Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. maí 2021 18:45 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. Í hádeginu höfðu um þrjú hundruð manns skráð sig til þess að stefna bönknunum á síðunni vaxtamálið.is sem var opnuð í morgun. Formaður Neytendasamtakanna telur skilmála lána með breytilegum vöxtum ólögmæta þar sem vaxtabreytingar byggi á huglægum mælikvörðum. „En dómar hafa fallið á þann veg að ef það eru svona einhliða skilmálar um að það megi breyta vöxtum, þá verði það að vera mjög skýrt og hlutlægir mælikvarðar sem sé hægt að sannreyna bæði fyrir fram og eftir á,“ segir Breki Karlsson. Hann telur bankana þannig geta byggt ákvarðanir á geðþótta og nefnir sem dæmi hækkanir með tilliti til rekstrarafkomu banka. „Þetta er í rauninni eitthvað sem bankinn getur ákvarðað. Endurnýjað tölvukostinn eða fjárfest vitlaust í stórum fjárfestingum. Og þá getur hann, miðað við þennan skilmála, dömpað þeim kostnaði á lántakanda og það er ekki í boði.“ Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.vísir/Vilhelm Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir bankana hafa talið upplýsingar um lánaskilmála skýrar. „Og það eru gefnar mjög góðar upplýsingar, en spurningin er bara hvort þær séu nægjanlegar,“ segir Katrín og bætir við að það sé hlutverk dómstóla að úrskurða um það nái málið svo langt. Lán með breytilegum vöxtum eru stór hluti lánasafns heimilanna og hvert prósentustig í vöxtum vegur þungt í greiðslubyrði. Katrín segir ómögulegt að segja til um mögulegar endurgreiðslur vegna ofgreiddra vaxta og vísar til þess að vaxtabreytingar síðustu misseri hafi verið til lækkunar. „Það er mjög erfitt að sjá í stóru myndinni hvert tjón neytandas er og hvert umfangið er og hvort það sé tjón yfir höfuð. Það er algjörlega óljóst.“ Íslenskir bankar Neytendur Efnahagsmál Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Í hádeginu höfðu um þrjú hundruð manns skráð sig til þess að stefna bönknunum á síðunni vaxtamálið.is sem var opnuð í morgun. Formaður Neytendasamtakanna telur skilmála lána með breytilegum vöxtum ólögmæta þar sem vaxtabreytingar byggi á huglægum mælikvörðum. „En dómar hafa fallið á þann veg að ef það eru svona einhliða skilmálar um að það megi breyta vöxtum, þá verði það að vera mjög skýrt og hlutlægir mælikvarðar sem sé hægt að sannreyna bæði fyrir fram og eftir á,“ segir Breki Karlsson. Hann telur bankana þannig geta byggt ákvarðanir á geðþótta og nefnir sem dæmi hækkanir með tilliti til rekstrarafkomu banka. „Þetta er í rauninni eitthvað sem bankinn getur ákvarðað. Endurnýjað tölvukostinn eða fjárfest vitlaust í stórum fjárfestingum. Og þá getur hann, miðað við þennan skilmála, dömpað þeim kostnaði á lántakanda og það er ekki í boði.“ Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.vísir/Vilhelm Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir bankana hafa talið upplýsingar um lánaskilmála skýrar. „Og það eru gefnar mjög góðar upplýsingar, en spurningin er bara hvort þær séu nægjanlegar,“ segir Katrín og bætir við að það sé hlutverk dómstóla að úrskurða um það nái málið svo langt. Lán með breytilegum vöxtum eru stór hluti lánasafns heimilanna og hvert prósentustig í vöxtum vegur þungt í greiðslubyrði. Katrín segir ómögulegt að segja til um mögulegar endurgreiðslur vegna ofgreiddra vaxta og vísar til þess að vaxtabreytingar síðustu misseri hafi verið til lækkunar. „Það er mjög erfitt að sjá í stóru myndinni hvert tjón neytandas er og hvert umfangið er og hvort það sé tjón yfir höfuð. Það er algjörlega óljóst.“
Íslenskir bankar Neytendur Efnahagsmál Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira