Kristján Þórður Snæbjarnarson, varaforseti ASÍ, og Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, ætla að ræða stöðu Play Air og kjarasamningana sem félagið hefur gert við launþega.
Þá mæta þau Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, Björgvin Guðmundsson, stjórnarformaður KOM, og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, alþingiskona, til að ræða umsvif Samherja.
Í lok þáttarins ræðir Kristján við Berglindi Svavarsdóttur, fráfarandi formann Lögmannafélagsins, og Kjartan Björgvinsson, formann Dómarafélagsins, um aukastörf dómara, réttmæti þeirra og nauðsyn.
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.