Vita ekkert um auðgun úrans í Íran frá því í febrúar Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2021 18:28 Höfuðstöðvar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í Vínarborg í Austurríki. AP/Florian Schroetter Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segist ekki hafa fengið upplýsingar um auðgun Úrans í Íran frá 23. febrúar. Þá hófu yfirvöld í Íran að takmarka aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum en þar eru Íranar að auðga úran meira en þeir hafa gert hingað til. Íranar drógu úr aðgengi eftirlitsaðila með því markmiði að þrýsta á ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna. Erindrekar ríkjanna eiga nú í viðræðum um að Bandaríkin verði aftur aðilar að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða frá 2015. IAEA segist nú ekki vita hve mikið úran Íranar hafa auðgað og í hvaða hreinleika. Þetta kemur fram í skýrslu stofnunarinnar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir. Kjarnorkuvísindamenn Írans byrjuðu að auðga úran í 60 prósent hreinleika í apríl en það er nálægt því sem þarf til að framleiða kjarnorkuvopn. Samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu sem vonast er að hægt verði að endurvirkja, máttu Íranar ekki auðga úran meira en 3,67 prósent. Eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu árið 2018 hófu Íranir að auðga úran í 20 prósent. Sjá einnig: Segjast geta auðgað úran að vild Kjarnorkusamkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að þróa ekki kjarnorkuvopn og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf að auðga úran í 90 prósenta hreinleika, en það ku vera tiltölulega auðvelt að gera við úran sem þegar er búið að auða í 60 prósent. IAEA segist í raun ekki geta sagt til um hve mikið úran búið sé að auðga í Íran. Einungis sé hægt að áætla það. Stofnunin telur að í heild eigi Íranar um 3.241 kíló af úrani. Þar af séu 62.8 kíló auðguð í tuttugu prósent og 2,4 kíló auðguð í sextíu prósent. Eftir að lokað var á aðgengi IAEA að kjarnorkurannsóknarstöðum Írans gerði stofnunin samkomulag við ríkið um að upptökur úr öryggismyndavélum rannsóknarstöðvanna yrðu geymdar svo eftirlitsaðilar gætu farið yfir þær ef erindrekar Írans og Bandaríkjanna kæmust að samkomulagi. Náist það ekki verður myndefninu eytt. Íran Kjarnorka Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Íranar drógu úr aðgengi eftirlitsaðila með því markmiði að þrýsta á ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna. Erindrekar ríkjanna eiga nú í viðræðum um að Bandaríkin verði aftur aðilar að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða frá 2015. IAEA segist nú ekki vita hve mikið úran Íranar hafa auðgað og í hvaða hreinleika. Þetta kemur fram í skýrslu stofnunarinnar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir. Kjarnorkuvísindamenn Írans byrjuðu að auðga úran í 60 prósent hreinleika í apríl en það er nálægt því sem þarf til að framleiða kjarnorkuvopn. Samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu sem vonast er að hægt verði að endurvirkja, máttu Íranar ekki auðga úran meira en 3,67 prósent. Eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu árið 2018 hófu Íranir að auðga úran í 20 prósent. Sjá einnig: Segjast geta auðgað úran að vild Kjarnorkusamkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að þróa ekki kjarnorkuvopn og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf að auðga úran í 90 prósenta hreinleika, en það ku vera tiltölulega auðvelt að gera við úran sem þegar er búið að auða í 60 prósent. IAEA segist í raun ekki geta sagt til um hve mikið úran búið sé að auðga í Íran. Einungis sé hægt að áætla það. Stofnunin telur að í heild eigi Íranar um 3.241 kíló af úrani. Þar af séu 62.8 kíló auðguð í tuttugu prósent og 2,4 kíló auðguð í sextíu prósent. Eftir að lokað var á aðgengi IAEA að kjarnorkurannsóknarstöðum Írans gerði stofnunin samkomulag við ríkið um að upptökur úr öryggismyndavélum rannsóknarstöðvanna yrðu geymdar svo eftirlitsaðilar gætu farið yfir þær ef erindrekar Írans og Bandaríkjanna kæmust að samkomulagi. Náist það ekki verður myndefninu eytt.
Íran Kjarnorka Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira