Elín Metta hefur enn ekki skorað og Pepsi Max mörkin veltu fyrir sér hvort aðrar væru komnar á bekkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 10:31 Elín Metta Jensen á ferðinni í leik með Valsliðinu í Pepsi Max deildinni í sumar. Hún skoraði sitt síðasta mark í deildinni 26. september 2020. Vísir/Vilhelm Markaleysi eins mesta markaskorara Pepsi Max deildar kvenna undanfarin ár var til umræðu í Pepsi Max mörkunum í gær. Valskonan Elín Metta Jensen hefur enn ekki komist á blað í sumar. Pepsi Max mörkin fóru yfir fjórðu umferðina í gær og þá staðreynd að Elín Metta Jensen er ekki meðal sex markaskorara Valsliðsins í sumar. „Elín Metta. Ég verð að nefna hana. Það eru komnar fjórar umferðir á þessu móti og hún hefur ekki enn skorað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Það er óvanalegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna og Katrín Ómarsdóttir hinn sérfræðingur þáttarins tók undir það. „Erum við ekki bara að bíða eftir því að hún hrökkvi í gang,“ spurði Katrín. „Mér finnst þeir alltaf vera að bíða eftir því en ef þetta væri annar leikmaður þá væri hann kominn út af vellinum í lok leiks,“ sagði Helena. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Markaleysi Elínu Mettu „Ég vil taka það fram að mér finnst Elín Metta frábær leikmaður en ég hef séð hana frábærari en ég hef séð hana akkúrat núna,“ sagði Helena. „Mér finnst Valsliðið ekki vera búið að finna taktinn sinn. Þær hafa verið að spila með hæga miðju en núna er Clarissa komin inn í liðið og það er hraði þar. Elín Metta hefur þurft að koma mjög mikið til baka til að ná í boltann og sóknirnar gerast mjög hægt. Þetta er hæg uppbygging í sóknarleiknum,“ sagði Mist. „En hvert er uppleggið? Hún er mikið að reyna sjálf náttúrulega en hvert er uppleggið,“ spurði Mist. „Ég spyr mikið af því og þegar ég horfi á þær þá finnst mér þær minna ekkert á sig. Mér fannst þær ekkert gera það endilega heldur í þessum leik þó að þær hafi unnið hann nokkuð sannfærandi. Á meðan Elín Metta er ekki komin inn í leik liðsins þá hlýtur það að vera áhyggjuefni. Þær eru að fara í næsta leik á móti Breiðabliki,“ sagði Helena. „Hún er búin að vera besti senterinn í þessari deild,“ spurði Mist en Elín Metta er komin með 114 mörk í efstu deild þar af 29 mörk í 34 leikjum á síðustu tveimur tímabilum. „Ef þeir virkja hana ekki núna þá er fimmta umferð næst. Hún er nánast að skora mark í leik en er ekki enn komin með mark í sumar. Þetta hlýtur að valda áhyggjum hjá þjálfurum,“ sagði Helena og kallaði eftir viðbrögðum frá Katrínu. „Stundum hjálpar að gefa leikmönnum pásu. Maður hefur séð það. Þó að þú sért með mjög góðan leikmann en stundum vantar innri hvatningu eða eitthvað extra. Ef þú tekur leikmann út í einn leik og setur hann svo aftur inn. Það hefði kannski verið góð hugmynd að gera það á móti ÍBV því þeir eru með góða leikmenn sem gætu komið inn og spilað í staðin fyrir hana. Fá hana þá ferska inn á móti Breiðablik,“ sagði Katrín. „Þú vilt ekki koma mismunandi fram við leikmenn þína og ef að aðrir væru ekki búnir að skora svona lengi eins og hún þá myndu þeir kannski fara á bekkinn. Þú vilt hafa eina línu í þessu en þetta er erfitt,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um Elínu Mettu hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sjá meira
Pepsi Max mörkin fóru yfir fjórðu umferðina í gær og þá staðreynd að Elín Metta Jensen er ekki meðal sex markaskorara Valsliðsins í sumar. „Elín Metta. Ég verð að nefna hana. Það eru komnar fjórar umferðir á þessu móti og hún hefur ekki enn skorað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Það er óvanalegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna og Katrín Ómarsdóttir hinn sérfræðingur þáttarins tók undir það. „Erum við ekki bara að bíða eftir því að hún hrökkvi í gang,“ spurði Katrín. „Mér finnst þeir alltaf vera að bíða eftir því en ef þetta væri annar leikmaður þá væri hann kominn út af vellinum í lok leiks,“ sagði Helena. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Markaleysi Elínu Mettu „Ég vil taka það fram að mér finnst Elín Metta frábær leikmaður en ég hef séð hana frábærari en ég hef séð hana akkúrat núna,“ sagði Helena. „Mér finnst Valsliðið ekki vera búið að finna taktinn sinn. Þær hafa verið að spila með hæga miðju en núna er Clarissa komin inn í liðið og það er hraði þar. Elín Metta hefur þurft að koma mjög mikið til baka til að ná í boltann og sóknirnar gerast mjög hægt. Þetta er hæg uppbygging í sóknarleiknum,“ sagði Mist. „En hvert er uppleggið? Hún er mikið að reyna sjálf náttúrulega en hvert er uppleggið,“ spurði Mist. „Ég spyr mikið af því og þegar ég horfi á þær þá finnst mér þær minna ekkert á sig. Mér fannst þær ekkert gera það endilega heldur í þessum leik þó að þær hafi unnið hann nokkuð sannfærandi. Á meðan Elín Metta er ekki komin inn í leik liðsins þá hlýtur það að vera áhyggjuefni. Þær eru að fara í næsta leik á móti Breiðabliki,“ sagði Helena. „Hún er búin að vera besti senterinn í þessari deild,“ spurði Mist en Elín Metta er komin með 114 mörk í efstu deild þar af 29 mörk í 34 leikjum á síðustu tveimur tímabilum. „Ef þeir virkja hana ekki núna þá er fimmta umferð næst. Hún er nánast að skora mark í leik en er ekki enn komin með mark í sumar. Þetta hlýtur að valda áhyggjum hjá þjálfurum,“ sagði Helena og kallaði eftir viðbrögðum frá Katrínu. „Stundum hjálpar að gefa leikmönnum pásu. Maður hefur séð það. Þó að þú sért með mjög góðan leikmann en stundum vantar innri hvatningu eða eitthvað extra. Ef þú tekur leikmann út í einn leik og setur hann svo aftur inn. Það hefði kannski verið góð hugmynd að gera það á móti ÍBV því þeir eru með góða leikmenn sem gætu komið inn og spilað í staðin fyrir hana. Fá hana þá ferska inn á móti Breiðablik,“ sagði Katrín. „Þú vilt ekki koma mismunandi fram við leikmenn þína og ef að aðrir væru ekki búnir að skora svona lengi eins og hún þá myndu þeir kannski fara á bekkinn. Þú vilt hafa eina línu í þessu en þetta er erfitt,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um Elínu Mettu hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sjá meira