Wijnaldum til Barcelona með blessun Messis Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2021 10:51 Georginio Wijnaldum var kvaddur á Anfield um helgina og leystur út með gjöfum, eftir að liðið tryggði sér 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Andrew Powell Hollenski landsliðsmaðurinn Georginio Wijnaldum mun gera samning við Barcelona sem gildir til sumarsins 2024. Hann fer frítt til félagsins frá Liverpool þar sem samningur hans er að renna út. Þetta segir íþróttafréttamaðurinn virti Fabrizio Romano á Twitter. Hann tekur fram að ekkert samkomulag hafi náðst við Bayern München enda hafi Wijnaldum viljað fara til Barcelona frekar. Aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum varðandi samning hans við Barcelona. Gini Wijnaldum is set to join Barcelona as a free agent until June 2024 - there s nothing agreed with FC Bayern, he wants to sign for Barça. Last details and... here we go soon! #FCB @MatteMoretto— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2021 Romano vísar einnig til íþróttafréttamannsins Matteo Moretto sem sagði frá yfirvofandi vistaskiptum Wijnaldum, og að þeir Ronald Koeman og Lionel Messi hefðu báðir lagt blessun sína yfir komu miðjumannsins öfluga. Núgildandi samningur Messis við Barcelona rennur reyndar út í sumar og því ríkir óvissa um framtíð hans hjá félaginu. El Barça a punto de fichar a Georginio Wijnaldum como agente libre. El holandés firmaría un contrato por tres temporadas. Fichaje muy querido, sobretodo por Koeman y Leo Messi que han dado el visto bueno — Matteo Moretto (@MatteMoretto) May 25, 2021 Wijnaldum, sem er þrítugur, hefur verið hjá Liverpool frá árinu 2016 en lék áður með Newcastle, PSV og Feyenoord. Hann er á leið á Evrópumótið með hollenska landsliðinu sem leika mun á heimavelli í Amsterdam, í C-riðli. Í kveðjufærslu til Liverpool á Instagram-síðu sinni kvaðst Wijnaldum ánægður að geta kvatt félagið í Meistaradeildarsæti en Liverpool endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Verðlaunin sem við unnum, stuðningsmenn að syngja nafnið mitt, ég mun aldrei gleyma þeim frábæru áföngum sem við náðum með þessu stórkostlega félagi. Við deildum saman ógleymanlegum stundum og enginn getur tekið þær af okkur,“ skrifaði Wijnaldum. View this post on Instagram A post shared by Gini Wijnaldum (@gwijnaldum) „Ég hefði ólmur viljað áfram spila fyrir Liverpool í mörg ár til viðbótar en því miður fóru hlutirnir á annan veg. Ég þarf að hefja nýtt ævintýri,“ skrifaði Wijnaldum en tók fram að hann væri samningsbundinn Liverpool til 1. júlí og að allt gæti gerst í fótbolta. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Þetta segir íþróttafréttamaðurinn virti Fabrizio Romano á Twitter. Hann tekur fram að ekkert samkomulag hafi náðst við Bayern München enda hafi Wijnaldum viljað fara til Barcelona frekar. Aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum varðandi samning hans við Barcelona. Gini Wijnaldum is set to join Barcelona as a free agent until June 2024 - there s nothing agreed with FC Bayern, he wants to sign for Barça. Last details and... here we go soon! #FCB @MatteMoretto— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2021 Romano vísar einnig til íþróttafréttamannsins Matteo Moretto sem sagði frá yfirvofandi vistaskiptum Wijnaldum, og að þeir Ronald Koeman og Lionel Messi hefðu báðir lagt blessun sína yfir komu miðjumannsins öfluga. Núgildandi samningur Messis við Barcelona rennur reyndar út í sumar og því ríkir óvissa um framtíð hans hjá félaginu. El Barça a punto de fichar a Georginio Wijnaldum como agente libre. El holandés firmaría un contrato por tres temporadas. Fichaje muy querido, sobretodo por Koeman y Leo Messi que han dado el visto bueno — Matteo Moretto (@MatteMoretto) May 25, 2021 Wijnaldum, sem er þrítugur, hefur verið hjá Liverpool frá árinu 2016 en lék áður með Newcastle, PSV og Feyenoord. Hann er á leið á Evrópumótið með hollenska landsliðinu sem leika mun á heimavelli í Amsterdam, í C-riðli. Í kveðjufærslu til Liverpool á Instagram-síðu sinni kvaðst Wijnaldum ánægður að geta kvatt félagið í Meistaradeildarsæti en Liverpool endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Verðlaunin sem við unnum, stuðningsmenn að syngja nafnið mitt, ég mun aldrei gleyma þeim frábæru áföngum sem við náðum með þessu stórkostlega félagi. Við deildum saman ógleymanlegum stundum og enginn getur tekið þær af okkur,“ skrifaði Wijnaldum. View this post on Instagram A post shared by Gini Wijnaldum (@gwijnaldum) „Ég hefði ólmur viljað áfram spila fyrir Liverpool í mörg ár til viðbótar en því miður fóru hlutirnir á annan veg. Ég þarf að hefja nýtt ævintýri,“ skrifaði Wijnaldum en tók fram að hann væri samningsbundinn Liverpool til 1. júlí og að allt gæti gerst í fótbolta.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira