Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Birgir Olgeirsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. maí 2021 17:17 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. Þorvaldur segir erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær hraun renni að Suðurstrandarvegi. Það fari eftir því hvort að flutningsrásir lokist „Það er erfitt að segja til á þessu stigi. Það fer alveg eftir því hvernig hraunið hagar sér í Nátthaga. Ef það fer að breiða úr sér í Nátthaga þá getur það tekið töluverðan tíma, kannski þrjár til fimm vikur. En ef það nær að mynda svona ákveðna rás í gegnum Nátthagann þá er tíminn miklu styttri. Þá gætum við verið að tala um eina til tvær vikur,“ sagði Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Ekki mikill tími til stefnu Hann segir að það væri skynsamlegt að reyna að stýra hraunflæðinu þannig að það rati beint út í sjó. Það væri hægt með góðum varnargörðum og réttri staðsetningu. „Ef hraunið heldur áfram í gegnum Nátthagann þá væri skynsamlegt af okkur að reyna að beina flæðinu í sem þrengstan farveg og þannig að það fari beint út í sjó.“ Slíkt væri skynsamlegt svo að sem minnst tjón verði. Hann segir að þá þurfi að hugsa til verks sem fyrst. Hvað höfum við langan tíma til að hanna slíkar varnir? „Við höfum ekki mikinn tíma í það.“ Hraun sést frá Suðurstrandarvegi Hraunið sést nú frá Suðurstrandarvegi líkt og sést á þessari mynd. Ekkert lát virðist á gosinu. Þorvaldur segir að breytingar hafi átt sér stað á undanfarinni viku. „Það eru fleiri flutningsrásir hraunsins að lokast og einangrast þannig það er að draga úr hitatapinu. Það þýðir einfaldlega að hraunið hefur meiri möguleika á að verða lengra því það kólnar ekki við flutninginn.“ Þorvaldur segir að þegar hraun hafi komið niður í Nátthaga hafi verið um apalhraun að ræða en apalhraun er seigt hraun sem fer hægar yfir. „Meðan það helst þá held ég að það taki töluverðan tíma fyrir það að komast í gegnum Nátthagann en ef flutningsrásin, niður brekkuna og út gilið niður í Nátthaga, ef sú flutningsrás lokast þá verður flæðið út úr Nátthaga og ferðin niður að Suðurstrandarvegi mikið hraðari.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Þorvaldur segir erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær hraun renni að Suðurstrandarvegi. Það fari eftir því hvort að flutningsrásir lokist „Það er erfitt að segja til á þessu stigi. Það fer alveg eftir því hvernig hraunið hagar sér í Nátthaga. Ef það fer að breiða úr sér í Nátthaga þá getur það tekið töluverðan tíma, kannski þrjár til fimm vikur. En ef það nær að mynda svona ákveðna rás í gegnum Nátthagann þá er tíminn miklu styttri. Þá gætum við verið að tala um eina til tvær vikur,“ sagði Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Ekki mikill tími til stefnu Hann segir að það væri skynsamlegt að reyna að stýra hraunflæðinu þannig að það rati beint út í sjó. Það væri hægt með góðum varnargörðum og réttri staðsetningu. „Ef hraunið heldur áfram í gegnum Nátthagann þá væri skynsamlegt af okkur að reyna að beina flæðinu í sem þrengstan farveg og þannig að það fari beint út í sjó.“ Slíkt væri skynsamlegt svo að sem minnst tjón verði. Hann segir að þá þurfi að hugsa til verks sem fyrst. Hvað höfum við langan tíma til að hanna slíkar varnir? „Við höfum ekki mikinn tíma í það.“ Hraun sést frá Suðurstrandarvegi Hraunið sést nú frá Suðurstrandarvegi líkt og sést á þessari mynd. Ekkert lát virðist á gosinu. Þorvaldur segir að breytingar hafi átt sér stað á undanfarinni viku. „Það eru fleiri flutningsrásir hraunsins að lokast og einangrast þannig það er að draga úr hitatapinu. Það þýðir einfaldlega að hraunið hefur meiri möguleika á að verða lengra því það kólnar ekki við flutninginn.“ Þorvaldur segir að þegar hraun hafi komið niður í Nátthaga hafi verið um apalhraun að ræða en apalhraun er seigt hraun sem fer hægar yfir. „Meðan það helst þá held ég að það taki töluverðan tíma fyrir það að komast í gegnum Nátthagann en ef flutningsrásin, niður brekkuna og út gilið niður í Nátthaga, ef sú flutningsrás lokast þá verður flæðið út úr Nátthaga og ferðin niður að Suðurstrandarvegi mikið hraðari.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira