Fer í gröfina án þess að skilja af hverju allir kenndu mér um tap Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 09:30 Síðustu ár Alberto Moreno hjá Liverpool voru ekki þau skemmtilegustu. EPA/PETER POWELL Alberto Moreno er enn á ný kominn í úrslitaleik í Evrópukeppni. Áður með Liverpool og Sevilla en nú með Villarreal. Hann ætti að kannast vel við mótherja kvöldsins eftir árin sín með Liverpool. Villarreal mætir Manchester United í kvöld og það halda örugglega miklu fleiri Liverpool stuðningsmenn með honum í kvöld en á erfiðum lokaárum hans sem leikmanni félagsins. Síðasti úrslitaleikur Morena í Evrópudeildinni var nefnilega mjög afdrifaríkur fyrir framtíð hans hjá Liverpool. Það var árið 2016 og Liverpool missti af Meistaradeildarsæti eftir 3-1 tap á móti Sevilla í Basel. Leikurinn á móti Manchester United í kvöld er fyrsti úrslitaleikur Villarreal liðsins í Evrópu en þetta verður fimmti úrslitaleikur Alberto Moreno á sjö árum í Evrópukeppnum. Alberto Moreno says he and Santi Cazorla fight over who laughs most. Which says a lot. Few players so enjoyable to talk to: funny, open, very honest. https://t.co/XjFOvYwG2F— Sid Lowe (@sidlowe) May 25, 2021 Guardian ræddi við Alberto Moreno í tilefni af úrslitaleiknum í Gdansk. Hann grínaðist með það að hafa verið að segja liðsfélögunum sínum að þeir yrðu að vinna leikinn og fá að finna hvað Evrópudeildarbikarinn er þungur. „Hann er örugglega þyngri en Meistaradeildarbikarinn,“ sagði Alberto Moreno. „Ég var hjá Sevilla og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, fór þaðan til Liverpool og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og er síðan kominn til Villarreal og við erum komnir í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Næsta lið sem ég sem við mun fá þetta inn í samninginn minn,“ sagði Moreno léttur. Unai Emery, núverandi knattspyrnustjóri Villarreal, var stjóri Sevilla þegar liðið vann Moreno og þáverandi félaga hans í Liverpool í úrslitaleiknum 2016. „Já hann segir mér frá því. Hann elskar að útskýra það hvernig hann notaði tvo bakverði á móti mér og Coutinho,“ sagði Moreno. Þessi úrslitaleikur var hins vegar mjög afdrifaríkur því Moreno fékk mikla gagnrýni og flestir hjá Liverpool misstu trúna á hann í kjölfarið. „Ég skil ekki ennþá af hverju ég fékk alla þessa gagnrýni. Þeir klobbuðu mig í fyrsta markinu en ég er varnarmaður og leikmenn fara líka framhjá Sergio Ramos, besta miðverði heims. Af hverju getur það ekki gerst fyrir mig líka,“ sagði Moreno. Alberto Moreno opens up on his time at Anfield https://t.co/a4Lr0TIHub— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 25, 2021 „Það er ekki sanngjarnt. Fólkið kenndi mér um. Bara mér. Það var eins og ég einn hefði tapað úrslitaleiknum. Það var erfitt. Ég mun fara í gröfina án þess að skilja af hverju allir kenndu mér um tap Liverpool í þessum leik,“ sagði Moreno. Jürgen Klopp setti James Milner í öfugan bakvörð í stað Moreno í næsta leik og svo meiddist hann þegar hann leit út fyrir að vera að vinna sér aftur sæti í liðinu. Þá fékk Andy Robertson tækifærið í hægri bakverðinum og hefur ekki litið til baka. Síðasti leikur Moreno með Liverpool var seinni Meistaradeildarleikurinn. Hann fór í kjölfarið til Villarreal og hefur spilað það síðan. Í kvöld gæti hann hjálpað liðinu að upplifa stærstu stundina í sögu þess. Leikur Manchester United og Villarreal er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.50. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjá meira
Villarreal mætir Manchester United í kvöld og það halda örugglega miklu fleiri Liverpool stuðningsmenn með honum í kvöld en á erfiðum lokaárum hans sem leikmanni félagsins. Síðasti úrslitaleikur Morena í Evrópudeildinni var nefnilega mjög afdrifaríkur fyrir framtíð hans hjá Liverpool. Það var árið 2016 og Liverpool missti af Meistaradeildarsæti eftir 3-1 tap á móti Sevilla í Basel. Leikurinn á móti Manchester United í kvöld er fyrsti úrslitaleikur Villarreal liðsins í Evrópu en þetta verður fimmti úrslitaleikur Alberto Moreno á sjö árum í Evrópukeppnum. Alberto Moreno says he and Santi Cazorla fight over who laughs most. Which says a lot. Few players so enjoyable to talk to: funny, open, very honest. https://t.co/XjFOvYwG2F— Sid Lowe (@sidlowe) May 25, 2021 Guardian ræddi við Alberto Moreno í tilefni af úrslitaleiknum í Gdansk. Hann grínaðist með það að hafa verið að segja liðsfélögunum sínum að þeir yrðu að vinna leikinn og fá að finna hvað Evrópudeildarbikarinn er þungur. „Hann er örugglega þyngri en Meistaradeildarbikarinn,“ sagði Alberto Moreno. „Ég var hjá Sevilla og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, fór þaðan til Liverpool og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og er síðan kominn til Villarreal og við erum komnir í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Næsta lið sem ég sem við mun fá þetta inn í samninginn minn,“ sagði Moreno léttur. Unai Emery, núverandi knattspyrnustjóri Villarreal, var stjóri Sevilla þegar liðið vann Moreno og þáverandi félaga hans í Liverpool í úrslitaleiknum 2016. „Já hann segir mér frá því. Hann elskar að útskýra það hvernig hann notaði tvo bakverði á móti mér og Coutinho,“ sagði Moreno. Þessi úrslitaleikur var hins vegar mjög afdrifaríkur því Moreno fékk mikla gagnrýni og flestir hjá Liverpool misstu trúna á hann í kjölfarið. „Ég skil ekki ennþá af hverju ég fékk alla þessa gagnrýni. Þeir klobbuðu mig í fyrsta markinu en ég er varnarmaður og leikmenn fara líka framhjá Sergio Ramos, besta miðverði heims. Af hverju getur það ekki gerst fyrir mig líka,“ sagði Moreno. Alberto Moreno opens up on his time at Anfield https://t.co/a4Lr0TIHub— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 25, 2021 „Það er ekki sanngjarnt. Fólkið kenndi mér um. Bara mér. Það var eins og ég einn hefði tapað úrslitaleiknum. Það var erfitt. Ég mun fara í gröfina án þess að skilja af hverju allir kenndu mér um tap Liverpool í þessum leik,“ sagði Moreno. Jürgen Klopp setti James Milner í öfugan bakvörð í stað Moreno í næsta leik og svo meiddist hann þegar hann leit út fyrir að vera að vinna sér aftur sæti í liðinu. Þá fékk Andy Robertson tækifærið í hægri bakverðinum og hefur ekki litið til baka. Síðasti leikur Moreno með Liverpool var seinni Meistaradeildarleikurinn. Hann fór í kjölfarið til Villarreal og hefur spilað það síðan. Í kvöld gæti hann hjálpað liðinu að upplifa stærstu stundina í sögu þess. Leikur Manchester United og Villarreal er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.50.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjá meira