Messi gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. maí 2021 14:00 Lionel Messi skorar í leik Barcelona og Celta Vigo um síðustu helgi. Svo gæti farið að þetta hafi verið hans síðasti leikur og síðasta mark fyrir Barcelona. getty/Siu Wu Lionel Messi mun ekki spila lokaleik Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni gegn Eibar á morgun. Því er möguleiki á að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Messi fékk leyfi til að sleppa leiknum á morgun til að fá meiri tíma til að undirbúa sig fyrir Suður-Ameríkukeppnina sem fer fram í Argentínu í sumar. LATEST NEWS | Leo #Messi is not training today with the coach's permission and will not play against Eibar pic.twitter.com/ak3F5W527x— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 21, 2021 Eftir 1-2 tapið fyrir Celta Vigo á sunnudaginn er ljóst að Barcelona á ekki lengur möguleika á að verða spænskur meistari. Börsungar eru í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar en gætu misst það til Sevilla ef úrslitin í lokaumferðinni verða óhagstæð. Madrídarliðin, Atlético og Real, berjast um spænska meistaratitilinn. Messi hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Barcelona og getur því farið frítt frá félaginu í sumar. Hann vildi komast frá Barcelona fyrir síðasta tímabil en ákvað að halda kyrru fyrir. Óvíst er hvað gerist í sumar. Messi hefur meðal annars verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City og Paris Saint-Germain. Messi hefur leikið með Barcelona allan sinn feril og er fyrirliði liðsins. Hann er bæði leikja- og markahæstur í sögu Barcelona. Messi lék 47 leiki á þessu tímabili, skoraði 38 mörk og lagði upp fjórtán. Hann er langmarkahæstur í spænsku úrvalsdeildinni með þrjátíu mörk. Leikur Eibar og Barcelona hefst klukkan 16:00 á morgun og verður sýndur beint á Vísi. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Messi fékk leyfi til að sleppa leiknum á morgun til að fá meiri tíma til að undirbúa sig fyrir Suður-Ameríkukeppnina sem fer fram í Argentínu í sumar. LATEST NEWS | Leo #Messi is not training today with the coach's permission and will not play against Eibar pic.twitter.com/ak3F5W527x— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 21, 2021 Eftir 1-2 tapið fyrir Celta Vigo á sunnudaginn er ljóst að Barcelona á ekki lengur möguleika á að verða spænskur meistari. Börsungar eru í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar en gætu misst það til Sevilla ef úrslitin í lokaumferðinni verða óhagstæð. Madrídarliðin, Atlético og Real, berjast um spænska meistaratitilinn. Messi hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Barcelona og getur því farið frítt frá félaginu í sumar. Hann vildi komast frá Barcelona fyrir síðasta tímabil en ákvað að halda kyrru fyrir. Óvíst er hvað gerist í sumar. Messi hefur meðal annars verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City og Paris Saint-Germain. Messi hefur leikið með Barcelona allan sinn feril og er fyrirliði liðsins. Hann er bæði leikja- og markahæstur í sögu Barcelona. Messi lék 47 leiki á þessu tímabili, skoraði 38 mörk og lagði upp fjórtán. Hann er langmarkahæstur í spænsku úrvalsdeildinni með þrjátíu mörk. Leikur Eibar og Barcelona hefst klukkan 16:00 á morgun og verður sýndur beint á Vísi. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira