Tilkynna fyrstu vinningshafa bóluefnalottósins „Vax-a-Million“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 07:37 Ríkisstjórinn Mike DeWine ásamt styrkþeganum Joseph Costello. Yfirvöld í Ohio í Bandaríkjunum hafa greint frá nöfnum fyrstu vinningshafana í bóluefnalottóinu Vax-a-Million en um er að ræða átak til að fá sem flesta íbúa ríkisins til að þiggja bólusetningu. Abbigail Bugenske, sem býr í einu úthverfa Cincinnati, hlaut fyrsta vinning átaksins; eina milljón dala, eða 121 milljón krónur. Þá vann ungmennið Joseph Costello skólastyrk. Tilkynnt var um uppátækið fyrr í þessum mánuði, í kjölfar þess að verulega fór að hægja á bólusetningum. Allir þeir sem hafa þegið bólusetningu geta skráð sig til leiks en dregið verður í lottóinu að minnsta kosti fjórum sinnum í viðbót. Samkvæmt BBC hafa 2,7 milljónir skráð sig í lottóið til að freista þess að vinna milljón Bandaríkjadala og fleiri en 100 þúsund hafa skráð sig í námsstyrkjalottóið, þar sem vinningurinn er háskólanám greitt að fullu af ríkinu. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti lotterísins en gagnrýnendur telja meðal annars að fjármununum hefði heldur átt að verja beint í þágu baráttunnar gegn kórónuveirunni. Ríkisstjórinn Mike DeWine segir árangurinn þó ótvíræðan; frá því að tilkynnt var um lotteríið hafði bólusetningum fjölgað um 94 prósent meðal 16 og 17 ára, um 46 prósent meðal 18 og 19 ára og um 55 prósent meðal 20 til 49 ára. Önnur ríki horfa nú til þess að feta í fótspor Ohio, meðal annarra New York. 🎉 Congratulations to Abbigail and Joseph! 🎉The next #OhioVaxAMillion drawing will take place one week from today. Vaccinated Ohioans who haven't yet entered to win can sign up at https://t.co/Svppf9uA8O pic.twitter.com/HjLnszY2ls— Governor Mike DeWine (@GovMikeDeWine) May 26, 2021 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Abbigail Bugenske, sem býr í einu úthverfa Cincinnati, hlaut fyrsta vinning átaksins; eina milljón dala, eða 121 milljón krónur. Þá vann ungmennið Joseph Costello skólastyrk. Tilkynnt var um uppátækið fyrr í þessum mánuði, í kjölfar þess að verulega fór að hægja á bólusetningum. Allir þeir sem hafa þegið bólusetningu geta skráð sig til leiks en dregið verður í lottóinu að minnsta kosti fjórum sinnum í viðbót. Samkvæmt BBC hafa 2,7 milljónir skráð sig í lottóið til að freista þess að vinna milljón Bandaríkjadala og fleiri en 100 þúsund hafa skráð sig í námsstyrkjalottóið, þar sem vinningurinn er háskólanám greitt að fullu af ríkinu. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti lotterísins en gagnrýnendur telja meðal annars að fjármununum hefði heldur átt að verja beint í þágu baráttunnar gegn kórónuveirunni. Ríkisstjórinn Mike DeWine segir árangurinn þó ótvíræðan; frá því að tilkynnt var um lotteríið hafði bólusetningum fjölgað um 94 prósent meðal 16 og 17 ára, um 46 prósent meðal 18 og 19 ára og um 55 prósent meðal 20 til 49 ára. Önnur ríki horfa nú til þess að feta í fótspor Ohio, meðal annarra New York. 🎉 Congratulations to Abbigail and Joseph! 🎉The next #OhioVaxAMillion drawing will take place one week from today. Vaccinated Ohioans who haven't yet entered to win can sign up at https://t.co/Svppf9uA8O pic.twitter.com/HjLnszY2ls— Governor Mike DeWine (@GovMikeDeWine) May 26, 2021
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira