Forseti og forsætisráðherra Malí í haldi hersins Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2021 16:01 Lögregluþjónar fylgjast með mótmælum vegna handtöku forsetans og forsætisráðherrans í Malí. Aðgerðir hersins hafa verið harðlega gagnrýndar víða. AP Her Malí hefur vikið forseta og forsætisráðherra ríkisins úr embættum og tekið völdin. Það er tíu mánuðum eftir að herinn tók síðast völd í Malí með því að velta forsetanum Ibrahim Boubacar Keïta úr sessi. Þá var því heitið að kosningar yrðu haldnar og lýðræði komið aftur á. Bráðabirgðastjórn var mynduð í september sem leidd var af forsetanum Bah Ndaw og forsætisráðherranum Moctar Ouane. Ofurstinn Assimi Goita, sem leiddi valdaránið í fyrra, hefur nú vikið þeim Ndaw og Ouane úr embætti, fangað þá og sakar ofurstinn þá um að hafa reynt að skemma lýðræðisferlið. Í ávarpi sem hann hélt í dag sagði Goita að enn stæði til að halda kosningar á næsta ári, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Malí hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár. Þar er mikil fátækt og þá hefur ríkisstjórn landsins átt í mannskæðri og kostnaðarsamri baráttu við vígamenn í austurhluta landsins. AFP segir Goita hafa orðið reiðan þegar þeir Ndaw og Ouane gerðu breytingar á bráðabirgðastjórninni, án þess að hafa rætt við Goita, sem er titlaður sem varaforseti í bráðabirgðastjórninni. Því voru þeir handsamaðir af hernum í gær. Vendingarnar hafa verið fordæmdar af Sameinuðu þjóðunum, Afríkubandalaginu, efnahagsráði Vestur-Afríkuríkja, Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Ráðamenn í Frakklandi, sem voru áður nýlenduherrar Malí, segja að um hreint og beint valdarán sér að ráða. Utanríkisráðherra Frakklands hefur krafist þess að forsetanum og forsætisráðherranum verði sleppt úr haldi hersins. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur kallað eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman sem fyrst til að ræða valdaránið. Malí Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Þá var því heitið að kosningar yrðu haldnar og lýðræði komið aftur á. Bráðabirgðastjórn var mynduð í september sem leidd var af forsetanum Bah Ndaw og forsætisráðherranum Moctar Ouane. Ofurstinn Assimi Goita, sem leiddi valdaránið í fyrra, hefur nú vikið þeim Ndaw og Ouane úr embætti, fangað þá og sakar ofurstinn þá um að hafa reynt að skemma lýðræðisferlið. Í ávarpi sem hann hélt í dag sagði Goita að enn stæði til að halda kosningar á næsta ári, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Malí hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár. Þar er mikil fátækt og þá hefur ríkisstjórn landsins átt í mannskæðri og kostnaðarsamri baráttu við vígamenn í austurhluta landsins. AFP segir Goita hafa orðið reiðan þegar þeir Ndaw og Ouane gerðu breytingar á bráðabirgðastjórninni, án þess að hafa rætt við Goita, sem er titlaður sem varaforseti í bráðabirgðastjórninni. Því voru þeir handsamaðir af hernum í gær. Vendingarnar hafa verið fordæmdar af Sameinuðu þjóðunum, Afríkubandalaginu, efnahagsráði Vestur-Afríkuríkja, Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Ráðamenn í Frakklandi, sem voru áður nýlenduherrar Malí, segja að um hreint og beint valdarán sér að ráða. Utanríkisráðherra Frakklands hefur krafist þess að forsetanum og forsætisráðherranum verði sleppt úr haldi hersins. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur kallað eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman sem fyrst til að ræða valdaránið.
Malí Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira