Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2021 07:53 Að minnsta kosti fjörutíu hafa fallið í árásunum síðustu daga og er um að ræða mestu átök í áraraðir. Kveikt hefur verið í bílum í borginni Lod. AP Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. Vígamenn Palestínumanna hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael frá Gasa og Ísraelsher hefur haldið áfram linnulausum sprengjuárásum á svæðið. BBC segir frá því að fjörutíu hið minnsta hafi fallið í árásunum síðustu daga og er um að ræða mestu átök í áraraðir. Á annað þúsund eldflauga Talsmenn Ísraelshers segja herinn nú beina sjónum sínum að palestínskum vígamönnum á Gasa vegna eldflaugaárása þeirra á Jerúsalem og fleiri staði síðustu daga. Á annað þúsund eldflauga hefur verið skotið á Ísrael síðan á mánudagskvöld þegar aukin harka færðist í átökin. Palestínskir vígamenn segja að þeir hafi skotið á borgina Tel Aviv eftir að tvær íbúablokkir á Gasa, þar af ein þrettán hæða, eyðilögðust í loftárás Ísraelshers í gær. Greint var frá því í gær að íbúar í al-Jawhara turninum hafi verið varaðir við að yfirgefa heimili sín áður en loftárásin var gerð, en talsmenn palestrínskra yfirvalda segja að einhverjir hafi þrátt fyrir það látist í árásinni. Palestínumenn segjast hafa svarað árásunum með því að skjóta tvö hundruð eldflaugum á Tel Avív og Beersheba. Mikil spenna á svæðinu síðustu vikur Átökin nú blossa upp eftir að vaxandi spennu síðustu vikna. Til átaka kom milli ísraelskra lögreglumanna og palesstínskra mótmælenda á helgum stað bæði múslima og gyðinga í Jerúsalem um helgina. Stop the fire immediately. We re escalating towards a full scale war. Leaders on all sides have to take the responsibility of deescalation. The cost of war in Gaza is devastating & is being paid by ordinary people. UN is working w/ all sides to restore calm. Stop the violence now— Tor Wennesland (@TWennesland) May 11, 2021 Tor Wennesland, friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt deiluaðila til að leggja niður vopn og að sem standi stefni í allsherjarstríð milli Ísraela og Palestínumanna. Að minnsta kosti 35 Palestínumenn, þar af tíu börn, og fimm Ísraelsmenn hafa látist í átökum síðustu daga, að því er breska ríkisútvarpið hefur eftir fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á svæðinu. Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01 Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Vígamenn Palestínumanna hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael frá Gasa og Ísraelsher hefur haldið áfram linnulausum sprengjuárásum á svæðið. BBC segir frá því að fjörutíu hið minnsta hafi fallið í árásunum síðustu daga og er um að ræða mestu átök í áraraðir. Á annað þúsund eldflauga Talsmenn Ísraelshers segja herinn nú beina sjónum sínum að palestínskum vígamönnum á Gasa vegna eldflaugaárása þeirra á Jerúsalem og fleiri staði síðustu daga. Á annað þúsund eldflauga hefur verið skotið á Ísrael síðan á mánudagskvöld þegar aukin harka færðist í átökin. Palestínskir vígamenn segja að þeir hafi skotið á borgina Tel Aviv eftir að tvær íbúablokkir á Gasa, þar af ein þrettán hæða, eyðilögðust í loftárás Ísraelshers í gær. Greint var frá því í gær að íbúar í al-Jawhara turninum hafi verið varaðir við að yfirgefa heimili sín áður en loftárásin var gerð, en talsmenn palestrínskra yfirvalda segja að einhverjir hafi þrátt fyrir það látist í árásinni. Palestínumenn segjast hafa svarað árásunum með því að skjóta tvö hundruð eldflaugum á Tel Avív og Beersheba. Mikil spenna á svæðinu síðustu vikur Átökin nú blossa upp eftir að vaxandi spennu síðustu vikna. Til átaka kom milli ísraelskra lögreglumanna og palesstínskra mótmælenda á helgum stað bæði múslima og gyðinga í Jerúsalem um helgina. Stop the fire immediately. We re escalating towards a full scale war. Leaders on all sides have to take the responsibility of deescalation. The cost of war in Gaza is devastating & is being paid by ordinary people. UN is working w/ all sides to restore calm. Stop the violence now— Tor Wennesland (@TWennesland) May 11, 2021 Tor Wennesland, friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt deiluaðila til að leggja niður vopn og að sem standi stefni í allsherjarstríð milli Ísraela og Palestínumanna. Að minnsta kosti 35 Palestínumenn, þar af tíu börn, og fimm Ísraelsmenn hafa látist í átökum síðustu daga, að því er breska ríkisútvarpið hefur eftir fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á svæðinu.
Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01 Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02
Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01
Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20