Sólmyrkvi sjáanlegur á öllu landinu í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2021 08:01 Deildarmyrkvi sem varð á sólu 21. ágúst 2017. Myrkvinn sem verður 10. júní verður sá stærsti frá þeim stóra í mars 2015. Sævar Helgi Bragason Deildarmyrkvi á sólu sést alls staðar á Íslandi ef veður leyfir að morgni fimmtudagsins 10. júní. Þegar mest lætur hylur tunglið 69% af skífu sólarinnar frá Reykjavík séð. Þetta verður mesti sómyrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá því í mars árið 2015. Þá huldi tunglið hins vegar mun meira af sólinni, 97%. Í höfuðborginni hefst deildarmyrkvinn klukkan 9:06 að morgni þegar tunglið byrjar að ganga inn fyrir skífu sólarinnar á himninum. Myrkvinn nær hámarki klukkan 10:17 og verður hann aðeins meiri séð frá vestanverðu landinu en austanverðu. Á Austurlandi skyggir tunglið á 66% sólarinnar, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33 í Reyjavík en tímasetningarnar eru örlítið mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Til að berja myrkvann augum þarf hlífðarbúnað eins og sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika. Sólmyrkvar sem þessi verða þegar tunglið gengur á milli sólar og jarðar. Vestan við Ísland verður svonefndur hringmyrkvi en þeir verða þegar tunglið er aðeins of langt frá jörðinni til þess að hylja alla skífu sólarinnar. Þá sést þunnur ljóshringur í kringum tunglið. Hringmyrkvi gengur yfir Kanada, Grænland, norðurpólinn og Rússland en heppilegasti staðurinn til að berja hann augum er nyrst á Grænlandi. Fimm ár eru þar til almyrkvi sést á sólu frá Íslandi, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést frá Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést frá Reykjavík frá 17. júní árið 1433. Tímasetningar fyrir einstaka staði á Íslandi (námundað að næstu heilu mínútu): Reykjavík 69% Myrkvi hefst: 09:06 Myrkvi í hámarki: 10:17 Myrkva lýkur: 11:33 Stykkishólmur 71% Myrkvi hefst: 09:08 Myrkvi í hámarki: 10:19 Myrkva lýkur: 11:34 Ísafjörður 73% Myrkvi hefst: 09:09 Myrkvi í hámarki: 10:20 Myrkva lýkur: 11:36 Akureyri 69% Myrkvi hefst: 09:11 Myrkvi í hámarki: 10:23 Myrkva lýkur: 11:38 Egilsstaðir 66% Myrkvi hefst: 09:12 Myrkvi í hámarki: 10:24 Myrkva lýkur: 11:41 Höfn í Hornafirði 65% Myrkvi hefst: 09:10 Myrkvi í hámarki: 10:22 Myrkva lýkur: 11:38 Geimurinn Tunglið Sólin Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Þetta verður mesti sómyrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá því í mars árið 2015. Þá huldi tunglið hins vegar mun meira af sólinni, 97%. Í höfuðborginni hefst deildarmyrkvinn klukkan 9:06 að morgni þegar tunglið byrjar að ganga inn fyrir skífu sólarinnar á himninum. Myrkvinn nær hámarki klukkan 10:17 og verður hann aðeins meiri séð frá vestanverðu landinu en austanverðu. Á Austurlandi skyggir tunglið á 66% sólarinnar, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33 í Reyjavík en tímasetningarnar eru örlítið mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Til að berja myrkvann augum þarf hlífðarbúnað eins og sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika. Sólmyrkvar sem þessi verða þegar tunglið gengur á milli sólar og jarðar. Vestan við Ísland verður svonefndur hringmyrkvi en þeir verða þegar tunglið er aðeins of langt frá jörðinni til þess að hylja alla skífu sólarinnar. Þá sést þunnur ljóshringur í kringum tunglið. Hringmyrkvi gengur yfir Kanada, Grænland, norðurpólinn og Rússland en heppilegasti staðurinn til að berja hann augum er nyrst á Grænlandi. Fimm ár eru þar til almyrkvi sést á sólu frá Íslandi, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést frá Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést frá Reykjavík frá 17. júní árið 1433. Tímasetningar fyrir einstaka staði á Íslandi (námundað að næstu heilu mínútu): Reykjavík 69% Myrkvi hefst: 09:06 Myrkvi í hámarki: 10:17 Myrkva lýkur: 11:33 Stykkishólmur 71% Myrkvi hefst: 09:08 Myrkvi í hámarki: 10:19 Myrkva lýkur: 11:34 Ísafjörður 73% Myrkvi hefst: 09:09 Myrkvi í hámarki: 10:20 Myrkva lýkur: 11:36 Akureyri 69% Myrkvi hefst: 09:11 Myrkvi í hámarki: 10:23 Myrkva lýkur: 11:38 Egilsstaðir 66% Myrkvi hefst: 09:12 Myrkvi í hámarki: 10:24 Myrkva lýkur: 11:41 Höfn í Hornafirði 65% Myrkvi hefst: 09:10 Myrkvi í hámarki: 10:22 Myrkva lýkur: 11:38
Geimurinn Tunglið Sólin Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira