Barist í hinu alltof stóra og skrítna Suðurkjördæmi Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2021 12:14 Guðrún og Vilhjálmur bítast um efsta sætið. Ásmundur býður sig fram í annað sætið, hvar hann situr nú. Ekki er víst að tap í slag um efsta sæti á lista leiði til þess að það þýði þriðja sætið. vísir Nokkur spenna er að myndast um það hver hreppir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Á morgun fer fram prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Tvö bítast þar um efsta sætið en oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, Páll Magnússon, gaf það út fyrir nokkru að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Þetta eru þau Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri, gjarnan kennd við fjölskyldufyrirtæki sitt Kjörís og svo Vilhjálmur Árnason alþingismaður. Bæði hafa þau rekið býsna fjöruga kosningabaráttu, farið um hið sundurleita Suðurkjördæmi og verið virk á samfélagsmiðlum. Vilhjálmur vill, í samtali við Vísi, ekki meina að hlaupin sé mikil harka í baráttuna. „Nei, bara meiri stemning komin og fleiri komnir á árarnar hjá okkur frambjóðendum á lokasprettinum.“ Ásmundur ekki í að keyra frambjóðendur um kjördæmið Vilhjálmur vill meina að þetta hafi farið vel fram og meira að segja er það svo að frambjóðendur hafa farið mikið um saman. Ásmundur Friðriksson, sem þekktur er fyrir að fara akandi og reyndar gangandi einnig oft um hið víðfeðma kjördæmi og er þar vel kynntur, býður sig fram í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Hefur hann þá verið að keyra ykkur? „Í þetta eina skipti sem ég og hann fórum saman þá var hann í mínum bíl,“ segir Vilhjálmur brosandi. En er þetta þá þannig að það ykkar sem fer halloka fer í 3. sætið? „Það gæti vel gerst, já,“ segir Vilhjálmur. Og kannski líklegasta niðurstaðan, eða hvað? „Finnst hún ekki jafn líklega nú eins og ég hélt í upphafi,“ segir Vilhjálmur og vísar þá til þess hvernig kosningabaráttan hefur þróast. Það getur því allt gerst. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi.skjáskot/xd.is Spurður hvort mikill munur sé á áherslum frambjóðenda segir Vilhjálmur það ekki beint svo. „En ég tel mig hafa sett efnismeiri mál fram, þ.e. útfærðari stefnumál og lausnir. Svo er þetta kannski líka spurning um þekkingu og reynslu í að keyra pólitísk mál áfram og tala fyrir hugsjóninni.“ Flókið og víðfeðmt kjördæmi Eins og áður sagði er Suðurkjördæmi flókið. Það samanstendur af ólíkum búsetusvæðum; Höfn, Suðurnesin og Eyjar. Hér bítast fulltrúar Grindavíkur sem er Vilhjálmur og svo Hveragerði hvaðan Guðrún kemur. „Já kjördæmin eru allt of stór og þannig finnst fólki þau ekki vera nálægt sínum þingmanni - það dregur um leið úr áhuga og trausti á pólitík.“ Vilhjálmur segir að Kirkjubæjarklaustur, Reykjanesbær og Vestmannaeyjar eiga fátt sameiginlegt sem klárlega setur sitt mark á kosningabaráttuna. „Já klárlega. Ég fór tvisvar á Höfn í síðustu viku. En ég tel mig hafa fundið hvar hjartslátturinn gengur í takt og hef haft þau fjögur áhersluatriði í minni baráttu: Fjölbreytt atvinnulíf , aðgengi að heilbrigðisþjónustu, uppbygging innviða og fjölskyldumálin.“ Hörð en drengileg barátta Guðrún Hafsteinsdóttir segir baráttuna hafa gengið afskaplega vel. „Þetta hafa verið stórskemmtilegar vikur. Þetta er auðvitað víðfeðmasta kjördæmi landsins og það er búið að fara víða, keyra marga kílómetra. Hitta mjög marga og mér hefur alls staðar verið afskaplega vel tekið sem hefur verið ánægjulegt.“ Hver er munurinn á þér og Vilhjálmi sem sækist líka eftir fyrsta sætinu? „Munurinn er kannski aðallega sá að ég kem núna ný og fersk inn í þetta prófkjör með gríðarlega reynslu úr atvinnulífinu. Hef verið í einkarekstri og líka í hagsmunabaráttu fyrir atvinnulífið í landinu og þar liggur kannski munurinn fyrst og síðast.“ Guðrún segist alltaf munu tala fyrir öflugu atvinnulífi komist hún á þing. Guðrún Hafsteinsdóttir er ánægð með baráttuna um efsta sætið í Suðurkjördæmi.Vísir/Vilhelm „Ég legg líka mikla áherslu á menntun, heilbrigðismál og samgöngur.“ Baráttan sé töluverð og ekki síst um fyrsta sætið. Þannig eigi það að vera. „En hún hefur verið drengileg, hún hefur verið góð og þetta er frábær hópur sem núna er að bjóða sig fram í Suðurkjördæmi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og núna gefst fólki einstakt tækifæri til þess að setja saman nýja öfluga sveit sem getur skilað flokknum fjórum mönnum í kosningum í haust.“ Hvernig heldur þú að þetta fari á morgun? „Ég ætla að vona að ég standi uppi sem leiðtogi sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.“ Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Guðrúnar. Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Á morgun fer fram prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Tvö bítast þar um efsta sætið en oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, Páll Magnússon, gaf það út fyrir nokkru að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Þetta eru þau Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri, gjarnan kennd við fjölskyldufyrirtæki sitt Kjörís og svo Vilhjálmur Árnason alþingismaður. Bæði hafa þau rekið býsna fjöruga kosningabaráttu, farið um hið sundurleita Suðurkjördæmi og verið virk á samfélagsmiðlum. Vilhjálmur vill, í samtali við Vísi, ekki meina að hlaupin sé mikil harka í baráttuna. „Nei, bara meiri stemning komin og fleiri komnir á árarnar hjá okkur frambjóðendum á lokasprettinum.“ Ásmundur ekki í að keyra frambjóðendur um kjördæmið Vilhjálmur vill meina að þetta hafi farið vel fram og meira að segja er það svo að frambjóðendur hafa farið mikið um saman. Ásmundur Friðriksson, sem þekktur er fyrir að fara akandi og reyndar gangandi einnig oft um hið víðfeðma kjördæmi og er þar vel kynntur, býður sig fram í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Hefur hann þá verið að keyra ykkur? „Í þetta eina skipti sem ég og hann fórum saman þá var hann í mínum bíl,“ segir Vilhjálmur brosandi. En er þetta þá þannig að það ykkar sem fer halloka fer í 3. sætið? „Það gæti vel gerst, já,“ segir Vilhjálmur. Og kannski líklegasta niðurstaðan, eða hvað? „Finnst hún ekki jafn líklega nú eins og ég hélt í upphafi,“ segir Vilhjálmur og vísar þá til þess hvernig kosningabaráttan hefur þróast. Það getur því allt gerst. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi.skjáskot/xd.is Spurður hvort mikill munur sé á áherslum frambjóðenda segir Vilhjálmur það ekki beint svo. „En ég tel mig hafa sett efnismeiri mál fram, þ.e. útfærðari stefnumál og lausnir. Svo er þetta kannski líka spurning um þekkingu og reynslu í að keyra pólitísk mál áfram og tala fyrir hugsjóninni.“ Flókið og víðfeðmt kjördæmi Eins og áður sagði er Suðurkjördæmi flókið. Það samanstendur af ólíkum búsetusvæðum; Höfn, Suðurnesin og Eyjar. Hér bítast fulltrúar Grindavíkur sem er Vilhjálmur og svo Hveragerði hvaðan Guðrún kemur. „Já kjördæmin eru allt of stór og þannig finnst fólki þau ekki vera nálægt sínum þingmanni - það dregur um leið úr áhuga og trausti á pólitík.“ Vilhjálmur segir að Kirkjubæjarklaustur, Reykjanesbær og Vestmannaeyjar eiga fátt sameiginlegt sem klárlega setur sitt mark á kosningabaráttuna. „Já klárlega. Ég fór tvisvar á Höfn í síðustu viku. En ég tel mig hafa fundið hvar hjartslátturinn gengur í takt og hef haft þau fjögur áhersluatriði í minni baráttu: Fjölbreytt atvinnulíf , aðgengi að heilbrigðisþjónustu, uppbygging innviða og fjölskyldumálin.“ Hörð en drengileg barátta Guðrún Hafsteinsdóttir segir baráttuna hafa gengið afskaplega vel. „Þetta hafa verið stórskemmtilegar vikur. Þetta er auðvitað víðfeðmasta kjördæmi landsins og það er búið að fara víða, keyra marga kílómetra. Hitta mjög marga og mér hefur alls staðar verið afskaplega vel tekið sem hefur verið ánægjulegt.“ Hver er munurinn á þér og Vilhjálmi sem sækist líka eftir fyrsta sætinu? „Munurinn er kannski aðallega sá að ég kem núna ný og fersk inn í þetta prófkjör með gríðarlega reynslu úr atvinnulífinu. Hef verið í einkarekstri og líka í hagsmunabaráttu fyrir atvinnulífið í landinu og þar liggur kannski munurinn fyrst og síðast.“ Guðrún segist alltaf munu tala fyrir öflugu atvinnulífi komist hún á þing. Guðrún Hafsteinsdóttir er ánægð með baráttuna um efsta sætið í Suðurkjördæmi.Vísir/Vilhelm „Ég legg líka mikla áherslu á menntun, heilbrigðismál og samgöngur.“ Baráttan sé töluverð og ekki síst um fyrsta sætið. Þannig eigi það að vera. „En hún hefur verið drengileg, hún hefur verið góð og þetta er frábær hópur sem núna er að bjóða sig fram í Suðurkjördæmi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og núna gefst fólki einstakt tækifæri til þess að setja saman nýja öfluga sveit sem getur skilað flokknum fjórum mönnum í kosningum í haust.“ Hvernig heldur þú að þetta fari á morgun? „Ég ætla að vona að ég standi uppi sem leiðtogi sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.“ Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Guðrúnar.
Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira