Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2021 11:44 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fyrirhugaðar afléttingar sem kynntar voru í gær séu í samræmi við hans tillögur. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. Er covid búið? „Nei, covid er ekki búið. Það er bara í einhver staðar í láginni. Það er bara fínt. Ég veit ekki hvað voru tekin mörg sýni í gær en þau voru mjög mörg í fyrradag en þá greindist enginn. Ég minni samt á að það tekur tvær til þrjár vikur fyrir fólk að fá einkenni og þá greinast. En við vonum bara það besta að þetta haldi áfram svona,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Ertu bjartsýnn? „Já, ég er bara mjög bjartsýnn og það er búið að bólusetja mjög marga með einni sprautu sem við vitum að gerir gagn þannig ég held að það sé kominn þokkalegur viðnámsþáttur í samfélagið en við þurfum að ná harðónæminu ennþá betur upp. En þetta lítur bara vel út finnst mér,“ segir Þórólfur. 48 voru í einangrun í gær og 157 í sóttkví. Þá voru 1043 í skimunarsóttkví í gær. Afléttingar í samræmi við tillögur Þórólfs Fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda voru kynntar í gær. Þegar nýjar reglur taka gildi næsta þriðjudag mega 150 manns koma saman í einu og hefur fjarlægðarreglan færst úr tveimur metrum í einn inni á veitingastöðum og börum. Þórólfur segir afléttingarnar vera í samræmi við hans tillögur. Af hverju er eins metra reglan ekki á vinnustöðum? „Við erum bara að reyna breyta þessu hægt og bítandi. Við erum með eins metra reglu á ákveðnum stöðum þar sem grímuskylda er. Ég minni á það að við breyttum í eins metra reglu fyrir ári síðan og bara skömmu síðar fór faraldurinn á flug þannig við vildum bara fara aðeins varlegar í sakirnar núna,“ segir Þórólfur. Hvenær heldur þú að það verði engar reglur í gildi? „Ég held að það verði alltaf einhverjar óskrifaðar reglur. Ég hugsa að það verði alltaf eitthvað sem menn eru með á varðbergi en á meðan við erum ekki að fá nýtt afbrigði af veirunni sem er ónæmt fyrir bólusetningu eða fyrri sýkingu og við sjáum að þetta er allt að virka vel þá held ég að þetta fjari allt saman út svona upp úr miðju sumri,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Er covid búið? „Nei, covid er ekki búið. Það er bara í einhver staðar í láginni. Það er bara fínt. Ég veit ekki hvað voru tekin mörg sýni í gær en þau voru mjög mörg í fyrradag en þá greindist enginn. Ég minni samt á að það tekur tvær til þrjár vikur fyrir fólk að fá einkenni og þá greinast. En við vonum bara það besta að þetta haldi áfram svona,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Ertu bjartsýnn? „Já, ég er bara mjög bjartsýnn og það er búið að bólusetja mjög marga með einni sprautu sem við vitum að gerir gagn þannig ég held að það sé kominn þokkalegur viðnámsþáttur í samfélagið en við þurfum að ná harðónæminu ennþá betur upp. En þetta lítur bara vel út finnst mér,“ segir Þórólfur. 48 voru í einangrun í gær og 157 í sóttkví. Þá voru 1043 í skimunarsóttkví í gær. Afléttingar í samræmi við tillögur Þórólfs Fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda voru kynntar í gær. Þegar nýjar reglur taka gildi næsta þriðjudag mega 150 manns koma saman í einu og hefur fjarlægðarreglan færst úr tveimur metrum í einn inni á veitingastöðum og börum. Þórólfur segir afléttingarnar vera í samræmi við hans tillögur. Af hverju er eins metra reglan ekki á vinnustöðum? „Við erum bara að reyna breyta þessu hægt og bítandi. Við erum með eins metra reglu á ákveðnum stöðum þar sem grímuskylda er. Ég minni á það að við breyttum í eins metra reglu fyrir ári síðan og bara skömmu síðar fór faraldurinn á flug þannig við vildum bara fara aðeins varlegar í sakirnar núna,“ segir Þórólfur. Hvenær heldur þú að það verði engar reglur í gildi? „Ég held að það verði alltaf einhverjar óskrifaðar reglur. Ég hugsa að það verði alltaf eitthvað sem menn eru með á varðbergi en á meðan við erum ekki að fá nýtt afbrigði af veirunni sem er ónæmt fyrir bólusetningu eða fyrri sýkingu og við sjáum að þetta er allt að virka vel þá held ég að þetta fjari allt saman út svona upp úr miðju sumri,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira