Hætt verði að skima bólusetta og börn um miðjan júní Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2021 14:43 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir á landamærum að um miðjan júní verði hætt að skima bólusetta, fólk með vottorð um fyrri Covid-sýkingu og börn. Í júní eða júlí verði stefnt að því að breyta tvöfaldri skimun í einfalda skimun og íhuga að hætta henni í framhaldinu. Heilbrigðisráðherra ákvað í dag að framlengja reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna Covid-19 til 15. júní. Sú breyting verður gerð á reglugerðinni að 1. júní verður skyldudvöl í sóttvarnahúsi vegna komu frá hááhættusvæði felld úr gildi. Þá mun bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá skilgreindum áhættusvæðum vegna COVID-19 falla úr gildi sama dag. Einnig hefur verið ákveðið að áður boðað litakóðakerfi á landamærum muni ekki taka gildi. Um 220 þúsund manns bólusettir síðari hluta júní Þórólfur útlistar í minnisblaði sínu þær aðgerðir sem nú eru í gildi á landamærum. Nú þurfa allir farþegar sem hingað koma frá áhættusvæðum að framvísa neikvæðu PCR-vottorði sem ekki má vera eldra en 72 klst. gamalt. Þeir þurfa við komu til landsins að undirgangast PCR próf sem síðan er endurtekið eftir 5 daga ef fyrra próf er neikvætt. Þeir sem framvísa vottorði um fyrri Covid-sýkingu eða fulla bólusetningu þurfa aðeins að undirgangast eina sýnatöku við komuna til landsins. Hann telji mikilvægt að tryggja fullnægjandi sóttvarnir á landamærum þar til viðunandi ónæmi náist í samfélaginu, eða þegar um 60-70% þjóðarinnar hefur verið bólusettur (um 220.000 manns). Miðað við fyrirliggjandi áætlun um afhendingu bóluefna megi gera ráð fyrir því hlutfalli verði náð í síðari hluta júní 2021. Þrenns konar viðbrögð Þórólfur bendir á í minnisblaði sínu að útlit sé fyrir að framundan sé mikil aukning í komu ferðamanna hingað til lands og það jafnvel á næstu dögum og vikum. Síðustu spár frá ríkislögreglustjóra geri ráð fyrir að á næstu vikum muni farþegum fjölga frá um 1.000 farþegum á dag upp í 4.000-5.000 farþega á dag í fyrri hluta júní. Nú séu greind rúmlega 2.000 sýni á dag samtals frá einstaklingum innanlands, frá einstaklingum á landamærum og einstaklingum sem þurfa vottorð vegna ferðalaga erlendis. Það sé því ljóst að með óbreyttu fyrirkomulagi skimana á landamærum og þeirri hámarksgreiningargetu sem nú er til staðar, verður hámarksgetunni náð á næstu dögum eða vikum. „Viðbrögð við þessari þróun eru einkum þrenns konar að mínu mati: 1) Takmarka fjölda ferðamanna sem hingað koma; 2) Breyta/minnka sóttvarnakröfur á landamærum og 3) Auka greiningargetu innanlands,“ skrifar Þórólfur. Óvissa gagnvart indverska afbrigðinu Þórólfur telur að til að ná þessu fram sé mikilvægt að taka áfram sýni frá bólusettum, a.m.k. næstu tvær vikurnar. „Á meðan að útbreiðsla bólusetninga í samfélaginu hefur ekki náð 60-70% er hins vegar möguleiki á að smitaðir einstaklingar með vottorð geti sett hér af stað hópsýkingar eins og dæmin hafa sýnt. Þá er uppi óvissa gagnvart hinu sk. indverska afbrigðis veirunnar (B 1.617) og ekki næg þekking á virkni bóluefna gegn því eða á hættu á endursýkingum,“ skrifar Þórólfur. Þá telur hann ekki ráðlegt á þessari stundu að hætta sóttkví og seinni sýnatöku hjá þeim sem reynast neikvæðir í fyrri skimun á landamærum á meðan útbreiðsla bólusetninga hefur ekki náð 60-70%. Tillögur Þórólfs eru því eftirfarandi: a. Farþegar verði áfram krafðir um neikvætt RT-PCR vottorð sem ekki má vera eldra en 72 klst. gamalt. b. Samið verði við Íslenska erfðagreiningu um greiningu allra sýna frá skimunum á landamærum næstu 4-6 vikur. c. Fyrirkomulag skimana á landamærum verði óbreytt þar til hlutfall bólusettra hér á landi sem fengið hafa a.m.k., eina sprautu verður 60-70%. Líklega verður því marki náð um og upp úr miðjum júní 2021. d. Þeir sem ekki eru með vottorð um fyrri covid sýkingu eða bólusetningu þurfi áfram tvær skimanir með sóttkví á milli. e. Um miðjan júní n.k. verði stefnt að því að hætta að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu gegn COVID-19, vottorðum um fyrri covid sýkingu og skimunum hjá börnum, að því gefnu að þekking á nýjum afbrigðum leyfi. f. Í júní/júlí verði stefnt að því að breyta tvöfaldri skimun í einfalda skimun og íhuga að hætta henni í framhaldinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Heilbrigðisráðherra ákvað í dag að framlengja reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna Covid-19 til 15. júní. Sú breyting verður gerð á reglugerðinni að 1. júní verður skyldudvöl í sóttvarnahúsi vegna komu frá hááhættusvæði felld úr gildi. Þá mun bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá skilgreindum áhættusvæðum vegna COVID-19 falla úr gildi sama dag. Einnig hefur verið ákveðið að áður boðað litakóðakerfi á landamærum muni ekki taka gildi. Um 220 þúsund manns bólusettir síðari hluta júní Þórólfur útlistar í minnisblaði sínu þær aðgerðir sem nú eru í gildi á landamærum. Nú þurfa allir farþegar sem hingað koma frá áhættusvæðum að framvísa neikvæðu PCR-vottorði sem ekki má vera eldra en 72 klst. gamalt. Þeir þurfa við komu til landsins að undirgangast PCR próf sem síðan er endurtekið eftir 5 daga ef fyrra próf er neikvætt. Þeir sem framvísa vottorði um fyrri Covid-sýkingu eða fulla bólusetningu þurfa aðeins að undirgangast eina sýnatöku við komuna til landsins. Hann telji mikilvægt að tryggja fullnægjandi sóttvarnir á landamærum þar til viðunandi ónæmi náist í samfélaginu, eða þegar um 60-70% þjóðarinnar hefur verið bólusettur (um 220.000 manns). Miðað við fyrirliggjandi áætlun um afhendingu bóluefna megi gera ráð fyrir því hlutfalli verði náð í síðari hluta júní 2021. Þrenns konar viðbrögð Þórólfur bendir á í minnisblaði sínu að útlit sé fyrir að framundan sé mikil aukning í komu ferðamanna hingað til lands og það jafnvel á næstu dögum og vikum. Síðustu spár frá ríkislögreglustjóra geri ráð fyrir að á næstu vikum muni farþegum fjölga frá um 1.000 farþegum á dag upp í 4.000-5.000 farþega á dag í fyrri hluta júní. Nú séu greind rúmlega 2.000 sýni á dag samtals frá einstaklingum innanlands, frá einstaklingum á landamærum og einstaklingum sem þurfa vottorð vegna ferðalaga erlendis. Það sé því ljóst að með óbreyttu fyrirkomulagi skimana á landamærum og þeirri hámarksgreiningargetu sem nú er til staðar, verður hámarksgetunni náð á næstu dögum eða vikum. „Viðbrögð við þessari þróun eru einkum þrenns konar að mínu mati: 1) Takmarka fjölda ferðamanna sem hingað koma; 2) Breyta/minnka sóttvarnakröfur á landamærum og 3) Auka greiningargetu innanlands,“ skrifar Þórólfur. Óvissa gagnvart indverska afbrigðinu Þórólfur telur að til að ná þessu fram sé mikilvægt að taka áfram sýni frá bólusettum, a.m.k. næstu tvær vikurnar. „Á meðan að útbreiðsla bólusetninga í samfélaginu hefur ekki náð 60-70% er hins vegar möguleiki á að smitaðir einstaklingar með vottorð geti sett hér af stað hópsýkingar eins og dæmin hafa sýnt. Þá er uppi óvissa gagnvart hinu sk. indverska afbrigðis veirunnar (B 1.617) og ekki næg þekking á virkni bóluefna gegn því eða á hættu á endursýkingum,“ skrifar Þórólfur. Þá telur hann ekki ráðlegt á þessari stundu að hætta sóttkví og seinni sýnatöku hjá þeim sem reynast neikvæðir í fyrri skimun á landamærum á meðan útbreiðsla bólusetninga hefur ekki náð 60-70%. Tillögur Þórólfs eru því eftirfarandi: a. Farþegar verði áfram krafðir um neikvætt RT-PCR vottorð sem ekki má vera eldra en 72 klst. gamalt. b. Samið verði við Íslenska erfðagreiningu um greiningu allra sýna frá skimunum á landamærum næstu 4-6 vikur. c. Fyrirkomulag skimana á landamærum verði óbreytt þar til hlutfall bólusettra hér á landi sem fengið hafa a.m.k., eina sprautu verður 60-70%. Líklega verður því marki náð um og upp úr miðjum júní 2021. d. Þeir sem ekki eru með vottorð um fyrri covid sýkingu eða bólusetningu þurfi áfram tvær skimanir með sóttkví á milli. e. Um miðjan júní n.k. verði stefnt að því að hætta að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu gegn COVID-19, vottorðum um fyrri covid sýkingu og skimunum hjá börnum, að því gefnu að þekking á nýjum afbrigðum leyfi. f. Í júní/júlí verði stefnt að því að breyta tvöfaldri skimun í einfalda skimun og íhuga að hætta henni í framhaldinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira