Bókuðu á víxl um stjórnarskrárverk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2021 12:45 Verkið sem deilurnar standa um. Bæjarstjóri bauð flýtimeðferð til að koma verkinu upp aftur en ekki hefur náðst samkomulag við listamennina um það. Fulltrúar meiri- og minnihlutans í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar skiptust á bókunum í gær um umdeilt listaverk sem tengist kröfu um nýja stjórnarskrá sem var fjarlægt af vegg menningarhússins Hafnarborgar á dögunum. Minnihlutinn vildi biðja listamenn afsökunar en bæjarstjóri telur að skerpa þurfi verklagsreglur. Styr hefur staðið um verk sem hékk utan á Hafnarborginni í tengslum við sýninguna „Í leit að töfrum – tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro en var síðar fjarlægt. Verkið var dúkur sem á stóð „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaráðs“. Listamennirnir hafa sakað bæjaryfirvöld um ritskoðun. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, sagði að tilskilin leyfi fyrir verkinu hefðu ekki legið fyrir í síðustu viku. Til töluverðra umræðna kom um málið í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í gær eins og rakið er í fundargerð. Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlistans, lagði til að bæjarstjórnin ógilti ákvörðun bæjarráðs þar sem fjallað var um staðsetningu verksins og sagði faglega og listræna sýningarstjórn einstakra sýninga í Hafnarborg eiga erindi við bæjarráð. Tillaga Guðlaugar var felld með sex atkvæðum meirihluta fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og óháðra gegn fjórum atkvæðum minnihlutans. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. Fordæmdu afskipti stjórnmálamanna Næst lögðu fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans fram tillögu um að bæjarstjórnin bæði listamennina tvo afsökunar á því að verkið hefði verið tekið niður. Rósa bæjarstjóri bókaði þá að skerpa þyrfti vinnu við verklagsreglur Hafnarborgar, hlutverk og umboð þeirra sem að safninu koma. Ekki síst ætti það við um hlutverk bæjarráðs og stjórnar Hafnarborgar. Fulltrúar minnihlutans lögðu þá enn fram bókun þar sem þeir sökuðu bæjarstjórann um að misskilja tillögu þeirra og rökstuðning fyrir henni. Tóku þeir undir yfirlýsingu Listráðs Hafnarborgar þar sem öll afskipti stjórnmálamanna af listrænni starfsemi safnsins voru fordæmd. Tillaga minnihlutans um að biðja listamennina afsökunar var felld með sömu sex atkvæðum meirihlutans gegn fjórum atkvæðum þeirra. Fulltrúi Miðflokksins sat aftur hjá. Sama gangi yfir alla Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks létu bóka að listaverkið umdeilda hefði verið tekin niður þar sem tilskilin leyfi hafi vantað fyrir uppsetningu þess. Hafnarborg væri í eigu bæjarins og þegar óskað væri eftir að setja upp skilti, myndverk eða annað á eða við húsnæði bæjarins þyrfti slíkt erindi að fara í formlegt ferli og afgreiðslu. „Þar gengur það sama yfir alla sem áhuga hafa á slíku. Formleg afgreiðsla lá ekki fyrir í þessu máli,“ sagði í bókuninni. Ekki hafi náðst samkomulag við listamennina um að koma verkinu aftur upp við listasafnið með flýtimeðferð samkvæmt málamiðlunartillögu bæjarstjóra sem bæjarráðs samþykkti í síðustu viku. Lýstu fulltrúar minnihlutans þá furðu og vonbrigðum með að fulltrúar meirihlutans hefðu fellt tillöguna um að biðja listamennina afsökunar og sökuðu þá um ósveigjanleika. „Undirrituð vilja fyrir sína hönd biðja listafólkið formlega afsökunar á þeirri meðferð sem þau hafa sætt af hálfu Hafnarfjarðarbæjar síðustu vikur,“ sagði í bókun sem þau Adda María Jóhannsdóttir, Friðþjófur Helgi Karlsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir og Jón Ingi Hákonarson skrifuðu undir. Hafnarfjörður Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Styr hefur staðið um verk sem hékk utan á Hafnarborginni í tengslum við sýninguna „Í leit að töfrum – tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro en var síðar fjarlægt. Verkið var dúkur sem á stóð „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaráðs“. Listamennirnir hafa sakað bæjaryfirvöld um ritskoðun. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, sagði að tilskilin leyfi fyrir verkinu hefðu ekki legið fyrir í síðustu viku. Til töluverðra umræðna kom um málið í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í gær eins og rakið er í fundargerð. Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlistans, lagði til að bæjarstjórnin ógilti ákvörðun bæjarráðs þar sem fjallað var um staðsetningu verksins og sagði faglega og listræna sýningarstjórn einstakra sýninga í Hafnarborg eiga erindi við bæjarráð. Tillaga Guðlaugar var felld með sex atkvæðum meirihluta fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og óháðra gegn fjórum atkvæðum minnihlutans. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. Fordæmdu afskipti stjórnmálamanna Næst lögðu fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans fram tillögu um að bæjarstjórnin bæði listamennina tvo afsökunar á því að verkið hefði verið tekið niður. Rósa bæjarstjóri bókaði þá að skerpa þyrfti vinnu við verklagsreglur Hafnarborgar, hlutverk og umboð þeirra sem að safninu koma. Ekki síst ætti það við um hlutverk bæjarráðs og stjórnar Hafnarborgar. Fulltrúar minnihlutans lögðu þá enn fram bókun þar sem þeir sökuðu bæjarstjórann um að misskilja tillögu þeirra og rökstuðning fyrir henni. Tóku þeir undir yfirlýsingu Listráðs Hafnarborgar þar sem öll afskipti stjórnmálamanna af listrænni starfsemi safnsins voru fordæmd. Tillaga minnihlutans um að biðja listamennina afsökunar var felld með sömu sex atkvæðum meirihlutans gegn fjórum atkvæðum þeirra. Fulltrúi Miðflokksins sat aftur hjá. Sama gangi yfir alla Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks létu bóka að listaverkið umdeilda hefði verið tekin niður þar sem tilskilin leyfi hafi vantað fyrir uppsetningu þess. Hafnarborg væri í eigu bæjarins og þegar óskað væri eftir að setja upp skilti, myndverk eða annað á eða við húsnæði bæjarins þyrfti slíkt erindi að fara í formlegt ferli og afgreiðslu. „Þar gengur það sama yfir alla sem áhuga hafa á slíku. Formleg afgreiðsla lá ekki fyrir í þessu máli,“ sagði í bókuninni. Ekki hafi náðst samkomulag við listamennina um að koma verkinu aftur upp við listasafnið með flýtimeðferð samkvæmt málamiðlunartillögu bæjarstjóra sem bæjarráðs samþykkti í síðustu viku. Lýstu fulltrúar minnihlutans þá furðu og vonbrigðum með að fulltrúar meirihlutans hefðu fellt tillöguna um að biðja listamennina afsökunar og sökuðu þá um ósveigjanleika. „Undirrituð vilja fyrir sína hönd biðja listafólkið formlega afsökunar á þeirri meðferð sem þau hafa sætt af hálfu Hafnarfjarðarbæjar síðustu vikur,“ sagði í bókun sem þau Adda María Jóhannsdóttir, Friðþjófur Helgi Karlsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir og Jón Ingi Hákonarson skrifuðu undir.
Hafnarfjörður Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira