Áfram hætta á bylgju hjá yngra fólki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2021 11:51 Þrátt fyrir talsverðar tilslakanir er fólk beðið um að gæta fyllstu varúðar. Áfram eigi eftir að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Fimmtíu manns mega nú koma saman eftir að tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum tóku gildi á miðnætti. Aðgerðir eru hins vegar harðar í Skagafirði eftir hópsýkingu sem kom upp í sveitarfélaginu um helgina. Sóttvarnalæknir biður fólk áfram um að gæta sín þrátt fyrir tilslakanir, enda hafi ungt fólk ekki fengið bólusetningu og því sé hætta á útbreiddum faraldri hjá þeirri kynslóð. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. Að auki lengist leyfilegur opnunartími veitingastaða úr klukkan 21 í klukkan 22, en heimilt verður að sitja inni til klukkan 23. „Auðvitað er þetta alltaf spurning hvernig muni tiltakast og hvað muni gerast, en ég hef fulla trú á því að menn kunni þetta orðið og það er það sem máli skiptir, hvernig fólk hegðar sér áfram og ég hef fulla trú á því. Með vaxandi útbreiðslu bólusetningar líka þá held ég að við eigum að geta slakað á jafnhliða,” segir Þórólfur Guðnason. Síðast máttu fimmtíu manns koma saman í febrúar - en um mánuði síðar voru fjöldatakmarkanir færðar niður í tíu manns. Þórólfur segir að þó vel gangi í bólusetningum sé áfram hætta á frekari faraldri. „Ef við pössum okkur ekki þá getum við fengið bylgju. Við erum ekki búin að fá það mikla útbreiðslu bólusetninga að við gætum fengið bylgju hjá yngra fólki eða fólki á miðjum aldri. Sem betur fer erum við búin að ná að bólusetja eldri aldurshópana og erum að vinna með fólk með undirliggjandi sjúkdóma. En við getum fengið útbreiddan faraldur hjá yngra fólki sem veiran svo sannarlega getur verið alvarleg líka hjá því fólki eins og dæmin sýna frá öðrum löndum.” Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Alls eru 248 manns í sóttkví, langflestir á Skagafirði þar sem hópsýking blossaði upp og þar hafa hertar aðgerðir tekið gildi, þar sem skólum og íþróttamiðstöðvum hefur verið lokað Þórólfur segir að af þeim fimm sem greindust í gær séu tveir búsettir á Norðurlandi. Metvika var í bólusetningum í síðustu viku þegar um fjörutíu þúsund manns fengu bóluefni, og hefur nú um 48 prósent þjóðarinnar verið bólusett. Um tólf þúsund manns frá bóluefni frá Pfizer í þessari viku; fimm þúsund fá fyrri bólusetningu og sjö þúsund þá seinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Almennar fjöldatakmarkanir fara úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. Að auki lengist leyfilegur opnunartími veitingastaða úr klukkan 21 í klukkan 22, en heimilt verður að sitja inni til klukkan 23. „Auðvitað er þetta alltaf spurning hvernig muni tiltakast og hvað muni gerast, en ég hef fulla trú á því að menn kunni þetta orðið og það er það sem máli skiptir, hvernig fólk hegðar sér áfram og ég hef fulla trú á því. Með vaxandi útbreiðslu bólusetningar líka þá held ég að við eigum að geta slakað á jafnhliða,” segir Þórólfur Guðnason. Síðast máttu fimmtíu manns koma saman í febrúar - en um mánuði síðar voru fjöldatakmarkanir færðar niður í tíu manns. Þórólfur segir að þó vel gangi í bólusetningum sé áfram hætta á frekari faraldri. „Ef við pössum okkur ekki þá getum við fengið bylgju. Við erum ekki búin að fá það mikla útbreiðslu bólusetninga að við gætum fengið bylgju hjá yngra fólki eða fólki á miðjum aldri. Sem betur fer erum við búin að ná að bólusetja eldri aldurshópana og erum að vinna með fólk með undirliggjandi sjúkdóma. En við getum fengið útbreiddan faraldur hjá yngra fólki sem veiran svo sannarlega getur verið alvarleg líka hjá því fólki eins og dæmin sýna frá öðrum löndum.” Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Alls eru 248 manns í sóttkví, langflestir á Skagafirði þar sem hópsýking blossaði upp og þar hafa hertar aðgerðir tekið gildi, þar sem skólum og íþróttamiðstöðvum hefur verið lokað Þórólfur segir að af þeim fimm sem greindust í gær séu tveir búsettir á Norðurlandi. Metvika var í bólusetningum í síðustu viku þegar um fjörutíu þúsund manns fengu bóluefni, og hefur nú um 48 prósent þjóðarinnar verið bólusett. Um tólf þúsund manns frá bóluefni frá Pfizer í þessari viku; fimm þúsund fá fyrri bólusetningu og sjö þúsund þá seinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira