Tveir af bestu kylfingum heims miklir óvinir: Gott að búa frítt í hausnum á þér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 09:30 Brooks Koepka og Bryson DeChambeau þola ekki hvorn annan. Getty/Andrew Redington Bandarísku kylfingarnir Bryson DeChambeau og Brooks Koepka eru engir vinir og deilur þeirra eru komnar út í það að þeir eru farnir að skjóta á hvorn annan á samfélagsmiðlum. Þetta eru tveir af bestu kylfingum heims, Bryson DeChambeau er fjórði á heimslistanum í golfi en Brooks Koepka er í sjöunda sæti. DeChambeau og Koepka hafa aldrei verið miklir vinir en óvináttan fékk olíu á eldinn þegar DeChambeau gerði grín að vaxtarlagi Koepka í janúar 2020. Koepka svaraði með því að benda á fjóra risatitla sína en DeChambeau hefur síðan unnið sinn fyrsta risatitil. Koepka v DeChambeau: The deliciously petty spat that could save golf https://t.co/xk3kBdAHVq— The Guardian (@guardian) May 26, 2021 Áður hafði Koepka gagnrýnt DeChambeau fyrir hægan leik á Northern Trust móti. Um helgina lak út myndband þar sem Brooks Koepka sást ranghvolfa augunum á meðan Bryson DeChambeau var í viðtali eftir golfhringinn sinn. Fjörið á samfélagsmiðlunum í gær tengdist því að Bryson DeChambeau ætlar að spila með Aaron Rodgers á móti þeim Tom Brady og Phil Mickelson í The Match einvíginu í júlí. Reyndar er hægt að skrifa þetta svolítið á Tom Brady sem var að stríða þeim á samfélagsmiðlum og reyna að kveikja í þeim. Það tókst. @BKoepka It s nice to be living rent free in your head!— Bryson DeChambeau (@b_dechambeau) May 26, 2021 Koepka sendi Rodgers á Twitter: Ég finn til með þér. Ástæðan var að hann þurfti að spila með DeChambeau. DeChambeau svaraði beint til Koepka: Það er gott að búa frítt í hausnum á þér. Deilurnar eru heldur betur að kynda undir næsta golfmótið þar sem þeir DeChambeau og Koepka verða meðal keppenda. Það má bóka það að þeir verða settir í sama ráshóp. Það er of gott sjónvarp til þess að sleppa því. Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Þetta eru tveir af bestu kylfingum heims, Bryson DeChambeau er fjórði á heimslistanum í golfi en Brooks Koepka er í sjöunda sæti. DeChambeau og Koepka hafa aldrei verið miklir vinir en óvináttan fékk olíu á eldinn þegar DeChambeau gerði grín að vaxtarlagi Koepka í janúar 2020. Koepka svaraði með því að benda á fjóra risatitla sína en DeChambeau hefur síðan unnið sinn fyrsta risatitil. Koepka v DeChambeau: The deliciously petty spat that could save golf https://t.co/xk3kBdAHVq— The Guardian (@guardian) May 26, 2021 Áður hafði Koepka gagnrýnt DeChambeau fyrir hægan leik á Northern Trust móti. Um helgina lak út myndband þar sem Brooks Koepka sást ranghvolfa augunum á meðan Bryson DeChambeau var í viðtali eftir golfhringinn sinn. Fjörið á samfélagsmiðlunum í gær tengdist því að Bryson DeChambeau ætlar að spila með Aaron Rodgers á móti þeim Tom Brady og Phil Mickelson í The Match einvíginu í júlí. Reyndar er hægt að skrifa þetta svolítið á Tom Brady sem var að stríða þeim á samfélagsmiðlum og reyna að kveikja í þeim. Það tókst. @BKoepka It s nice to be living rent free in your head!— Bryson DeChambeau (@b_dechambeau) May 26, 2021 Koepka sendi Rodgers á Twitter: Ég finn til með þér. Ástæðan var að hann þurfti að spila með DeChambeau. DeChambeau svaraði beint til Koepka: Það er gott að búa frítt í hausnum á þér. Deilurnar eru heldur betur að kynda undir næsta golfmótið þar sem þeir DeChambeau og Koepka verða meðal keppenda. Það má bóka það að þeir verða settir í sama ráshóp. Það er of gott sjónvarp til þess að sleppa því.
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira