Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 10:59 Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. EPA/TOMS KALNINS Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Sjá einnig: „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í frétt Spiegel segir að flugvélinni hafi verið flogið inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands um klukkan 12:30 að staðartíma á sunnudaginn. Nánast samstundis hafi flugumferðarstjórar tilkynnt flugstjóra flugvélarinnar að þeir hefðu upplýsingar um að sprengja væri um borð og til stæði að sprengja flugvélina í loft upp yfir Litháen. Klukkan 12:47 var flugvélinni snúið til lendingnar í Minsk. Þetta kemur fram í eftirriti af samskiptum flugumferðarstjóra og flugstjórans sem birt var á vef Samgönguráðuneytis Hvíta-Rússlands. Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, hélt því fram í gær að ríkisstjórn hans hefði verið í fullum rétti. Hann sagði sprengjuhótun hafa borist frá aðilum í Sviss, sem hafi sagst vera meðlimir Hamas-samtakanna. Blaðamenn Spiegel hafa séð þann tölvupóst sem innihélt hótunina og var hann ekki sendur til flugvallarins í Minsk fyrr en 12:57. Það er um hálftíma eftir að flugumferðarstjórar í Minsk sögðu flugstjóranum að lenda þar. Blaðamenn Daily Beast hafa einnig séð póstinn. Pósturinn barst frá netfangingu ahmed_yurlanov1988@protonmail.com og í honum stóð: „Við, hermenn Hamas, krefjumst þess að Ísrael hætti að skjóta á Gasa-ströndina. Við krefjumst þess að Evrópusambandið láti af stuðningi sínum við Ísrael í þessu stríði.“ Þar segir einnig að Hamas viti að fólk sem hafi sótt viðskiptaráðstefnu í Grikklandi sé á leið til Litháens með þessari tilteknu flugvél og að sprengju hafi verið komið fyrir um borð í heni. „Verði sambandið ekki við þeirri kröfu, mun sprengjan springa yfir Vilníus þann 23. maí. “ Sjá einnig: Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Vert er að taka fram að forsvarsmenn Hamas þvertaka fyrir að pósturinn hafi verið sendur af meðlimum en vopnahlé hafði þegar tekið gildi á Gasa á föstudeginum, tveimur dögum áður en pósturinn var sendur. Þá gera ráðmenn í Evrópu ráð fyrir því að hótunin sé uppspuni og styðja upplýsingar Spiegel það. Markmiðið hafi verið að handtaka Protasevíts. Það hefur vakið furðu að Lúkasjenka sagði hótunina hafa borist frá Sviss. Líklegast þykir að þar hafi um misskilning verið að ræða, þar sem fyrirtækið sem gerir út Protonmail er staðsett í Genf. Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Sjá einnig: „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í frétt Spiegel segir að flugvélinni hafi verið flogið inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands um klukkan 12:30 að staðartíma á sunnudaginn. Nánast samstundis hafi flugumferðarstjórar tilkynnt flugstjóra flugvélarinnar að þeir hefðu upplýsingar um að sprengja væri um borð og til stæði að sprengja flugvélina í loft upp yfir Litháen. Klukkan 12:47 var flugvélinni snúið til lendingnar í Minsk. Þetta kemur fram í eftirriti af samskiptum flugumferðarstjóra og flugstjórans sem birt var á vef Samgönguráðuneytis Hvíta-Rússlands. Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, hélt því fram í gær að ríkisstjórn hans hefði verið í fullum rétti. Hann sagði sprengjuhótun hafa borist frá aðilum í Sviss, sem hafi sagst vera meðlimir Hamas-samtakanna. Blaðamenn Spiegel hafa séð þann tölvupóst sem innihélt hótunina og var hann ekki sendur til flugvallarins í Minsk fyrr en 12:57. Það er um hálftíma eftir að flugumferðarstjórar í Minsk sögðu flugstjóranum að lenda þar. Blaðamenn Daily Beast hafa einnig séð póstinn. Pósturinn barst frá netfangingu ahmed_yurlanov1988@protonmail.com og í honum stóð: „Við, hermenn Hamas, krefjumst þess að Ísrael hætti að skjóta á Gasa-ströndina. Við krefjumst þess að Evrópusambandið láti af stuðningi sínum við Ísrael í þessu stríði.“ Þar segir einnig að Hamas viti að fólk sem hafi sótt viðskiptaráðstefnu í Grikklandi sé á leið til Litháens með þessari tilteknu flugvél og að sprengju hafi verið komið fyrir um borð í heni. „Verði sambandið ekki við þeirri kröfu, mun sprengjan springa yfir Vilníus þann 23. maí. “ Sjá einnig: Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Vert er að taka fram að forsvarsmenn Hamas þvertaka fyrir að pósturinn hafi verið sendur af meðlimum en vopnahlé hafði þegar tekið gildi á Gasa á föstudeginum, tveimur dögum áður en pósturinn var sendur. Þá gera ráðmenn í Evrópu ráð fyrir því að hótunin sé uppspuni og styðja upplýsingar Spiegel það. Markmiðið hafi verið að handtaka Protasevíts. Það hefur vakið furðu að Lúkasjenka sagði hótunina hafa borist frá Sviss. Líklegast þykir að þar hafi um misskilning verið að ræða, þar sem fyrirtækið sem gerir út Protonmail er staðsett í Genf.
Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira