Bókuðu á víxl um stjórnarskrárverk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2021 12:45 Verkið sem deilurnar standa um. Bæjarstjóri bauð flýtimeðferð til að koma verkinu upp aftur en ekki hefur náðst samkomulag við listamennina um það. Fulltrúar meiri- og minnihlutans í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar skiptust á bókunum í gær um umdeilt listaverk sem tengist kröfu um nýja stjórnarskrá sem var fjarlægt af vegg menningarhússins Hafnarborgar á dögunum. Minnihlutinn vildi biðja listamenn afsökunar en bæjarstjóri telur að skerpa þurfi verklagsreglur. Styr hefur staðið um verk sem hékk utan á Hafnarborginni í tengslum við sýninguna „Í leit að töfrum – tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro en var síðar fjarlægt. Verkið var dúkur sem á stóð „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaráðs“. Listamennirnir hafa sakað bæjaryfirvöld um ritskoðun. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, sagði að tilskilin leyfi fyrir verkinu hefðu ekki legið fyrir í síðustu viku. Til töluverðra umræðna kom um málið í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í gær eins og rakið er í fundargerð. Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlistans, lagði til að bæjarstjórnin ógilti ákvörðun bæjarráðs þar sem fjallað var um staðsetningu verksins og sagði faglega og listræna sýningarstjórn einstakra sýninga í Hafnarborg eiga erindi við bæjarráð. Tillaga Guðlaugar var felld með sex atkvæðum meirihluta fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og óháðra gegn fjórum atkvæðum minnihlutans. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. Fordæmdu afskipti stjórnmálamanna Næst lögðu fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans fram tillögu um að bæjarstjórnin bæði listamennina tvo afsökunar á því að verkið hefði verið tekið niður. Rósa bæjarstjóri bókaði þá að skerpa þyrfti vinnu við verklagsreglur Hafnarborgar, hlutverk og umboð þeirra sem að safninu koma. Ekki síst ætti það við um hlutverk bæjarráðs og stjórnar Hafnarborgar. Fulltrúar minnihlutans lögðu þá enn fram bókun þar sem þeir sökuðu bæjarstjórann um að misskilja tillögu þeirra og rökstuðning fyrir henni. Tóku þeir undir yfirlýsingu Listráðs Hafnarborgar þar sem öll afskipti stjórnmálamanna af listrænni starfsemi safnsins voru fordæmd. Tillaga minnihlutans um að biðja listamennina afsökunar var felld með sömu sex atkvæðum meirihlutans gegn fjórum atkvæðum þeirra. Fulltrúi Miðflokksins sat aftur hjá. Sama gangi yfir alla Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks létu bóka að listaverkið umdeilda hefði verið tekin niður þar sem tilskilin leyfi hafi vantað fyrir uppsetningu þess. Hafnarborg væri í eigu bæjarins og þegar óskað væri eftir að setja upp skilti, myndverk eða annað á eða við húsnæði bæjarins þyrfti slíkt erindi að fara í formlegt ferli og afgreiðslu. „Þar gengur það sama yfir alla sem áhuga hafa á slíku. Formleg afgreiðsla lá ekki fyrir í þessu máli,“ sagði í bókuninni. Ekki hafi náðst samkomulag við listamennina um að koma verkinu aftur upp við listasafnið með flýtimeðferð samkvæmt málamiðlunartillögu bæjarstjóra sem bæjarráðs samþykkti í síðustu viku. Lýstu fulltrúar minnihlutans þá furðu og vonbrigðum með að fulltrúar meirihlutans hefðu fellt tillöguna um að biðja listamennina afsökunar og sökuðu þá um ósveigjanleika. „Undirrituð vilja fyrir sína hönd biðja listafólkið formlega afsökunar á þeirri meðferð sem þau hafa sætt af hálfu Hafnarfjarðarbæjar síðustu vikur,“ sagði í bókun sem þau Adda María Jóhannsdóttir, Friðþjófur Helgi Karlsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir og Jón Ingi Hákonarson skrifuðu undir. Hafnarfjörður Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Styr hefur staðið um verk sem hékk utan á Hafnarborginni í tengslum við sýninguna „Í leit að töfrum – tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro en var síðar fjarlægt. Verkið var dúkur sem á stóð „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaráðs“. Listamennirnir hafa sakað bæjaryfirvöld um ritskoðun. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, sagði að tilskilin leyfi fyrir verkinu hefðu ekki legið fyrir í síðustu viku. Til töluverðra umræðna kom um málið í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í gær eins og rakið er í fundargerð. Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlistans, lagði til að bæjarstjórnin ógilti ákvörðun bæjarráðs þar sem fjallað var um staðsetningu verksins og sagði faglega og listræna sýningarstjórn einstakra sýninga í Hafnarborg eiga erindi við bæjarráð. Tillaga Guðlaugar var felld með sex atkvæðum meirihluta fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og óháðra gegn fjórum atkvæðum minnihlutans. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. Fordæmdu afskipti stjórnmálamanna Næst lögðu fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans fram tillögu um að bæjarstjórnin bæði listamennina tvo afsökunar á því að verkið hefði verið tekið niður. Rósa bæjarstjóri bókaði þá að skerpa þyrfti vinnu við verklagsreglur Hafnarborgar, hlutverk og umboð þeirra sem að safninu koma. Ekki síst ætti það við um hlutverk bæjarráðs og stjórnar Hafnarborgar. Fulltrúar minnihlutans lögðu þá enn fram bókun þar sem þeir sökuðu bæjarstjórann um að misskilja tillögu þeirra og rökstuðning fyrir henni. Tóku þeir undir yfirlýsingu Listráðs Hafnarborgar þar sem öll afskipti stjórnmálamanna af listrænni starfsemi safnsins voru fordæmd. Tillaga minnihlutans um að biðja listamennina afsökunar var felld með sömu sex atkvæðum meirihlutans gegn fjórum atkvæðum þeirra. Fulltrúi Miðflokksins sat aftur hjá. Sama gangi yfir alla Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks létu bóka að listaverkið umdeilda hefði verið tekin niður þar sem tilskilin leyfi hafi vantað fyrir uppsetningu þess. Hafnarborg væri í eigu bæjarins og þegar óskað væri eftir að setja upp skilti, myndverk eða annað á eða við húsnæði bæjarins þyrfti slíkt erindi að fara í formlegt ferli og afgreiðslu. „Þar gengur það sama yfir alla sem áhuga hafa á slíku. Formleg afgreiðsla lá ekki fyrir í þessu máli,“ sagði í bókuninni. Ekki hafi náðst samkomulag við listamennina um að koma verkinu aftur upp við listasafnið með flýtimeðferð samkvæmt málamiðlunartillögu bæjarstjóra sem bæjarráðs samþykkti í síðustu viku. Lýstu fulltrúar minnihlutans þá furðu og vonbrigðum með að fulltrúar meirihlutans hefðu fellt tillöguna um að biðja listamennina afsökunar og sökuðu þá um ósveigjanleika. „Undirrituð vilja fyrir sína hönd biðja listafólkið formlega afsökunar á þeirri meðferð sem þau hafa sætt af hálfu Hafnarfjarðarbæjar síðustu vikur,“ sagði í bókun sem þau Adda María Jóhannsdóttir, Friðþjófur Helgi Karlsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir og Jón Ingi Hákonarson skrifuðu undir.
Hafnarfjörður Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira