Fimm fyrirtækja samningur fyrir fyrstu lotu Borgarlínu Snorri Másson skrifar 27. maí 2021 14:17 Fyrsta lota Borgarlínu verða 14,2 kílómetrar. Samningar um hönnun á fyrstu lotu Borgarlínunnar, sem verður um 14,5 km að lengd, voru undirritaðir í dag í húsakynnum Vegagerðarinnar. Alþjóðlega verkfræðifyrirtækið Artelia Group mun leiða verkefnið í samstarfi við verkfræðistofurnar MOE og Hnit og arkitektastofurnar Gottlieb Paludan og Yrki arkitektar, en teymið var hlutskarpast í hönnunarútboði sem fram fór innan evrópska efnahagssvæðisins. Artelia Group mun leiða teymið en það er alþjóðlegt verkfræðifyrirtæki sem starfar í 40 löndum og hefur yfir 6100 starfsmenn. Artelia hefur mikla reynslu af hraðvagnakerfum (BRT) og hefur hannað yfir 175 km af BRT og 255 af léttlestarkerfum víða um veröld, meðal annars Pau BRT kerfið í Pýreneafjöllunum og Lens BRT kerfið í N-Frakklandi. MOE eru sérfræðingar í sjálfbærum innviðaverkefnum, og sáu m.a. um grunn- og forhönnun fyrir léttlestarkerfið í Kaupmannahöfn. Danska stofan Gottlieb Paludan Architects er þekkt fyrir að hanna lausnir fyrir innviði á borð við léttlestir, hraðvagnakerfi og umferðamiðstöðvar víða um heim. Þá eru Yrki arkitektar og Hnit lykilaðilar í teyminu og með nauðsynlega staðbundna þekkingu. Hnit verkfræðistofa sérhæfir sig í alhliða verkfræðiráðgjöf á sviði mannvirkjagerðar og Yrki arkitektar bjóða upp á alhliða þjónustu á sviði arkitektúrs og skipulags. ,,Það er okkur mikið fagnaðarefni að fá svona reynslumikið hönnunarteymi að Borgarlínuverkefninu en reynsla þeirra mun hjálpa okkur að ná markmiðum samgöngusáttmálans um breyttar ferðavenjur og kolefnishlutlaust borgarsamfélag en til gamans má geta að Artelia Group, sem mun leiða teymið, hefur hannað yfir 175 km af BRT og 255 af léttlestarkerfum víða um veröld,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínunnar hjá Vegagerðinni, í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Mörg skref eru þarf enn að taka áður en endanlegar tillögur að útfærslu fyrstu lotu liggja fyrir. Umsagnartíma frumdraga lýkur næst komandi mánudag þann 31. maí á samráðsgátt stjórnvalda, og verður því byrjað á að skoða þær ábendingar sem hafa borist og leggja línurnar um þróun tillaganna í samvinnu við alla hlutaðeigandi. „Við erum með alveg nýtt verkefni í okkar samhengi þó flest okkar þekki hágæða almenningssamgöngur frá öðrum löndum. Það er því nauðsynlegt að við nýtum hönnunarferlið til að auka samtalið um verkefnið og þær breytingar á borgarumhverfinu og samgöngutækifærum sem það boðar. Í þessu ljósi er ákaflega mikilvægt að við njótum aðstoðar reynslumikils hönnunarteymis sem hefur komið að fjölda sambærilegra verkefna og getur hjálpað okkur að setja viðfangsefnið og áskoranirnar í stærra samhengi,“ er haft eftir Hrafnkatli. „Við munum nota sumarið í undirbúning og skerpa línur, svo með haustinu og frekari afléttingum ferðatakmarkanna hlökkum við til að taka á móti verkefnastjóra Artelia sem gerir ráð fyrir að vera staðsett hér á landi. Skiptir það miklu máli til að flétta farsællega saman reynslu erlendra aðila við íslenskt samfélag sem og að tryggja mikilvæga þekkingaryfirfærslu. Við gerum svo ráð fyrir að fyrstu afurðir úr hönnunarvinnu Artelia og samstarfsaðila muni liggja fyrir í haust.“ Borgarlína Samgöngur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Alþjóðlega verkfræðifyrirtækið Artelia Group mun leiða verkefnið í samstarfi við verkfræðistofurnar MOE og Hnit og arkitektastofurnar Gottlieb Paludan og Yrki arkitektar, en teymið var hlutskarpast í hönnunarútboði sem fram fór innan evrópska efnahagssvæðisins. Artelia Group mun leiða teymið en það er alþjóðlegt verkfræðifyrirtæki sem starfar í 40 löndum og hefur yfir 6100 starfsmenn. Artelia hefur mikla reynslu af hraðvagnakerfum (BRT) og hefur hannað yfir 175 km af BRT og 255 af léttlestarkerfum víða um veröld, meðal annars Pau BRT kerfið í Pýreneafjöllunum og Lens BRT kerfið í N-Frakklandi. MOE eru sérfræðingar í sjálfbærum innviðaverkefnum, og sáu m.a. um grunn- og forhönnun fyrir léttlestarkerfið í Kaupmannahöfn. Danska stofan Gottlieb Paludan Architects er þekkt fyrir að hanna lausnir fyrir innviði á borð við léttlestir, hraðvagnakerfi og umferðamiðstöðvar víða um heim. Þá eru Yrki arkitektar og Hnit lykilaðilar í teyminu og með nauðsynlega staðbundna þekkingu. Hnit verkfræðistofa sérhæfir sig í alhliða verkfræðiráðgjöf á sviði mannvirkjagerðar og Yrki arkitektar bjóða upp á alhliða þjónustu á sviði arkitektúrs og skipulags. ,,Það er okkur mikið fagnaðarefni að fá svona reynslumikið hönnunarteymi að Borgarlínuverkefninu en reynsla þeirra mun hjálpa okkur að ná markmiðum samgöngusáttmálans um breyttar ferðavenjur og kolefnishlutlaust borgarsamfélag en til gamans má geta að Artelia Group, sem mun leiða teymið, hefur hannað yfir 175 km af BRT og 255 af léttlestarkerfum víða um veröld,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínunnar hjá Vegagerðinni, í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Mörg skref eru þarf enn að taka áður en endanlegar tillögur að útfærslu fyrstu lotu liggja fyrir. Umsagnartíma frumdraga lýkur næst komandi mánudag þann 31. maí á samráðsgátt stjórnvalda, og verður því byrjað á að skoða þær ábendingar sem hafa borist og leggja línurnar um þróun tillaganna í samvinnu við alla hlutaðeigandi. „Við erum með alveg nýtt verkefni í okkar samhengi þó flest okkar þekki hágæða almenningssamgöngur frá öðrum löndum. Það er því nauðsynlegt að við nýtum hönnunarferlið til að auka samtalið um verkefnið og þær breytingar á borgarumhverfinu og samgöngutækifærum sem það boðar. Í þessu ljósi er ákaflega mikilvægt að við njótum aðstoðar reynslumikils hönnunarteymis sem hefur komið að fjölda sambærilegra verkefna og getur hjálpað okkur að setja viðfangsefnið og áskoranirnar í stærra samhengi,“ er haft eftir Hrafnkatli. „Við munum nota sumarið í undirbúning og skerpa línur, svo með haustinu og frekari afléttingum ferðatakmarkanna hlökkum við til að taka á móti verkefnastjóra Artelia sem gerir ráð fyrir að vera staðsett hér á landi. Skiptir það miklu máli til að flétta farsællega saman reynslu erlendra aðila við íslenskt samfélag sem og að tryggja mikilvæga þekkingaryfirfærslu. Við gerum svo ráð fyrir að fyrstu afurðir úr hönnunarvinnu Artelia og samstarfsaðila muni liggja fyrir í haust.“
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira