Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 17:00 Hermaðurinn Jurgen Conings hefur hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem leitt hefur viðbrögð yfirvalda í Belgíu við Covid-19. Van Ranst og fjölskylda hans hafa verið flutt á öruggan stað. Lögreglan í Belgíu og EPA Lögreglan í Belgíu leitar að þungvopnuðum hermanni sem sagður er hafa stolið vopnum og hótað fólki. Hermaðurinn er skotþjálfi og er hann sagður hafa tekið vopn frá herstöð og horfið í gær. Áður hafði hann hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar. Í frétt BBC um leitin að hermanninum, sem heitir Jurgen Conings, segir að Van Ranst og fjölskylda hans hafi verið flutt á öruggan stað á meðan leit stendur yfir. Hann birti tíst í dag þar sem hann segir ógnir eins og þessa ekki hafa áhrif á sig. Tegen covidmaatregelen en covidvaccins zijn, valt al te vaak samen met geweldverheerlijking en rauw racisme.Ik verschiet niet dat bedreigingen bijna uitsluitend uit die hoek komen. Laat één ding duidelijk zijn: zulke bedreigingen maken op mij niet de minste indruk. pic.twitter.com/5LMUYloNNo— Marc Van Ranst (@vanranstmarc) May 19, 2021 Leitin hefur beinst að skógi í norðurhluta Belgíu en þaðan barst ábending um að bíll hermannsins hefði sést og í honum hefðu verið skotvopn. Lögreglan er sögð hafa fundið fjórar eldflaugar sem skotið er frá öxlinni en Conings ku vera með nokkur vopn til viðbótar og vera klæddur skotheldu vesti. Lögreglan hefur biðlað til almennings að nálgast hermanninn ekki. Á vef dagblaðsins La Libre Belgique segir að Conings sé 46 ára gamall og hann hafi verið hermaður frá árinu 1992. Hann er sagður hafa tekið þátt í aðgerðum Belga í Júgóslavíu, Bosníu, Kósovó, Líbanon, Írak og Afganistan. Conings hefur verið lýst sem hægri öfgamanni og er hann sagður geta verið mjög hættulegur. Þá er hann sagður hafa skilið eftir bréf þar sem hann gaf í skyn að hann væri undirbúinn fyrir bardaga við lögreglu. Í bréfinu mun Conings hafa sagt að hann gæti ekki búið í samfélagi þar sem stjórnmálamenn og og veirufræðingar „hefðu tekið allt frá okkur“. Aðrir hermenn hafa sagt Conings vera mikinn öfgamann þegar komi að bólusetningum og mun hann hafa verið nokkrum sinnum ávíttur fyrir ofbeldisfulla og rasíska hegðun innan hersins. Belgía Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Í frétt BBC um leitin að hermanninum, sem heitir Jurgen Conings, segir að Van Ranst og fjölskylda hans hafi verið flutt á öruggan stað á meðan leit stendur yfir. Hann birti tíst í dag þar sem hann segir ógnir eins og þessa ekki hafa áhrif á sig. Tegen covidmaatregelen en covidvaccins zijn, valt al te vaak samen met geweldverheerlijking en rauw racisme.Ik verschiet niet dat bedreigingen bijna uitsluitend uit die hoek komen. Laat één ding duidelijk zijn: zulke bedreigingen maken op mij niet de minste indruk. pic.twitter.com/5LMUYloNNo— Marc Van Ranst (@vanranstmarc) May 19, 2021 Leitin hefur beinst að skógi í norðurhluta Belgíu en þaðan barst ábending um að bíll hermannsins hefði sést og í honum hefðu verið skotvopn. Lögreglan er sögð hafa fundið fjórar eldflaugar sem skotið er frá öxlinni en Conings ku vera með nokkur vopn til viðbótar og vera klæddur skotheldu vesti. Lögreglan hefur biðlað til almennings að nálgast hermanninn ekki. Á vef dagblaðsins La Libre Belgique segir að Conings sé 46 ára gamall og hann hafi verið hermaður frá árinu 1992. Hann er sagður hafa tekið þátt í aðgerðum Belga í Júgóslavíu, Bosníu, Kósovó, Líbanon, Írak og Afganistan. Conings hefur verið lýst sem hægri öfgamanni og er hann sagður geta verið mjög hættulegur. Þá er hann sagður hafa skilið eftir bréf þar sem hann gaf í skyn að hann væri undirbúinn fyrir bardaga við lögreglu. Í bréfinu mun Conings hafa sagt að hann gæti ekki búið í samfélagi þar sem stjórnmálamenn og og veirufræðingar „hefðu tekið allt frá okkur“. Aðrir hermenn hafa sagt Conings vera mikinn öfgamann þegar komi að bólusetningum og mun hann hafa verið nokkrum sinnum ávíttur fyrir ofbeldisfulla og rasíska hegðun innan hersins.
Belgía Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira