend Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Myndin verður heimsfrumsýnd á hátíðinni og er þetta fyrsta leikna kvikmynd Valdimars í fullri lengd. Um mikinn heiður er að ræða, enda er Cannes hátíðin ein sú stærsta og virtasta í heiminum og valið úr þúsundum mynda. Á blaðamannafundi þegar tilkynnt var um valið ávarpaði Thierry Frémaux, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, aðstandendur myndarinnar sérstaklega og sagðist vera „mjög ánægður með að bjóða Íslendinga velkomna til Cannes.“ Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Myndin er framleidd af Hrönn Kristinsdóttur og Sara Nassim fyrir Go to Sheep, í samvinnu við sænska og pólska framleiðendur. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Auk Noomi fara þeir Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson með aðalhlutverk í myndinni. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Eli Arenson og Agnieszka Glińska sér um klippingu myndarinnar. Þórarinn Guðnason samdi tónlist myndarinnar og hljóðhönnun er í höndum Ingvars Lundberg og Björns Viktorssonar. Sölufyrirtæki myndarinnar á alþjóðavísu er New Europe Film Sales, en myndin hefur nú þegar verið seld til sýninga til yfir 10 landa í Evrópu og N-Ameríku. Allar nánari upplýsingar um Dýrið má finna hér. Un Certain Regard hluti Cannes kvikmyndahátíðarinnar var settur á laggirnar árið 1978 og þar er keppt um „Prix Un Certain Regard“. Markmiðið með verðlaununum er að gera kvikmyndagerðarmönnum sem hafa gert kvikmynd sem hefur frumleika og hugrekki að leiðarljósi hátt undir höfði, m.a. með styrk til dreifingar á kvikmyndinni í Frakklandi. Árið 2015 vann kvikmyndin Hrútar, í leikstjórn Gríms Hákonarsonar, til Un Certain Regard verðlaunana í samnefndum flokki og var það í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur til verðlauna á hátíðinni. Íslenskar myndir sem hafa áður verið í Un Certain Regard eru Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson árið 1993; fransk/íslenska Stormviðri eftir Sólveigu Anspach árið 2003; dansk/íslenska Voksne mennesker eftir Dag Kára árið 2005. Aðrar myndir sem tilnefndar eru í flokknum: „After Yang,“ Kogonada „Blue Bayou,“ Justin Chon „Bonne Mère,“ Hafsia Herzi „Commitment Hasan,“ Hasan Semih Kaplanoglu „Freda,“ Gessica Généus „Gaey Wa’r,“ Na Jiazuo „Great Freedom,“ Sebastian Meise „House Arrest“ OR „Delo,“ Alexey German Jr. „The Innocents,“ Eskil Vogt „La Civil,“ Teodora Ana Mihai „Lamb,“ Valdimar Jóhannsson „Let There Be Morning,“ Eran Kolirin „Moneyboys,“ B.C Yi „Noche de Fuego,“ Tatiana Huezo „Rehana Maryam Noor,“ Abdullah Mohammad Saad „Unclenching the Fists,“ Kira Kovalenko „Un Monde,“ Laura Wandel „Women Do Cry,“ Mina Mileva og Vesela Kazakova Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Myndin verður heimsfrumsýnd á hátíðinni og er þetta fyrsta leikna kvikmynd Valdimars í fullri lengd. Um mikinn heiður er að ræða, enda er Cannes hátíðin ein sú stærsta og virtasta í heiminum og valið úr þúsundum mynda. Á blaðamannafundi þegar tilkynnt var um valið ávarpaði Thierry Frémaux, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, aðstandendur myndarinnar sérstaklega og sagðist vera „mjög ánægður með að bjóða Íslendinga velkomna til Cannes.“ Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Myndin er framleidd af Hrönn Kristinsdóttur og Sara Nassim fyrir Go to Sheep, í samvinnu við sænska og pólska framleiðendur. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Auk Noomi fara þeir Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson með aðalhlutverk í myndinni. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Eli Arenson og Agnieszka Glińska sér um klippingu myndarinnar. Þórarinn Guðnason samdi tónlist myndarinnar og hljóðhönnun er í höndum Ingvars Lundberg og Björns Viktorssonar. Sölufyrirtæki myndarinnar á alþjóðavísu er New Europe Film Sales, en myndin hefur nú þegar verið seld til sýninga til yfir 10 landa í Evrópu og N-Ameríku. Allar nánari upplýsingar um Dýrið má finna hér. Un Certain Regard hluti Cannes kvikmyndahátíðarinnar var settur á laggirnar árið 1978 og þar er keppt um „Prix Un Certain Regard“. Markmiðið með verðlaununum er að gera kvikmyndagerðarmönnum sem hafa gert kvikmynd sem hefur frumleika og hugrekki að leiðarljósi hátt undir höfði, m.a. með styrk til dreifingar á kvikmyndinni í Frakklandi. Árið 2015 vann kvikmyndin Hrútar, í leikstjórn Gríms Hákonarsonar, til Un Certain Regard verðlaunana í samnefndum flokki og var það í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur til verðlauna á hátíðinni. Íslenskar myndir sem hafa áður verið í Un Certain Regard eru Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson árið 1993; fransk/íslenska Stormviðri eftir Sólveigu Anspach árið 2003; dansk/íslenska Voksne mennesker eftir Dag Kára árið 2005. Aðrar myndir sem tilnefndar eru í flokknum: „After Yang,“ Kogonada „Blue Bayou,“ Justin Chon „Bonne Mère,“ Hafsia Herzi „Commitment Hasan,“ Hasan Semih Kaplanoglu „Freda,“ Gessica Généus „Gaey Wa’r,“ Na Jiazuo „Great Freedom,“ Sebastian Meise „House Arrest“ OR „Delo,“ Alexey German Jr. „The Innocents,“ Eskil Vogt „La Civil,“ Teodora Ana Mihai „Lamb,“ Valdimar Jóhannsson „Let There Be Morning,“ Eran Kolirin „Moneyboys,“ B.C Yi „Noche de Fuego,“ Tatiana Huezo „Rehana Maryam Noor,“ Abdullah Mohammad Saad „Unclenching the Fists,“ Kira Kovalenko „Un Monde,“ Laura Wandel „Women Do Cry,“ Mina Mileva og Vesela Kazakova
Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira