Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2021 20:10 Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands. Arnar Halldórsson Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. Gerð tveggja varnargarða ofan Nátthaga til að verjast hraunrennsli er umdeild og núna eftir að hraunið er komið niður í Nátthaga standa menn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þar eigi einnig að freista þess að stýra hraunrennslinu með görðum. Tveimur varnargörðum var ýtt upp til að verjast hraunrennsli niður í Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Jarðvísindamenn höfðu áður óskað eftir því að gera tilraun í Meradölum með mismunandi tegundir varnargarða og upplýsti Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í Morgunblaðinu um síðustu helgi að ekki hefði fengist leyfi til slíks frá yfirvöldum. „Það voru umhverfisaðilar sem blésu það af,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands, í viðtali á Stöð 2. Nánar tiltekið umhverfisráðuneytið, samkvæmt upplýsingum bæjarstjórans í Grindavík, Fannars Jónassonar, en bæjarráð Grindavíkur hafði hvatt til þess í byrjun mánaðarins að farið yrði í slíkar prófanir til að afla reynslu og þekkingar á uppbyggingu varnargarða. Guðrún segir það hafa ráðið úrslitum að garðarnir töldust vera rask á náttúrunni. „Rökin voru þau að það væri betra að láta reyna á þetta þegar það væri komið í þessa áttina og væri farið að ógna Nátthaga. En þegar það kom að því að bjarga Nátthaga þá bara koma sömu vöflurnar aftur.“ Frá Ísólfsskála við Suðurstrandarveg. Jörðin er núna í hættu að fara undir hraun.Arnar Halldórsson Hún óttast núna að sömu sjónarmið um náttúrurask verði til þess að ekki verði reynt að verja Ísólfsskála með varnargörðum. „En málið er að hraunið er fljótt að dylja það rask. Þannig að ég held að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Kannski ættum við líka, fólkið líka, að hafa tilverurétt. Ekki bara náttúran. Hún er nógu öflug. En það er allt í lagi að við fáum bara að búa saman með náttúrunni. En ekki bara í ægivaldi,“ segir formaður Landeigendafélags Ísólfsskála. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Umhverfismál Tengdar fréttir Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Sjá meira
Gerð tveggja varnargarða ofan Nátthaga til að verjast hraunrennsli er umdeild og núna eftir að hraunið er komið niður í Nátthaga standa menn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þar eigi einnig að freista þess að stýra hraunrennslinu með görðum. Tveimur varnargörðum var ýtt upp til að verjast hraunrennsli niður í Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Jarðvísindamenn höfðu áður óskað eftir því að gera tilraun í Meradölum með mismunandi tegundir varnargarða og upplýsti Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í Morgunblaðinu um síðustu helgi að ekki hefði fengist leyfi til slíks frá yfirvöldum. „Það voru umhverfisaðilar sem blésu það af,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands, í viðtali á Stöð 2. Nánar tiltekið umhverfisráðuneytið, samkvæmt upplýsingum bæjarstjórans í Grindavík, Fannars Jónassonar, en bæjarráð Grindavíkur hafði hvatt til þess í byrjun mánaðarins að farið yrði í slíkar prófanir til að afla reynslu og þekkingar á uppbyggingu varnargarða. Guðrún segir það hafa ráðið úrslitum að garðarnir töldust vera rask á náttúrunni. „Rökin voru þau að það væri betra að láta reyna á þetta þegar það væri komið í þessa áttina og væri farið að ógna Nátthaga. En þegar það kom að því að bjarga Nátthaga þá bara koma sömu vöflurnar aftur.“ Frá Ísólfsskála við Suðurstrandarveg. Jörðin er núna í hættu að fara undir hraun.Arnar Halldórsson Hún óttast núna að sömu sjónarmið um náttúrurask verði til þess að ekki verði reynt að verja Ísólfsskála með varnargörðum. „En málið er að hraunið er fljótt að dylja það rask. Þannig að ég held að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Kannski ættum við líka, fólkið líka, að hafa tilverurétt. Ekki bara náttúran. Hún er nógu öflug. En það er allt í lagi að við fáum bara að búa saman með náttúrunni. En ekki bara í ægivaldi,“ segir formaður Landeigendafélags Ísólfsskála. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Umhverfismál Tengdar fréttir Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Sjá meira
Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44
Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18