Bestu og verstu úrslitin fyrir liðin í lokaumferð Dominos í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 11:00 Kvöldið getur endað alla vegna fyrir lið ÍR og Njarðvíkur. Hér er ÍR-ingurinn Evan Singletary að reyna skot í síðasta leik en Njarðvíkingurinn Jón Arnór Sverrisson er til varnar. Vísir/Bára Sex af átta liðum eru örugg inn í úrslitakeppnina en fjögur lið eiga möguleika á því að fylgja þeim í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Það verður barist um heimvallarréttinn, síðustu sætin í úrslitakeppninni og um að sleppa við fallið þegar lokaumferð Domino´s deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld. Vísir hefur farið yfir mögulega sætaskipan liðanna tólf eftir þetta kvöld og hér á eftir má finna bestu og verstu úrslitin fyrir hvert og eitt lið sem eru að berjast um eitthvað í 22. umferðinni. Það er ljóst að Keflavík, Þór Þorlákshöfn og Stjarnan enda í þremur efstu sætunum og það breytist ekki neitt. Við þurfum því ekkert að velta fyrir okkur hvað gerist hjá þeim þótt þau geti öll haft áhrif á lokastöðu annarra liða. Yfirlit yfir liðin og sætin sem þau geta lent í: Keflavík - 1. sæti Þór Þorlákshöfn - 2. sæti Stjarnan - 3. sæti KR - 4. til 6. sæti Grindavík - 4. til 6. sæti Valur - 4. til 6. sæti Tindastóll - 7. til 10. sæti Þór Akureyri - 7. til 9. sæti Njarðvík - 7. til 11. sæti ÍR - 7. til 10. sæti Höttur - 10. til 11. sæti Haukar - 12. sæti Við skoðum fyrst baráttuna um fjórða sætið og þar sem heimavallarrétt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Það eru lið KR, Grindavíkur og Vals sem eiga möguleika á því að ná því. - KR - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef KR vinnur ÍR og Grindvíkingar vinna Val. Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavíkur vinnur Val og KR tapar sínum leik á móti ÍR. + - Grindavík - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Grindavík vinnur Val og KR tapar á móti ÍR Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavík tapar á móti Val + - Valur - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Valur vinnur Grindavík Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Valur tapar á móti Grindavík og KR vinnur ÍR. Liðin hér að ofan eru öll örugg með sæti í úrslitakeppninni í ár en þegar er komið niður fyrir sjötta sætið þá er mikil barátta um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Fjögur lið eiga möguleika á að ná þeim en það eru Tindastóll, Þór Akureyri, Njarðvík og ÍR. - Tindastóll - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Stjörnunni þá tryggja Tindastólsmenn sér sjöunda sætið. Verstu úrslitin: 10. sæti Tindastólsmenn geta endað í 10. sæti og það eru ágætar líkur á því að þeir missi af úrslitakeppninni ef þeir ná ekki að vinna Stjörnuna. Ef Tindastóll, Þór Ak., Njarðvík og ÍR enda öll jöfn þá endar Tindastóll í 10. sæti. Þeir lenda líka í 10. sætinu ef Þór vinnur sinn leik á móti Haukum og Stólarnir verða jafnir Njarðvík og ÍR. Tindastóll myndi líka missa af úrslitakeppninni en þeir verða jafnir Þór Akureyri og ÍR í sætum sjö, átta og níu. + - Þór Akureyri - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Haukum á sama tíma og Tindastóll tapar á móti Stjörnunni. Þórsarar kæmust hins vegar líka inn í úrslitakeppni (8. sæti) þó þeir tapi sínum leik ef Njarðvík og Tindastóll myndu tapa líka. Þórsarar yrðu þá jafnir ÍR og Tindastól í 7. til 9. sæti en yrðu þá í áttunda sæti á eftir ÍR og á undan Tindastól sem yrða að sætta sig við 10. sætið. Verstu úrslitin: 9. sæti Þórsarar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Haukum og þeir verða jafnir ÍR og Njarðvík að stigum. Þá skiptir ekki máli hvort Tindastóll verði með í pakkanum eða ekki. + - Njarðvík - Bestu úrslitin: 7. sæti Ef Njarðvík vinnur Þór Þorlákshöfn, ÍR vinnur KR og Tindastóll og Þór Akureyri tapa sínum leikjum. Njarðvík stendur best ef þessi fjögur lið enda jöfn. Njarðvík kæmist líka inn í úrslitakeppnina (8. sæti) með sigri ef bara annað hvort Tindastóll og Þór Akureyri vinna sinn leik. Verstu úrslitin: 11. sæti Njarðvík fellur ef liðið tapar á móti Þór Þorlákshöfn á sama tíma og Höttur vinnur Keflavík. Þá yrðu Höttur og Njarðvík jöfn í 10. og 11. sæti en Höttur endaði ofar á innbyrðis leikjum. + - ÍR - Bestu úrslitin: 7. sæti ÍR vinnur KR á sama tíma og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri tapa öll. ÍR, Þór Akureyri og Tindastóll yrðu þá jöfn í 7. til 9. sæti en ÍR-ingar væru bestir innbyrðis. ÍR næði áttunda og síðasta sætinu í úrslitakeppnina ef þeir enda með jafnmörg stig og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri. Verstu úrslitin: 10. sæti ÍR-ingar enda í 10. sæti ef þeir tapa en þeir gætu líka endað þar þrátt fyrir sigur. Ef ÍR endar með jafnmörg stig og Þór Ak. og Njarðvík þá verða Breiðhyltingar neðstir. Þannig gæti ÍR unnið KR en ef Tindastóll vinnur sinn leik, Njarðvík vinnur sinn leik og Þór Akureyri tapar þá kæmust ÍR-ingar ekki upp úr 10. sætinu. Að lokum er það fallbaráttan. Haukarnir eru fallnir en bæði Höttur og Njarðvík geta farið niður með þeim. Höttur er samt í mun verri stöðu en Njarðvík. - Höttur - Bestu úrslitin: 10. sæti Ef Höttur vinnur Keflavík á sama tíma og Njarðvík tapar Verstu úrslitin: 11. sæti Ef Höttur tapar á móti Keflavík Leikur Vals og Grindavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en þá verða einnig Domino´s Tilþrifin á vaktinni á Stöð 2 Sport þar sem skipt verður á milli valla þar sem spennan er mest. Dominos Körfuboltakvöld mun síðan gera upp lokaumferðina annað kvöld. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Það verður barist um heimvallarréttinn, síðustu sætin í úrslitakeppninni og um að sleppa við fallið þegar lokaumferð Domino´s deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld. Vísir hefur farið yfir mögulega sætaskipan liðanna tólf eftir þetta kvöld og hér á eftir má finna bestu og verstu úrslitin fyrir hvert og eitt lið sem eru að berjast um eitthvað í 22. umferðinni. Það er ljóst að Keflavík, Þór Þorlákshöfn og Stjarnan enda í þremur efstu sætunum og það breytist ekki neitt. Við þurfum því ekkert að velta fyrir okkur hvað gerist hjá þeim þótt þau geti öll haft áhrif á lokastöðu annarra liða. Yfirlit yfir liðin og sætin sem þau geta lent í: Keflavík - 1. sæti Þór Þorlákshöfn - 2. sæti Stjarnan - 3. sæti KR - 4. til 6. sæti Grindavík - 4. til 6. sæti Valur - 4. til 6. sæti Tindastóll - 7. til 10. sæti Þór Akureyri - 7. til 9. sæti Njarðvík - 7. til 11. sæti ÍR - 7. til 10. sæti Höttur - 10. til 11. sæti Haukar - 12. sæti Við skoðum fyrst baráttuna um fjórða sætið og þar sem heimavallarrétt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Það eru lið KR, Grindavíkur og Vals sem eiga möguleika á því að ná því. - KR - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef KR vinnur ÍR og Grindvíkingar vinna Val. Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavíkur vinnur Val og KR tapar sínum leik á móti ÍR. + - Grindavík - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Grindavík vinnur Val og KR tapar á móti ÍR Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavík tapar á móti Val + - Valur - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Valur vinnur Grindavík Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Valur tapar á móti Grindavík og KR vinnur ÍR. Liðin hér að ofan eru öll örugg með sæti í úrslitakeppninni í ár en þegar er komið niður fyrir sjötta sætið þá er mikil barátta um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Fjögur lið eiga möguleika á að ná þeim en það eru Tindastóll, Þór Akureyri, Njarðvík og ÍR. - Tindastóll - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Stjörnunni þá tryggja Tindastólsmenn sér sjöunda sætið. Verstu úrslitin: 10. sæti Tindastólsmenn geta endað í 10. sæti og það eru ágætar líkur á því að þeir missi af úrslitakeppninni ef þeir ná ekki að vinna Stjörnuna. Ef Tindastóll, Þór Ak., Njarðvík og ÍR enda öll jöfn þá endar Tindastóll í 10. sæti. Þeir lenda líka í 10. sætinu ef Þór vinnur sinn leik á móti Haukum og Stólarnir verða jafnir Njarðvík og ÍR. Tindastóll myndi líka missa af úrslitakeppninni en þeir verða jafnir Þór Akureyri og ÍR í sætum sjö, átta og níu. + - Þór Akureyri - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Haukum á sama tíma og Tindastóll tapar á móti Stjörnunni. Þórsarar kæmust hins vegar líka inn í úrslitakeppni (8. sæti) þó þeir tapi sínum leik ef Njarðvík og Tindastóll myndu tapa líka. Þórsarar yrðu þá jafnir ÍR og Tindastól í 7. til 9. sæti en yrðu þá í áttunda sæti á eftir ÍR og á undan Tindastól sem yrða að sætta sig við 10. sætið. Verstu úrslitin: 9. sæti Þórsarar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Haukum og þeir verða jafnir ÍR og Njarðvík að stigum. Þá skiptir ekki máli hvort Tindastóll verði með í pakkanum eða ekki. + - Njarðvík - Bestu úrslitin: 7. sæti Ef Njarðvík vinnur Þór Þorlákshöfn, ÍR vinnur KR og Tindastóll og Þór Akureyri tapa sínum leikjum. Njarðvík stendur best ef þessi fjögur lið enda jöfn. Njarðvík kæmist líka inn í úrslitakeppnina (8. sæti) með sigri ef bara annað hvort Tindastóll og Þór Akureyri vinna sinn leik. Verstu úrslitin: 11. sæti Njarðvík fellur ef liðið tapar á móti Þór Þorlákshöfn á sama tíma og Höttur vinnur Keflavík. Þá yrðu Höttur og Njarðvík jöfn í 10. og 11. sæti en Höttur endaði ofar á innbyrðis leikjum. + - ÍR - Bestu úrslitin: 7. sæti ÍR vinnur KR á sama tíma og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri tapa öll. ÍR, Þór Akureyri og Tindastóll yrðu þá jöfn í 7. til 9. sæti en ÍR-ingar væru bestir innbyrðis. ÍR næði áttunda og síðasta sætinu í úrslitakeppnina ef þeir enda með jafnmörg stig og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri. Verstu úrslitin: 10. sæti ÍR-ingar enda í 10. sæti ef þeir tapa en þeir gætu líka endað þar þrátt fyrir sigur. Ef ÍR endar með jafnmörg stig og Þór Ak. og Njarðvík þá verða Breiðhyltingar neðstir. Þannig gæti ÍR unnið KR en ef Tindastóll vinnur sinn leik, Njarðvík vinnur sinn leik og Þór Akureyri tapar þá kæmust ÍR-ingar ekki upp úr 10. sætinu. Að lokum er það fallbaráttan. Haukarnir eru fallnir en bæði Höttur og Njarðvík geta farið niður með þeim. Höttur er samt í mun verri stöðu en Njarðvík. - Höttur - Bestu úrslitin: 10. sæti Ef Höttur vinnur Keflavík á sama tíma og Njarðvík tapar Verstu úrslitin: 11. sæti Ef Höttur tapar á móti Keflavík Leikur Vals og Grindavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en þá verða einnig Domino´s Tilþrifin á vaktinni á Stöð 2 Sport þar sem skipt verður á milli valla þar sem spennan er mest. Dominos Körfuboltakvöld mun síðan gera upp lokaumferðina annað kvöld. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Yfirlit yfir liðin og sætin sem þau geta lent í: Keflavík - 1. sæti Þór Þorlákshöfn - 2. sæti Stjarnan - 3. sæti KR - 4. til 6. sæti Grindavík - 4. til 6. sæti Valur - 4. til 6. sæti Tindastóll - 7. til 10. sæti Þór Akureyri - 7. til 9. sæti Njarðvík - 7. til 11. sæti ÍR - 7. til 10. sæti Höttur - 10. til 11. sæti Haukar - 12. sæti
- KR - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef KR vinnur ÍR og Grindvíkingar vinna Val. Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavíkur vinnur Val og KR tapar sínum leik á móti ÍR. + - Grindavík - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Grindavík vinnur Val og KR tapar á móti ÍR Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavík tapar á móti Val + - Valur - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Valur vinnur Grindavík Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Valur tapar á móti Grindavík og KR vinnur ÍR.
- Tindastóll - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Stjörnunni þá tryggja Tindastólsmenn sér sjöunda sætið. Verstu úrslitin: 10. sæti Tindastólsmenn geta endað í 10. sæti og það eru ágætar líkur á því að þeir missi af úrslitakeppninni ef þeir ná ekki að vinna Stjörnuna. Ef Tindastóll, Þór Ak., Njarðvík og ÍR enda öll jöfn þá endar Tindastóll í 10. sæti. Þeir lenda líka í 10. sætinu ef Þór vinnur sinn leik á móti Haukum og Stólarnir verða jafnir Njarðvík og ÍR. Tindastóll myndi líka missa af úrslitakeppninni en þeir verða jafnir Þór Akureyri og ÍR í sætum sjö, átta og níu. + - Þór Akureyri - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Haukum á sama tíma og Tindastóll tapar á móti Stjörnunni. Þórsarar kæmust hins vegar líka inn í úrslitakeppni (8. sæti) þó þeir tapi sínum leik ef Njarðvík og Tindastóll myndu tapa líka. Þórsarar yrðu þá jafnir ÍR og Tindastól í 7. til 9. sæti en yrðu þá í áttunda sæti á eftir ÍR og á undan Tindastól sem yrða að sætta sig við 10. sætið. Verstu úrslitin: 9. sæti Þórsarar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Haukum og þeir verða jafnir ÍR og Njarðvík að stigum. Þá skiptir ekki máli hvort Tindastóll verði með í pakkanum eða ekki. + - Njarðvík - Bestu úrslitin: 7. sæti Ef Njarðvík vinnur Þór Þorlákshöfn, ÍR vinnur KR og Tindastóll og Þór Akureyri tapa sínum leikjum. Njarðvík stendur best ef þessi fjögur lið enda jöfn. Njarðvík kæmist líka inn í úrslitakeppnina (8. sæti) með sigri ef bara annað hvort Tindastóll og Þór Akureyri vinna sinn leik. Verstu úrslitin: 11. sæti Njarðvík fellur ef liðið tapar á móti Þór Þorlákshöfn á sama tíma og Höttur vinnur Keflavík. Þá yrðu Höttur og Njarðvík jöfn í 10. og 11. sæti en Höttur endaði ofar á innbyrðis leikjum. + - ÍR - Bestu úrslitin: 7. sæti ÍR vinnur KR á sama tíma og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri tapa öll. ÍR, Þór Akureyri og Tindastóll yrðu þá jöfn í 7. til 9. sæti en ÍR-ingar væru bestir innbyrðis. ÍR næði áttunda og síðasta sætinu í úrslitakeppnina ef þeir enda með jafnmörg stig og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri. Verstu úrslitin: 10. sæti ÍR-ingar enda í 10. sæti ef þeir tapa en þeir gætu líka endað þar þrátt fyrir sigur. Ef ÍR endar með jafnmörg stig og Þór Ak. og Njarðvík þá verða Breiðhyltingar neðstir. Þannig gæti ÍR unnið KR en ef Tindastóll vinnur sinn leik, Njarðvík vinnur sinn leik og Þór Akureyri tapar þá kæmust ÍR-ingar ekki upp úr 10. sætinu.
- Höttur - Bestu úrslitin: 10. sæti Ef Höttur vinnur Keflavík á sama tíma og Njarðvík tapar Verstu úrslitin: 11. sæti Ef Höttur tapar á móti Keflavík
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira