Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 17:00 Hermaðurinn Jurgen Conings hefur hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem leitt hefur viðbrögð yfirvalda í Belgíu við Covid-19. Van Ranst og fjölskylda hans hafa verið flutt á öruggan stað. Lögreglan í Belgíu og EPA Lögreglan í Belgíu leitar að þungvopnuðum hermanni sem sagður er hafa stolið vopnum og hótað fólki. Hermaðurinn er skotþjálfi og er hann sagður hafa tekið vopn frá herstöð og horfið í gær. Áður hafði hann hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar. Í frétt BBC um leitin að hermanninum, sem heitir Jurgen Conings, segir að Van Ranst og fjölskylda hans hafi verið flutt á öruggan stað á meðan leit stendur yfir. Hann birti tíst í dag þar sem hann segir ógnir eins og þessa ekki hafa áhrif á sig. Tegen covidmaatregelen en covidvaccins zijn, valt al te vaak samen met geweldverheerlijking en rauw racisme.Ik verschiet niet dat bedreigingen bijna uitsluitend uit die hoek komen. Laat één ding duidelijk zijn: zulke bedreigingen maken op mij niet de minste indruk. pic.twitter.com/5LMUYloNNo— Marc Van Ranst (@vanranstmarc) May 19, 2021 Leitin hefur beinst að skógi í norðurhluta Belgíu en þaðan barst ábending um að bíll hermannsins hefði sést og í honum hefðu verið skotvopn. Lögreglan er sögð hafa fundið fjórar eldflaugar sem skotið er frá öxlinni en Conings ku vera með nokkur vopn til viðbótar og vera klæddur skotheldu vesti. Lögreglan hefur biðlað til almennings að nálgast hermanninn ekki. Á vef dagblaðsins La Libre Belgique segir að Conings sé 46 ára gamall og hann hafi verið hermaður frá árinu 1992. Hann er sagður hafa tekið þátt í aðgerðum Belga í Júgóslavíu, Bosníu, Kósovó, Líbanon, Írak og Afganistan. Conings hefur verið lýst sem hægri öfgamanni og er hann sagður geta verið mjög hættulegur. Þá er hann sagður hafa skilið eftir bréf þar sem hann gaf í skyn að hann væri undirbúinn fyrir bardaga við lögreglu. Í bréfinu mun Conings hafa sagt að hann gæti ekki búið í samfélagi þar sem stjórnmálamenn og og veirufræðingar „hefðu tekið allt frá okkur“. Aðrir hermenn hafa sagt Conings vera mikinn öfgamann þegar komi að bólusetningum og mun hann hafa verið nokkrum sinnum ávíttur fyrir ofbeldisfulla og rasíska hegðun innan hersins. Belgía Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Í frétt BBC um leitin að hermanninum, sem heitir Jurgen Conings, segir að Van Ranst og fjölskylda hans hafi verið flutt á öruggan stað á meðan leit stendur yfir. Hann birti tíst í dag þar sem hann segir ógnir eins og þessa ekki hafa áhrif á sig. Tegen covidmaatregelen en covidvaccins zijn, valt al te vaak samen met geweldverheerlijking en rauw racisme.Ik verschiet niet dat bedreigingen bijna uitsluitend uit die hoek komen. Laat één ding duidelijk zijn: zulke bedreigingen maken op mij niet de minste indruk. pic.twitter.com/5LMUYloNNo— Marc Van Ranst (@vanranstmarc) May 19, 2021 Leitin hefur beinst að skógi í norðurhluta Belgíu en þaðan barst ábending um að bíll hermannsins hefði sést og í honum hefðu verið skotvopn. Lögreglan er sögð hafa fundið fjórar eldflaugar sem skotið er frá öxlinni en Conings ku vera með nokkur vopn til viðbótar og vera klæddur skotheldu vesti. Lögreglan hefur biðlað til almennings að nálgast hermanninn ekki. Á vef dagblaðsins La Libre Belgique segir að Conings sé 46 ára gamall og hann hafi verið hermaður frá árinu 1992. Hann er sagður hafa tekið þátt í aðgerðum Belga í Júgóslavíu, Bosníu, Kósovó, Líbanon, Írak og Afganistan. Conings hefur verið lýst sem hægri öfgamanni og er hann sagður geta verið mjög hættulegur. Þá er hann sagður hafa skilið eftir bréf þar sem hann gaf í skyn að hann væri undirbúinn fyrir bardaga við lögreglu. Í bréfinu mun Conings hafa sagt að hann gæti ekki búið í samfélagi þar sem stjórnmálamenn og og veirufræðingar „hefðu tekið allt frá okkur“. Aðrir hermenn hafa sagt Conings vera mikinn öfgamann þegar komi að bólusetningum og mun hann hafa verið nokkrum sinnum ávíttur fyrir ofbeldisfulla og rasíska hegðun innan hersins.
Belgía Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira