Leitar sameiginlegra flata um framtíð hálendisvega Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2021 23:23 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri á málþingi Vegagerðarinnar um þjóðvegi á hálendinu. Egill Aðalsteinsson Vegagerðin leitar nú málamiðlana milli þeirra sjónarmiða hvort ráðast eigi í uppbyggingu hálendisvega með bundnu slitlagi eða hvort halda eigi þeim sem mest óbreyttum sem jeppavegum. Niðurgrafnir malarslóðar með óbrúuðum ám er sú mynd sem við höfum af íslenskum hálendisvegum. En þeir eru líka til uppbyggðir og malbikaðir, eins og á virkjanasvæði Þjórsár og Tungnaár og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Dæmi um malbikaðan hálendisveg má finna norðan Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um málþing sem Vegagerðin efndi til í dag um hvert eigi að stefna og kallaði til fulltrúa ólíkra sjónarmiða. Í hópi framsögumanna var til dæmis þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson sem flytur þingmál um að byggja upp Kjalveg svo hann verði fær stóran hluta ársins. Það líst Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, ekki á. Hann segir of mikið aðgengi og of mikla umferð geta spillt hálendinu. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar.Egill Aðalsteinsson „Okkur finnst ekki að hálendið eigi að vera þjóðleið á milli byggðarlaga. Þar eigum við að fylgja vegakerfinu í dag. En við getum lagfært þá vegi sem eru í dag,“ segir formaður Landverndar. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, vill sjá helstu hálendisvegi eins og Kjöl og Sprengisand byggða upp. „Ég held að það eigi að vera stefna þessarar þjóðar að gera það, já. Þá eru fleiri sem geta notið þess. Þetta dregur að. Þetta er bara umhverfissjónarmið líka. Að koma í veg fyrir utanvegaakstur, minna slit á bílum, fer betur með fólkið, og svo framvegis,“ segir oddvitinn. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar.Egill Aðalsteinsson „Við þurfum að vernda það sem er raunverulega hjarta landsins fyrir spjöllum. Þá þurfum við að vanda okkur mjög vel. Þá er engin hefðbundin vegagerð sem gengur upp,“ segir formaður Landverndar. Menn töluðu um þvottabretti og þjóðvegaryk. „Eins og ástandið er núna, það bara gengur ekki,“ segir Helgi oddviti. „Við ætlum að vinna úr þessu og draga þetta fólk betur til okkar og ræða málin,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. „Þó að sjónarhornin séu sannarlega ólík þá eru eiginlega meiri sameiginlegir fletir heldur en ég átti von á,“ segir Bergþóra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Hálendisþjóðgarður Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06 Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd. 19. apríl 2015 21:40 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Niðurgrafnir malarslóðar með óbrúuðum ám er sú mynd sem við höfum af íslenskum hálendisvegum. En þeir eru líka til uppbyggðir og malbikaðir, eins og á virkjanasvæði Þjórsár og Tungnaár og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Dæmi um malbikaðan hálendisveg má finna norðan Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um málþing sem Vegagerðin efndi til í dag um hvert eigi að stefna og kallaði til fulltrúa ólíkra sjónarmiða. Í hópi framsögumanna var til dæmis þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson sem flytur þingmál um að byggja upp Kjalveg svo hann verði fær stóran hluta ársins. Það líst Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, ekki á. Hann segir of mikið aðgengi og of mikla umferð geta spillt hálendinu. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar.Egill Aðalsteinsson „Okkur finnst ekki að hálendið eigi að vera þjóðleið á milli byggðarlaga. Þar eigum við að fylgja vegakerfinu í dag. En við getum lagfært þá vegi sem eru í dag,“ segir formaður Landverndar. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, vill sjá helstu hálendisvegi eins og Kjöl og Sprengisand byggða upp. „Ég held að það eigi að vera stefna þessarar þjóðar að gera það, já. Þá eru fleiri sem geta notið þess. Þetta dregur að. Þetta er bara umhverfissjónarmið líka. Að koma í veg fyrir utanvegaakstur, minna slit á bílum, fer betur með fólkið, og svo framvegis,“ segir oddvitinn. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar.Egill Aðalsteinsson „Við þurfum að vernda það sem er raunverulega hjarta landsins fyrir spjöllum. Þá þurfum við að vanda okkur mjög vel. Þá er engin hefðbundin vegagerð sem gengur upp,“ segir formaður Landverndar. Menn töluðu um þvottabretti og þjóðvegaryk. „Eins og ástandið er núna, það bara gengur ekki,“ segir Helgi oddviti. „Við ætlum að vinna úr þessu og draga þetta fólk betur til okkar og ræða málin,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. „Þó að sjónarhornin séu sannarlega ólík þá eru eiginlega meiri sameiginlegir fletir heldur en ég átti von á,“ segir Bergþóra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Hálendisþjóðgarður Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06 Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd. 19. apríl 2015 21:40 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06
Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd. 19. apríl 2015 21:40