Sirrý sækist eftir sæti ofarlega á lista Sjálfstæðismanna Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2021 11:57 Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý. Aðsend Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna komandi þingkosninga. Í tilkynningu kemur fram að ákvörðun um framboð sé byggð á ríkum vilja til þess að ná fram breytingum sem hún telji að muni bæta lífsgæði fólks, sérstaklega á landsbyggðinni. „Ég tel mig hafa margt fram að færa sem getur nýst til þess að bæta samfélagið. Ég er baráttukona með ríka réttlætiskennd og framsýni, og hef tekið þátt í og leitt smá og stór verkefni til hagsbóta fyrir samfélagið. Mörg baráttumál eru mér hugleikin, en allra mikilvægast finnst mér að jafna tækifæri landsbyggðarinnar og stuðla að uppbyggingu og bættum lífsgæðum. Ég hef mikinn áhuga á málefnum aldraðra og mun leggja ríka áherslu á að bæta heilbrigðisþjónustu á svæðinu, bæði með aukinni fjarþjónustu og fjölbreytni í þjónustuúrræðum. Aldraðir eiga svo sannarlega að geta valið hvar þeir búa sín síðustu ár, eins eiga foreldrar langveikra barna að geta búið við öryggi og fullnægjandi þjónustu í sínu samfélagi. Geðheilbrigðismál eru mér einnig ofarlega í huga, en mikill misbrestur er á aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu víða um land. Aukin aðgangur að heilbrigðisþjónustu er einnig mikilvægur þáttur í því að efla samkeppnishæfni landsbyggðarinnar. Mjög mikilvægt er að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar og þar tel ég að betri samgöngur séu lykilatriði. Blómleg ferðaþjónusta á landsbyggðinni skiptir sköpum fyrir aukna fjárfestingu, hún eflir nýsköpun og leiðir til fjölgunar mikilvægra starfa. Ferðaþjónusta, ásamt sjávarútvegi og landbúnaði, eru grunnstoðir atvinnulífs í Norðvesturkjördæmi og koma til með að efla efnahagslega sjálfbærni svæðisins til lengri tíma litið. Umhverfismál eru mér einnig hugleikin og sé ég mörg tækifæri fyrir Norðvesturkjördæmi að marka sér sérstöðu á því sviði. Ég er fædd og uppalin á Bíldudal í fjögurra systkina hópi. Foreldrar mínir eru báðir frá Bíldudal og stórfjölskyldan öll, ég er því svo lánsöm að hafa eytt æskunni í kringum allt mitt fólk. Ég flutti suður til þess að mennta mig sem matreiðslumaður og hef unnið ýmis störf tengd matvælaiðnaði og þjónustu allar götur síðan. Þrátt fyrir að hafa verið búsett í Reykjavík um árabil eru rætur mínar og hugur fyrir vestan. Ég hef verið svo lánsöm að geta dvalið mikið og hef ávallt fylgst náið með uppbyggingu og framþróun fyrir vestan. Frábært starf hefur víða verið unnið og mörg tækifæri eru enn ónýtt. Ég tel að þekking mín og rætur, ásamt samfélagslegum áhuga muni nýtast vel í að starfa að mikilvægum málum í kjördæminu. Ég stofnaði átaksverkefnið Lífskraft með það fyrir augum að beina athyglinni að og bæta þjónustu við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Það verkefni kenndi mér að óbilandi trú, samstaða og samkennd getur flutt fjöll,“ segir í tilkynningunni. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi verður haldið dagana 16. til 19. júní næstkomandi. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að ákvörðun um framboð sé byggð á ríkum vilja til þess að ná fram breytingum sem hún telji að muni bæta lífsgæði fólks, sérstaklega á landsbyggðinni. „Ég tel mig hafa margt fram að færa sem getur nýst til þess að bæta samfélagið. Ég er baráttukona með ríka réttlætiskennd og framsýni, og hef tekið þátt í og leitt smá og stór verkefni til hagsbóta fyrir samfélagið. Mörg baráttumál eru mér hugleikin, en allra mikilvægast finnst mér að jafna tækifæri landsbyggðarinnar og stuðla að uppbyggingu og bættum lífsgæðum. Ég hef mikinn áhuga á málefnum aldraðra og mun leggja ríka áherslu á að bæta heilbrigðisþjónustu á svæðinu, bæði með aukinni fjarþjónustu og fjölbreytni í þjónustuúrræðum. Aldraðir eiga svo sannarlega að geta valið hvar þeir búa sín síðustu ár, eins eiga foreldrar langveikra barna að geta búið við öryggi og fullnægjandi þjónustu í sínu samfélagi. Geðheilbrigðismál eru mér einnig ofarlega í huga, en mikill misbrestur er á aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu víða um land. Aukin aðgangur að heilbrigðisþjónustu er einnig mikilvægur þáttur í því að efla samkeppnishæfni landsbyggðarinnar. Mjög mikilvægt er að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar og þar tel ég að betri samgöngur séu lykilatriði. Blómleg ferðaþjónusta á landsbyggðinni skiptir sköpum fyrir aukna fjárfestingu, hún eflir nýsköpun og leiðir til fjölgunar mikilvægra starfa. Ferðaþjónusta, ásamt sjávarútvegi og landbúnaði, eru grunnstoðir atvinnulífs í Norðvesturkjördæmi og koma til með að efla efnahagslega sjálfbærni svæðisins til lengri tíma litið. Umhverfismál eru mér einnig hugleikin og sé ég mörg tækifæri fyrir Norðvesturkjördæmi að marka sér sérstöðu á því sviði. Ég er fædd og uppalin á Bíldudal í fjögurra systkina hópi. Foreldrar mínir eru báðir frá Bíldudal og stórfjölskyldan öll, ég er því svo lánsöm að hafa eytt æskunni í kringum allt mitt fólk. Ég flutti suður til þess að mennta mig sem matreiðslumaður og hef unnið ýmis störf tengd matvælaiðnaði og þjónustu allar götur síðan. Þrátt fyrir að hafa verið búsett í Reykjavík um árabil eru rætur mínar og hugur fyrir vestan. Ég hef verið svo lánsöm að geta dvalið mikið og hef ávallt fylgst náið með uppbyggingu og framþróun fyrir vestan. Frábært starf hefur víða verið unnið og mörg tækifæri eru enn ónýtt. Ég tel að þekking mín og rætur, ásamt samfélagslegum áhuga muni nýtast vel í að starfa að mikilvægum málum í kjördæminu. Ég stofnaði átaksverkefnið Lífskraft með það fyrir augum að beina athyglinni að og bæta þjónustu við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Það verkefni kenndi mér að óbilandi trú, samstaða og samkennd getur flutt fjöll,“ segir í tilkynningunni. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi verður haldið dagana 16. til 19. júní næstkomandi.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira