Gular viðvaranir og útlit fyrir lægðagang næstu daga Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2021 07:26 Vindaspáin fyrir klukkan 18 í dag. Hvasst verður sunnan og suðvestanlands þegar líður á daginn. Veðurstofan Undanfarnar vikur hefur öflugt hæðarsvæði staðsett fyrir norðan og norðaustan land stjórnað veðrinu og haldið lægðum frá landinu en núna hefur hæðin gefið eftir og útlit fyrir nokkurn lægðagang næstu daga. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna hvassviðris á Suðurlandi, Faxaflóa og á Miðhálendinu, en þær taka gildi á hádegi í dag og gilda til morguns. Er spáð suðaustanátta til fimmtán metrum á sekúndu en fimmtán til tuttugu metrum sunnan- og suðvestantil. Spáð er hita tíu til átján stig yfir daginn, hlýjast inntil landsins en heldur svalara austast. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að lægð dagsins sé búin að koma sér fyrir suðvestur af Reykjanesi og skil frá henni liggi yfir suðvesturhorni landsins. „Nokkur vindur fylgir þeim og gular veðurviðvaranir taka gildi um og uppúr hádegi á Suðurlandi, Faxaflóa og miðhálendinu. Búast má við vind að 20 m/s á þessum svæðum og því geta aðstæður verið varhugaverðar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind, líkt og húsbílar eða hjólhýsi. Einhver rigning fylgir vindinum og því von á því eitthvað blotni í gróðri og dragi úr eldhættu. Norðantil á landinu verður vindur á bilinu 8-15 m/s og að mestu bjart veður,“ segir á vef Veðurstofunnar. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út og taka gildi á hádegi.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Sunnan 8-13 m/s og víða dálítil væta en yfirleitt þurrt norðantil á landinu. Hiti 6 til 11 stig, en að 17 stigum fyrir norðan. Suðaustan 13-18 m/s og rigning sunnan- og vestanlands um kvöldið. Á sunnudag: Sunnan 8-13 m/s og rigning. Hiti 5 til 10 stig. Þurrt að kalla norðaustantil á landinu og hiti að 15 stigum. Á mánudag: Sunnan 8-13 m/s með skúrum, en þurru veðri um landið norðaustanvert. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Norðuausturlandi. Á þriðjudag og miðvikudag: Sunnan og suðvestan átt og skúrir en úrkomulítið norðaustantil. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Útlit fyrir suðlæga átt og bjartviðri en lítilsháttar vætu vestantil. Veður Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna hvassviðris á Suðurlandi, Faxaflóa og á Miðhálendinu, en þær taka gildi á hádegi í dag og gilda til morguns. Er spáð suðaustanátta til fimmtán metrum á sekúndu en fimmtán til tuttugu metrum sunnan- og suðvestantil. Spáð er hita tíu til átján stig yfir daginn, hlýjast inntil landsins en heldur svalara austast. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að lægð dagsins sé búin að koma sér fyrir suðvestur af Reykjanesi og skil frá henni liggi yfir suðvesturhorni landsins. „Nokkur vindur fylgir þeim og gular veðurviðvaranir taka gildi um og uppúr hádegi á Suðurlandi, Faxaflóa og miðhálendinu. Búast má við vind að 20 m/s á þessum svæðum og því geta aðstæður verið varhugaverðar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind, líkt og húsbílar eða hjólhýsi. Einhver rigning fylgir vindinum og því von á því eitthvað blotni í gróðri og dragi úr eldhættu. Norðantil á landinu verður vindur á bilinu 8-15 m/s og að mestu bjart veður,“ segir á vef Veðurstofunnar. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út og taka gildi á hádegi.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Sunnan 8-13 m/s og víða dálítil væta en yfirleitt þurrt norðantil á landinu. Hiti 6 til 11 stig, en að 17 stigum fyrir norðan. Suðaustan 13-18 m/s og rigning sunnan- og vestanlands um kvöldið. Á sunnudag: Sunnan 8-13 m/s og rigning. Hiti 5 til 10 stig. Þurrt að kalla norðaustantil á landinu og hiti að 15 stigum. Á mánudag: Sunnan 8-13 m/s með skúrum, en þurru veðri um landið norðaustanvert. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Norðuausturlandi. Á þriðjudag og miðvikudag: Sunnan og suðvestan átt og skúrir en úrkomulítið norðaustantil. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Útlit fyrir suðlæga átt og bjartviðri en lítilsháttar vætu vestantil.
Veður Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira