Engin smit hafa greinst innanlands fjóra daga í röð. Þetta er lengsta smitlausa tímabilið síðan um mánaðamótin febrúar/mars, þegar enginn greindist frá 27. febrúar til 4. mars. Tölur á Covid.is verða næst uppfærðar á morgun, þriðjudag.
Fréttin hefur verið uppfærð.