BBC segir frá því að bogann hafi verið að finna innan við kílómetra frá Darwineyju, einnar af minni eyjum Galapagos, en eftir standa nú tveir drangar.
Myndunin var nefnd í höfuðið á enska líffræðingnum Charles Darwin og hefur lengi verið vinsæll áfangastaður kafara.
Informamos que hoy 17 de mayo, se reportó el colapso del Arco de Darwin, el atractivo puente natural ubicado a menos de un kilómetro de la isla principal Darwin, la más norte del archipiélago de #Galápagos. Este suceso sería consecuencia de la erosión natural.
— Ministerio del Ambiente y Agua de Ecuador (@Ambiente_Ec) May 17, 2021
Héctor Barrera pic.twitter.com/lBZJWNbgHg
Galapagos er að finna um 900 kílómetra vestur af Ekvador og eru eyjarnar að finna á heimsminjaskrá UNESCO vegna einstaks dýra og plöntulífs. Líffræðilegur fjölbreytileiki eyjanna veitti Darwin innblástur fyrir þróunarkenningu hans.
Eyjarnar telja alls um 234 eyja og skerja. Samtals búa um 30 þúsund manns á fjórum eyjanna.