Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 15:52 Frá líkvöku Ölmu Barragán, sem myrt var á þriðjudaginn. AP/Armando Solis Minnst 34 frambjóðendur í komandi kosningum í Mexíkó hafa verið myrtir á undanförnum dögum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir glæpagengi vera að myrða frambjóðendur til að hræða fólk frá því að taka þátt í kosningunum, sem haldnar verða þann 6. júní. Nú síðast var Alma Barragán, sem hafði boðið sig fram til borgarstjóra í Moroleón, myrt á þriðjudaginn. Moroleón er í Guanajuato-héraði þar sem glæpagengi hafa valdið miklum usla undanfarin ár. Það sem af er þessu ári hafa nærri því 1.300 morð verið fram í Guanajuato, svo vitað sé, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir eftirlitsaðilum í Mexíkó að alls 88 stjórnmálamenn hafa verið myrta frá því kosningaferlið hófst í september. Af öllum þeim 88 morðum hafa handtökur átt sér stað vegna þriggja þeirra. Barragán birti myndband á Facebooksíðu sinni þar sem hún sagði hvar hún var og hvatti kjósendur til að koma og ræða við sig. Skömmu seinna var hún skotin til bana. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja glæpagengi Mexíkó vilja frambjóðendur sem eru hliðhollir þeim í ráðhúsum Mexíkó. Þannig geti þeir sloppið við afskipti lögreglunnar og kúgað fé frá fyrirtækjum og hinu opinbera. AFP segir að rúmlega 150 stjórnmálamenn hafi verið myrtir í forsetakosningunum 2018. Nú stendur til að kjósa þingmenn, fimmtán ríkisstjóra og þúsundir sveitarstjórnarmanna. Frambjóðandi segist ítrekað fá hótanir Blaðamaður fréttaveitunnar ræddi við Julio Gonzales, sem hefur boðið sig fram til borgarstjóra Dolores Hidalgo, sem einnig er í Guanajuato. Þetta er í annað sinn sem hann býður sig fram og hann segist ítrekað fá hótanir. Hann segist hafa verið eltur af vopnuðum mönnum og að bensínsprengjum hafi verið kastað að húsi hans. Gonzales segist þó hvergi banginn og hann muni ekki hætta aðkomu sinni að pólitík. Mexíkó Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Nú síðast var Alma Barragán, sem hafði boðið sig fram til borgarstjóra í Moroleón, myrt á þriðjudaginn. Moroleón er í Guanajuato-héraði þar sem glæpagengi hafa valdið miklum usla undanfarin ár. Það sem af er þessu ári hafa nærri því 1.300 morð verið fram í Guanajuato, svo vitað sé, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir eftirlitsaðilum í Mexíkó að alls 88 stjórnmálamenn hafa verið myrta frá því kosningaferlið hófst í september. Af öllum þeim 88 morðum hafa handtökur átt sér stað vegna þriggja þeirra. Barragán birti myndband á Facebooksíðu sinni þar sem hún sagði hvar hún var og hvatti kjósendur til að koma og ræða við sig. Skömmu seinna var hún skotin til bana. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja glæpagengi Mexíkó vilja frambjóðendur sem eru hliðhollir þeim í ráðhúsum Mexíkó. Þannig geti þeir sloppið við afskipti lögreglunnar og kúgað fé frá fyrirtækjum og hinu opinbera. AFP segir að rúmlega 150 stjórnmálamenn hafi verið myrtir í forsetakosningunum 2018. Nú stendur til að kjósa þingmenn, fimmtán ríkisstjóra og þúsundir sveitarstjórnarmanna. Frambjóðandi segist ítrekað fá hótanir Blaðamaður fréttaveitunnar ræddi við Julio Gonzales, sem hefur boðið sig fram til borgarstjóra Dolores Hidalgo, sem einnig er í Guanajuato. Þetta er í annað sinn sem hann býður sig fram og hann segist ítrekað fá hótanir. Hann segist hafa verið eltur af vopnuðum mönnum og að bensínsprengjum hafi verið kastað að húsi hans. Gonzales segist þó hvergi banginn og hann muni ekki hætta aðkomu sinni að pólitík.
Mexíkó Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira