Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2021 16:58 Frá mótmælum gegn einræðisstjórn Lúkasjenka í Portúgal. Mótmælandi heldur á spjaldi með mynd af Roman Protasevits og kærustu hans sem voru handsömuð þegar hvítrússnesk yfirvöld stöðvuðu för farþegaþotu Ryanair í síðasta mánuði. Vísir/EPA Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. Reuters-fréttastofan hefur eftir hvítrússneskum fjölmiðlum að Stephan Latypov sé enn lifandi eftir að hann reyndi að skera sig á háls. Lögreglumenn hafi í fyrstu ekki fundið lykil að fangabúrinu og Latypov hafi þegar verið meðvitundarlaus þegar þeir komust að honum. AP-fréttastofan lýsir atvikinu sem svo að Latypov hafi reynt að stinga sjálfan sig í hálsinn með penna til þess að mótmæla kúgun hvítrússneskar stjórnvalda. Honum sé nú haldið sofandi á sjúkrahúsi. Á myndbandsupptökum úr dómsalnum sjáist hann liggjandi á bekk á meðan lögreglumenn bogra yfir honum og áhorfendur í dómsal öskra. Á öðru myndbandi sjáist Latypov borinn út í sjúkrabíl með að því er virðist blóð á skyrtunni sinni. Sviatlana Tsikhanouskaya, stjórnarandstæðingur sem er í útlegð, tísti um að Patypov væri hvítrússneskur aðgerðasinni og pólitískur fangi. Honum hefði verið hótað með ofsóknum gegn fjölskyldu hans ef hann játaði ekki á sig sök. „Þetta er afleiðing hryðjuverka ríkisins, kúgunar, pyntinga í Hvíta-Rússlandi. Við verðum að stöðva þær strax!“ tísti Tsikhanouskaya. AP segir að áður en Latypov reyndi að stinga sig í hálsinn hafi hann sagt föður sínum að lögreglan hefði hótað honum að hefja sakamálarannsókn á ættingum og vinum ef hann játaði ekki sök. Undirbúa refsiaðgerðir vegna handtökur Protasevits Latypov var handtekinn í september í umfangsmiklum aðgerðum stjórnar Lúkasjenka til þess að berja niður andóf og fjölmenn mótmæli í kjölfar umdeildra forsetakosninga í ágúst. Hann var handtekinn þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að ríkisstarfsmenn máluðu yfir slagorð stjórnarandstöðunnar sem höfðu verið krotuð á vegg. Yfirvöld ákærðu Latypov fyrir að skipuleggja óeirðir, sýna lögreglu mótþróa og fjársvik. Í fjölmiðlum hefur hann verið sakaður um að hafa ætlað að eitra fyrir lögreglumönnum. Hann hefur neitað allri sök. Evrópusambandið er nú sagt undirbúa refsiaðgerðir gegn hvítrússneska ríkisflugfélaginu og hópi embættismanna hjá flugmálayfirvöldum í landinu eftir að Lúkasjenka lét stöðva för evrópskrar farþegaþotu til að hafa hendur í hári andófsmanns í útlegð fyrir rúmri viku. Þá segir Reuters að frekari efnahagsþvinganir gegn stjórn Lúkasjenka séu á teikniborðinu. Evrópskir ráðamenn hafa sakað hvítrússnesk stjórnvöld um flugrán þegar þau þvinguðu þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til að lenda í Minsk. Þegar vélin lenti nauðug þar handtóku yfirvöld Roman Protasevits, ungan blaða- og andófsmann, og kærustu hans sem voru um borð. Þau eru nú í haldi hvítrússneskra stjórnvalda, sökuð um að hafa lagt á ráðin um mótmælin í fyrra. Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir hvítrússneskum fjölmiðlum að Stephan Latypov sé enn lifandi eftir að hann reyndi að skera sig á háls. Lögreglumenn hafi í fyrstu ekki fundið lykil að fangabúrinu og Latypov hafi þegar verið meðvitundarlaus þegar þeir komust að honum. AP-fréttastofan lýsir atvikinu sem svo að Latypov hafi reynt að stinga sjálfan sig í hálsinn með penna til þess að mótmæla kúgun hvítrússneskar stjórnvalda. Honum sé nú haldið sofandi á sjúkrahúsi. Á myndbandsupptökum úr dómsalnum sjáist hann liggjandi á bekk á meðan lögreglumenn bogra yfir honum og áhorfendur í dómsal öskra. Á öðru myndbandi sjáist Latypov borinn út í sjúkrabíl með að því er virðist blóð á skyrtunni sinni. Sviatlana Tsikhanouskaya, stjórnarandstæðingur sem er í útlegð, tísti um að Patypov væri hvítrússneskur aðgerðasinni og pólitískur fangi. Honum hefði verið hótað með ofsóknum gegn fjölskyldu hans ef hann játaði ekki á sig sök. „Þetta er afleiðing hryðjuverka ríkisins, kúgunar, pyntinga í Hvíta-Rússlandi. Við verðum að stöðva þær strax!“ tísti Tsikhanouskaya. AP segir að áður en Latypov reyndi að stinga sig í hálsinn hafi hann sagt föður sínum að lögreglan hefði hótað honum að hefja sakamálarannsókn á ættingum og vinum ef hann játaði ekki sök. Undirbúa refsiaðgerðir vegna handtökur Protasevits Latypov var handtekinn í september í umfangsmiklum aðgerðum stjórnar Lúkasjenka til þess að berja niður andóf og fjölmenn mótmæli í kjölfar umdeildra forsetakosninga í ágúst. Hann var handtekinn þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að ríkisstarfsmenn máluðu yfir slagorð stjórnarandstöðunnar sem höfðu verið krotuð á vegg. Yfirvöld ákærðu Latypov fyrir að skipuleggja óeirðir, sýna lögreglu mótþróa og fjársvik. Í fjölmiðlum hefur hann verið sakaður um að hafa ætlað að eitra fyrir lögreglumönnum. Hann hefur neitað allri sök. Evrópusambandið er nú sagt undirbúa refsiaðgerðir gegn hvítrússneska ríkisflugfélaginu og hópi embættismanna hjá flugmálayfirvöldum í landinu eftir að Lúkasjenka lét stöðva för evrópskrar farþegaþotu til að hafa hendur í hári andófsmanns í útlegð fyrir rúmri viku. Þá segir Reuters að frekari efnahagsþvinganir gegn stjórn Lúkasjenka séu á teikniborðinu. Evrópskir ráðamenn hafa sakað hvítrússnesk stjórnvöld um flugrán þegar þau þvinguðu þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til að lenda í Minsk. Þegar vélin lenti nauðug þar handtóku yfirvöld Roman Protasevits, ungan blaða- og andófsmann, og kærustu hans sem voru um borð. Þau eru nú í haldi hvítrússneskra stjórnvalda, sökuð um að hafa lagt á ráðin um mótmælin í fyrra.
Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira