Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. maí 2021 16:24 Katrín hefur áður þurft að svara því hvort hún beri fullt traust til ráðherrans en það var þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hóf frumkvæðisathugun á hæfi hans eftir Samherjaskjölin. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. Nafn Kristjáns Þórs kom fram í samskiptum „skæruliðadeildarinnar“ sem Stundin og Kjarnin birtu í vikunni og vísuðu meðlimir hennar meðal annars í Kristjáns sem eins þeirra sem „stæðu í kringum“ Samherja í tengslum við ásakanir um mútur og spillingu Samherja í Namibíu. Stundin greindi frá þessu. Þá kom fram að Páll Steingrímsson skipstjóri hefði verið í samskiptum við Kristján Þór en Páll var skrifaður fyrir ýmsum skoðanagreinum sem almannatengill Samherja og lögmaður skrifuðu flestar og voru samþykktar af helstu stjórnendum útgerðarinnar. Í greinunum var fréttaflutningur af Namibíumálinu dreginn í efa og ráðist persónulega á þá blaðamenn sem upplýstu um málið. Sjálfstæðisflokkurinn velji sína ráðherra sjálfur Kristján Þór lýsti sig vanhæfan til að fjalla um mál sem sneru beint að Samherja í desember 2019 eftir að Namibíumálið kom upp. Hann hefur lengi mælst sem langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar í könnunum Maskínu en í nýjustu könnuninni, sem birtist fyrir rúmum mánuði, voru aðeins níu prósent landsmanna ánægð með störf hans. Vísir spurði Katrínu hvað henni þætti um að ráðherra hennar væri svo gríðarlega óvinsæll meðal almennings og að nafn hans kæmi sífellt upp í umfjöllun um tengsl við fyrirtækið Samherja. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fór í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns í desember 2019 en meirihluti nefndarinnar ákvað að hætta henni þrátt fyrir mótbárur minnihlutans. „Nú er það þannig að hver og einn flokkur velur sína ráðherra og þannig er það bara. En eins og ég segi þá hef ég ekki séð neitt í hans störfum sem gefur mér tilefni til að vantreysta honum,“ sagði Katrín við Vísi. Vísir heyrði þá í formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssyni til að ræða málið. Hann kvaðst ekki hafa lesið umfjöllun Stundarinnar og ekki vita um hvað málið snerist. Eftir lauslega rakningu blaðamanns á því að nafn Kristjáns hefði komið upp í samtölum „skæruliðadeildarinnar“ og að skipstjórinn Páll hefði vísað í samtöl við Kristján vildi Bjarni lítið segja. Bjarna þótti ekki eðlilegt að tjá sig um málið.vísir/vilhelm Spurður hvað honum þætti um að Kristján hefði verið í samskiptum við Pál sagði hann: „Mér finnst rétt að þú snúir þér bara að þeim sem eiga í hlut og spyrja þá hvað er til í þessu. Er það ekki nær? Er ekki tilgangslaust að spyrja mig að því? Hvernig í ósköpunum á ég að tjá mig um það?“ Óljóst hvort ráðherrann gaf góð ráð Vísir hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu tvo daga. Í samtali við Ríkisútvarpið eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagðist Kristján þó hafa átt í samskiptum við skipstjórann. Hann segist hafa þekkt Pál síðan hann var nemandi í Stýrimannaskólanum á Dalvík. Vísir hefur ekki náð í Kristján Þór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.vísir/vilhelm „Ég hef aldrei verið í samskiptum við neina skæruliðadeild og hef ekki hugsað mér að taka upp slíkt verklag,“ sagði hann. Þegar hann var spurður beint út hvort hann hefði verið í samskiptum við umrætt fólk eða stjórnendur fyrirtækisins og gefið þeim góð ráð eftir síðustu uppljóstranir í málinu sagði hann: „Eins og ég segi, ég þekki Pál Steingrímsson mjög vel og hef margoft talað við Pál eins og marga aðra starfsmenn í þessu fyrirtæki, eins og aðra kjósendur í Norðausturkjördæmi eða annars staðar á landinu. Ég hef talað við trillukarl hér og bónda þar og svo framvegis.“ Hann hefur ekki svarað því í hverju samskipti hans við Pál fólust nákvæmlega en í samtölum skæruliðadeildarinnar sem Stundin birti er Kristján einn þeirra sem voru á úthringilista Páls, sem hann kvaðst hafa fengið frá forstjóra Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni, til að reyna að hafa áhrif á prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Þar kemur fram að Samherji vilji alls ekki að Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður taki fyrsta sæti í kjördæminu á eftir Kristjáni Þór sem er að hætta á þingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Nafn Kristjáns Þórs kom fram í samskiptum „skæruliðadeildarinnar“ sem Stundin og Kjarnin birtu í vikunni og vísuðu meðlimir hennar meðal annars í Kristjáns sem eins þeirra sem „stæðu í kringum“ Samherja í tengslum við ásakanir um mútur og spillingu Samherja í Namibíu. Stundin greindi frá þessu. Þá kom fram að Páll Steingrímsson skipstjóri hefði verið í samskiptum við Kristján Þór en Páll var skrifaður fyrir ýmsum skoðanagreinum sem almannatengill Samherja og lögmaður skrifuðu flestar og voru samþykktar af helstu stjórnendum útgerðarinnar. Í greinunum var fréttaflutningur af Namibíumálinu dreginn í efa og ráðist persónulega á þá blaðamenn sem upplýstu um málið. Sjálfstæðisflokkurinn velji sína ráðherra sjálfur Kristján Þór lýsti sig vanhæfan til að fjalla um mál sem sneru beint að Samherja í desember 2019 eftir að Namibíumálið kom upp. Hann hefur lengi mælst sem langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar í könnunum Maskínu en í nýjustu könnuninni, sem birtist fyrir rúmum mánuði, voru aðeins níu prósent landsmanna ánægð með störf hans. Vísir spurði Katrínu hvað henni þætti um að ráðherra hennar væri svo gríðarlega óvinsæll meðal almennings og að nafn hans kæmi sífellt upp í umfjöllun um tengsl við fyrirtækið Samherja. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fór í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns í desember 2019 en meirihluti nefndarinnar ákvað að hætta henni þrátt fyrir mótbárur minnihlutans. „Nú er það þannig að hver og einn flokkur velur sína ráðherra og þannig er það bara. En eins og ég segi þá hef ég ekki séð neitt í hans störfum sem gefur mér tilefni til að vantreysta honum,“ sagði Katrín við Vísi. Vísir heyrði þá í formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssyni til að ræða málið. Hann kvaðst ekki hafa lesið umfjöllun Stundarinnar og ekki vita um hvað málið snerist. Eftir lauslega rakningu blaðamanns á því að nafn Kristjáns hefði komið upp í samtölum „skæruliðadeildarinnar“ og að skipstjórinn Páll hefði vísað í samtöl við Kristján vildi Bjarni lítið segja. Bjarna þótti ekki eðlilegt að tjá sig um málið.vísir/vilhelm Spurður hvað honum þætti um að Kristján hefði verið í samskiptum við Pál sagði hann: „Mér finnst rétt að þú snúir þér bara að þeim sem eiga í hlut og spyrja þá hvað er til í þessu. Er það ekki nær? Er ekki tilgangslaust að spyrja mig að því? Hvernig í ósköpunum á ég að tjá mig um það?“ Óljóst hvort ráðherrann gaf góð ráð Vísir hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu tvo daga. Í samtali við Ríkisútvarpið eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagðist Kristján þó hafa átt í samskiptum við skipstjórann. Hann segist hafa þekkt Pál síðan hann var nemandi í Stýrimannaskólanum á Dalvík. Vísir hefur ekki náð í Kristján Þór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.vísir/vilhelm „Ég hef aldrei verið í samskiptum við neina skæruliðadeild og hef ekki hugsað mér að taka upp slíkt verklag,“ sagði hann. Þegar hann var spurður beint út hvort hann hefði verið í samskiptum við umrætt fólk eða stjórnendur fyrirtækisins og gefið þeim góð ráð eftir síðustu uppljóstranir í málinu sagði hann: „Eins og ég segi, ég þekki Pál Steingrímsson mjög vel og hef margoft talað við Pál eins og marga aðra starfsmenn í þessu fyrirtæki, eins og aðra kjósendur í Norðausturkjördæmi eða annars staðar á landinu. Ég hef talað við trillukarl hér og bónda þar og svo framvegis.“ Hann hefur ekki svarað því í hverju samskipti hans við Pál fólust nákvæmlega en í samtölum skæruliðadeildarinnar sem Stundin birti er Kristján einn þeirra sem voru á úthringilista Páls, sem hann kvaðst hafa fengið frá forstjóra Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni, til að reyna að hafa áhrif á prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Þar kemur fram að Samherji vilji alls ekki að Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður taki fyrsta sæti í kjördæminu á eftir Kristjáni Þór sem er að hætta á þingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira